Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 12
Almættið hefur brosað yfir
kirkjuturninum í Keflavík
segir Skúli Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir
100 ára afmæli Keflavíkurkirkju
og það er dálítið sérstakt að á sama
tíma er sóknarpresturinn á leiðinni
eitthvað annað.
Já, það er mjög skrýtið. Það er svo
fyndið og merkilegt að þegar ég
kom hingað 2006 var ég svolítið
upptekinn af því að söfnuðurinn
færi að setja sér markmið og vinna
eftir ákveðnum línum. Og einhvern
veginn festist þetta í kollinum á
mér að innan áratugar yrði kirkjan
10 ára. Það voru níu ár í þetta sem
okkar fannst ægilega langur tími.
Við enduðum á því að kalla stefnu-
mótunina okkar Keflavíkurkirkja
2015. Við vorum að fara í gegnum
gögn og fermingarbörn sem fermd-
ust vorið 2007 voru búin að gera
flott veggspjöld sem hafa yfirskrift-
ina Keflavíkurkirkja 2015. Sem var
eiginlega eins og sviðsmynd fyrir
vísindaskáldsögu á þeim tíma. Þessi
tími er runninn upp, 100 ára af-
mæli, og það vill svo merkilega til
að það verður líka kveðjumessan
mín.
Það var smá fjör, ef hægt er að orða
það svo, við ráðninguna þína á
sínum tíma.
Já, það var dálítið skrýtið. Ég var á
Ísafirði þegar það byrjaði, maður
horfði á þetta úr fjarlægð. Ég hugs-
aði með mér: Jæja, þetta fólk þekkir
mig ekki. Svo spurði einhver á móti:
Hvernig væru lætin ef þau þekktu
þig? En þetta var bara ein af þessum
stóru áskorunum og ég hugsa að
óánægjan hafi tengst eldri málum
eins og verulegum deilum vegna
byggingar safnaðarheimilisins.
Kannski eimdi eitthvað af því. En
svo þegar ég kom á staðinn, kynnt-
ist fólkinu og fór að starfa með því
þá mættu mér auðvitað útréttir
armar. Fólk var mjög fljótt að taka
mig í sátt. Síðan segi ég nú gjarnan
að almættið hafi verið brosandi
yfir kirkjuturninum í Keflavíkur-
kirkju. Við erum búin að fá hverja
Það gustaði við komu nýja sóknarprests Keflvíkurkirkju árið 2006 enda hefur yfirleitt ekki verið nein lognmolla í starfi kirkjunnar í bítlabænum. Séra Skúli Ólafsson átti rætur að rekja til Keflavíkur en sú eldskírn sem hann fékk
við komuna herti unga prestinn sem var að koma frá Ísafirði. Hann tókst á við verkefnið af alvöru og fljótlega eftir
komu hans fóru nýir hlutir að gerast í Keflavíkurkirkju. Nú er Skúli á leið á nýjar slóðir eftir níu ára starf og mun ásamt
Sigríði Guðjónsdóttur lögreglustjóra og eiginkonu sinni takast á við nýjar áskoranir. Páll Ketilsson tók hús á sóknar-
prestinum sem heldur kveðjumessu sína á 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju.
himnasendinguna á fætur annarri í
hendurnar af fólki, bæði launuðum
starfsmönnum kirkjunnar og sjálf-
boðaliðum og þessum leiðtogum
sem eru með okkur í þessu starfi
og gera kirkjuna að því sem hún er.
Þannig að þegar ég horfi til baka
þessi níu ár, þá er mikil birta yfir
þessum tíma og mikil uppbygging
sem hér hefur farið fram . Virkilega
gaman að hafa tekið þátt í henni.
Varnarbarátta
Hvernig var að koma frá Vest-
fjörðum og til Keflavíkur? Þú varst
í ennþá minna samfélagi þar.
Ég var í litlu samfélagi þar, mjög
ólíku. Ísafjörður er fjórðungsmið-
stöð Vestfjarða og þar er atkvæðis-
vægi mjög hátt. Maður fór varla
í fermingarveislur eða einhver
mannamót án þess að þar væru
a.m.k. tveir þingmenn og helst
einn ráðherra. Þeir eru með mikið
af stórum karakterum. Mér brá
í brún þegar ég kom inn á þetta
gríðarstóra svæði, sem var auð-
vitað hinum megin á línunni, og
það var dálítið eins og að fólk væri
sofandi yfir því að hafa talsmenn
fyrir svæðið í landsmálapólitíkinni.
Það hefur nú heldur betur ræst úr
þeim málum nýlega. En það voru
ákveðin atriði sem voru ólík en
svo önnur sem maður stóð sig að
bera saman. Suðurnesin og Vest-
firðirnir. Landfræðilega gæti þetta
ekki verið ólíkara. Margir Vestfirð-
ingar sem fá þá leiðsögn að keyra
upp á Miðnesheiði og beygja svo
til hægri til Keflavíkur enda úti á
Garðskaga því þeir fundu aldrei
neina heiði. En mér hefur fundist
gaman að bera þessi svæði saman
og ég segi gjarnan að Grindvíkingar
séu Bolvíkingar Suðurnesja. Þar er
svo margt sem líkist þessum sam-
félögum, mikill bragur yfir þeim.
En það sem einkennir bæði Vest-
firði og Suðurnesin sem og önnur
svæði utan höfuðborgarsvæðisins
er auðvitað heilmikil varnarbarátta.
Maður hefur nú aldeilis fengið að
kynnast henni hér á þessu svæði.
Hvað var þér efst í huga með nýrri
stefnumótun Keflavíkurkirkju?
Vildirðu skýrari sýn? Hvað sástu
fyrir þér?
Fyrst og fremst að horfa fram á veg-
inn, við vorum búin að vera dálítið
mikið í baksýnisspeglinum. Við
spurðum okkur hvar við getum gert
betur og hvar mætti slaka á kröf-
unum. Og sóknarnefndin komst
að því að lögð yrði áhersla á þrjú
atriði: velferðarmál, kærleiksþjón-
ustu og menningarmál. Þau hafa
verið alveg framúrskarandi góð hjá
Keflavíkurkirkju. Annar tilgangur
með þessu fólst í því að kynna
Keflavíkursókn með jávæðum
hætti. Ég fór um allan bæ með hug-
myndir sóknarnefndar og kynnti
þær og fékk allskonar hugmyndir á
móti. Fórum til bæjaryfirvalda og í
skólana. Ýmsar hugmyndir komu
fram eins og að sýna enska boltann
í beinni. Gaman að því. Svo var
þriðji tilgangurinn með stefnunni
hópefli og fá skemmtilega dínamík
í samfélagið. Hún hefur farið vax-
andi síðan.
Stofnun Velferðarsjóðsins
Það hefur verið tekið eftir því
hversu vel hefur tekist til og starfið
er öflugt. Þegar þú horfir til baka
í gegnum þessa stefnumótun og
það sem hefur gerst í samfélaginu,
finnst þér allt hafa áunnist sem þú
vildir?
Miklu meira en ég gat ímyndað
mér. Ég sá ekki fyrir mér að við
ættum eftir að fara á þetta mikla
flug og það er vegna þess að við
höfum fengið hingað þetta fólk sem
getur haft áhrif. Það hefur lagt sitt
af mörkum til þess að Velferðar-
sjóðurinn á Suðurnesjum sem við
stofnuðum, hefur safnað 60 millj-
ónum frá árslokum 2008. Okkur
hefur tekist að kalla eftir þessum
margfeldisáhrifum þar sem allir
leggjast á eitt.
Hér verður bankahrun og sam-
félagið á Suðurnesjum fer illa út úr
því. Þið standið í framhaldinu að
stofnun velferðarsjóðs. Segðu okkur
aðeins meira frá því.
Það voru leiðtogarnir okkar, heim-
ilisfólkið, sem kom með þessa hug-
mynd. Menn höfðu verið að nefna
þetta en einn hópur kom með
hugmyndina í Skálholti. Ég stökk
ekkert upp til handa og fóta þegar
ég heyrði hugmyndina. Ég spurði
Séra Skúli í kirkjunni sem hann
hefur starfað í síðustu níu ár.
Hljómar úr bítlabænum í jóla-
fíling í Keflavíkurkirkju fyrir
nokkrum árum.
Sr. Skúli í skátamessu .
Óskum Keflavíkurkirkju til hamingjum með aldarafmælið
Reykjanesbær