Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 11
kæra sóknarbarn keflavíkurkirkja fagnar 100 ára afmæli þann 14. febrúar næstkomandi. af því tilefni efnir söfnuðurinn til hátíðarguðsþjónustu sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00. að athöfn lokinni býður sóknarnefnd til kaffisamsætis í kirkjulundi, safnaðarheimili keflavíkurkirkju. Hátíðarsunnudagaskóli kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 sunnudaginn 15. febrúar ■■ Verslunarstjóri Duus verslunarinnar greiddi gamlar skuldir og lagði til helming fjár til nýrrar Keflavíkurkirkju: Frá fornu fari tilheyrði Kefla-vík Útskálasókn, en þar hefur verið kirkja a.m.k. frá miðri 14. öld. Ákvörðun um að reisa kirkju í Keflavík var tekin 1892 og er því ljóst að það var mikið áfall þegar nýbyggð kirkjan fauk í ofsaveðri 14.-15. nóvember 1902. Eftir stóðu miklar skuldir og þó reynt væri að selja við úr kirkjunni dugði það lítið upp í skuldirnar. Í framhaldi af þessum atburðum var ákveðið að Keflavík skyldi verða sérstök sókn og var það frá 1906. Þá kom til sögunnar Ólafur Á. Ólafsson, verslunarstjóri Duus verslunarinnar. Hann bauðst til að greiða helminginn af skuld Kefla- víkursóknar við Útskálasókn gegn því að Keflvíkingar greiddu hinn helminginn á móti. Einnig lofaði hann að greiða helming af kostn- aði við byggingu nýrrar kirkju um leið og Keflvíkingar væru búnir að safna fyrir hinum helmingnum án þess að skuldsetja sig. Um leið og þetta var skjalfest komst skriður á málið. Rögnvaldur Ólafsson, sem þá var titlaður byggingarmeistari í Reykjavík, var fenginn til að teikna kirkjuna, en hann hafði þá nýlokið við að teikna Hafnarfjarðarkirkju. Það má alveg velta fyrir sér rausnar- skap Ólafs Á. Ólafssonar og líka hvað lá að baki þeirri staðreynd að einn maður hafði burði til að gefa hálfa kirkju og rúmlega það en kirkjan kostaði 17.000 krónur uppkomin. Ólafur og systir hans, ekkjufrú Kristjana Duus, borguðu 10.000 kr. Árin sem Ólafur var verslunarstjóri í Duusverslun bjó hann í Kaupmannahöfn á vetrum, en kom með vorskipum til Kefla- víkur og átti þar sitt sumarheimili ásamt eiginkonu sinni, Ástu Ja- cobsen. Ásta sýndi umhyggju fyrir börnunum í þorpinu og hélt þeim veislu sumar hvert. Kirkjan er einstaklega vel heppnuð og falleg bygging, hún er stílhrein og einföld að gerð en yfir henni er fágun og tign. Hún hefur á sínum 100 árum farið í gegnum margvís- legar endurbætur og nú síðast 2012 var kirkjuskipinu komið í uppruna- legt horf, að svo miklu leyti sem við var komið og hentaði nútímanum. Þeim endurbótum er enn ekki að fullu lokið. Eftir er að setja upp nýja glugga og svo er eftir að stækka kórloftið að ótöldu orgelinu, en það þarfnast umtalsverðra endurbóta. Er verið að safna í sjóð svo unnt verði að takast á við það verkefni áður en langt um líður. Áformað er að gluggarnir verði komnir upp á afmælisárinu. Hitt er aftur á móti óvíst hvort hægt verði að stækka kórloftið og endurbæta orgelið á næstu árum en stefnt er að því. (Hluti veglegrar samantektar Ragnheiðar Ástu Magnúsdóttur Stórhuga menn í Keflavík fyrir rúmri öld síðan formanns sóknarnefndar Kefla- víkurkirkju sem birtist í Víkur- fréttum 5. febrúar sl.) KEFLAVÍKURKIRKJA 100 ÁRA Þann 14. febrúar nk. verður Keflavíkurkirkja 100 ára. Afmælisins verður minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 15. febrúar, en þá verður hátíðarmessa kl. 14 og um morguninn verður barnaguðsþjónusta kl. 11. Veitingar verða bornar fram að loknum báðum athöfnunum. Þessara merku tímamóta hefur minnst á margvíslegan hátt á af- mælisárinu og hófst reyndar fyrir nokkru síðan. Víkurfréttir gera tímamótunum vegleg skil í þessu tölublaði, á vf.is og í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta í þessari viku og meira á afmælisárinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.