Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 10
10 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR Mikilvægt að tryggja aðgengi að hágæða neysluvatni XXSveitarfélagið Vogar hefur undanfarið átt í viðræðum við HS Veitur þess efnis að tekið verði í notkun nýtt vatnsból, sunnan Reykjanes- brautar. Sú staðsetning er álitin betri trygging fyrir gæðum vatnsins, ekki síst ef einhverskonar mengunarslys yrði á Reykjanesbraut. Í Vogum er starfrækt vatnsveita sem er í eigu sveitarfélagsins. Vatnsveitan kaupir kalt vatn í heildsölu af HS Veitum hf., en vatnið kemur úr vatns- bóli í eigu fyrirtækisins og er staðsett í Vogavík. Skemmst er að minnast mengunar sem varð vart í vatnsbólinu s.l. haust, en þá mældist lítils háttar mengun í kjölfar mikilla rigninga sem urðu í byrjun september. Fyrirhuguð uppbygging Stofnfisks hf. í Vogavík ýtir einnig undir að vatns- ból sveitarfélagsins verði fundinn nýr og öruggari staður, segir í fréttabréfi Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, sem hann sendi frá sér í dag. Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að fallast á endurskoðun vatnsverðs til veitunnar. Samningur Vatnsveitunnar og HS Veitna er frá árinu 2001. Vatnsverð samkvæmt samningnum hefur einungis hækkað sem nemur vísitöluhækkun síðan þá. Mikilvægt er að trygga íbúum sveitarfélagsins aðgengi að neysluvatni í hæsta gæðaflokki og er endurskoðun samningsins liður í því. Verði að taka fyrir mál landeigenda XXHæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli landeigenda á Vatnsleysuströnd á hendur Orkustofnun og Landsneti. Landeigendurnir krefjast þess að ákvörðun Orkustofn- unar um að heimila Landsneti að leggja háspennulínu á landi þeirra verði felld úr gildi. Vefur RÚV greinir frá. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá dómi, sem snýst um Suðurnes- jalínu 2, á þeim grundvelli að landeigendurna skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Á það féllst hæstiréttur ekki og taldi þvert á móti að land- eigendurnir hefðu beina og lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Héraðs- dómi var því gert að taka málið til efnislegrar meðferðar, segir í frétt RÚV. Vogabúar fá vefgátt XXSveitarfélagið Vogar leitast stöðugt við að bæta þjónustuna, m.a. á vettvangi stjórnsýslunnar. Á árinu 2015 gerum við ráð fyrir að taka í notkun rafræna íbúagátt. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi bæjar- stjórans í Vogum. Aðgengi að gáttinni verður á heimasíðu sveitarfélagsins. Með tilkomu vef- gáttarinnar verður unnt að sinna ýmsum erindum án tillits til þjónustutíma bæjarskrifstofu. Umsóknareyðublöð verða aðgengileg í gáttinni, og unnt að fylla þau út og senda inn með rafrænum hætti. Upplýsingar um álagningu fasteignagjalda verður aðgengileg, sem og við- skiptayfirlit vegna greiðslu gjalda til sveitarfélagsins. Íbúar munu hafa tök á að sjá stöðu á sínum málum við sveitarfélagið á hverjum tíma í vefgáttinni. Útrétta, sendast og sækja fundi á nýjum þjónustubíl – Sveitarfélagið Vogar kaupir fjölnotabíl XXSveitarfélagið Vogar festi á dögunum kaup á nýjum þjónustubíl fyrir sveitarfélagið. Í vikulegu fréttabréfi bæjarstjóra til starfsmanna sveitar- félagsins segir að um er að ræða lítinn fjölnotabíl. Bæði er unnt að nota hann sem sendibíl og einnig til að sækja fundi, sinna útréttingum o.fl. Komið hefur verið upp sameiginlegu bókunarkerfi fyrir bílinn, þannig að þeir sem þurfa að sinna erindum fyrir sveitarfélagið geta bókað bílinn og notað hann í stað þess að leggja til eigin bíl og fá greitt kílómetragjald. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Caddy og er með sparneytinni díselvél. Heilsustyrkir endurskoðaðir í Vogum XXUm nokkurra ára skeið hefur Sveitarfélagið Vogar greitt starfsfólki bæjarfélagsins styrki til heilsueflingar, gegn framvísun kvittunar fyrir árskorti í líkamsrækt, sund eða vegna kaupa á útivistarfatnaði eða öðru sambærilegu. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir að greiðslum þessum hefur verið ætlað það hlutverk að hvetja starfsfólk til að ástunda heilbrigðan lífsstíl og stunda reglubundna hreyfingu. Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað um heilsustyrkina og ákveðið að taka reglurnar til endurskoðunar. Markmiðið með endurskoðuninni er ekki síst að uppfæra reglurnar og með því móti skoða vandlega hvernig styrkirnir megi sem best virka sem hvatning til bættrar heilsu. -fréttir pósturX vf@vf.is Spjaldtölva gefin til Hæfingarstöðvarinnar XXVerkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennirs styrkir Lionsklúbb Njarðvíkur á hverju ári með því að kaupa af þeim happdrættismiða í jóla- happdrætti þeirra. Félagið hafði heppina með sér og vann Lenovo spjald- tölvu í happdrættinu nú fyrir jólin. Ákveðið var að gefa Hæfingarstöðinni á Suðurnesjum spjaldtölvuna ásamt því að gefa kaffistofu hæfingarstöðvarinnar kr.20.000,- vöruúttekt í Nettó. Gjöfin nýtist þeim á hæfingarstöð- inni vel þar sem meðal annars er hægt að nýta hana til þjálfunar. Gaf grunnskólum Reykjanesbæjar lokaverkefni sitt Að a l h e i ð u r H a n n a Björnsdóttir færði nýlega öllum sex grunn- skólum Reykjanesbæjar eintak af spilinu „Frá toppi til táar“. Aðalheiður fékk styrk úr Skólaþróunarsjóði Manngildissjóðs árið 2013 til að ljúka við gerð spilsins, en það var lokaverkefni hennar til B.Ed.-prófs. Spilið er byggt á kennslu- fræðilegum áherslum og gildum námsefnis í líffræði á miðstigi og áherslum í Aðalnámskrá grunnskóla/ Greinasvið 2013. Spilinu er ætlað að vekja áhuga og auka þekkingu á námsefninu, ásamt því að stuðla að fjöl- breyttum kennsluaðferðum í náttúrufræði. Aðalheiður, sem hefur starfað við grunnskóla í Reykjanesbæ, hefur nú selt útgáfuréttinn til Náms- gagnastofnunar. Gylfi Jón Gylfason, f ræðslustjóri Reykjanesbæjar, tók við gjöf- inni höfðinglegu. Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 Við verjum góðum tíma í Keflavíkurkirkju í þessum þætti en aldarafmæli kirkjunnar verður fagnað um komandi helgi. Séra Skúli S. Ólafsson er í viðtali, einnig Arnór Vilbergsson organisti og nokkrir kórsöngvarar. Í síðari hluta þáttarins förum við svo í parayoga. Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á pket@vf.is Aldarafmæli Keflavíkurkirkju og slakandi parayoga Öskudagur er orðinn sá dagur ársins sem börnin bíða með mikilli eftirvæntingu. Þá er sköpunarkraftinum gefinn laus taumur og börnin mæta í skólann í nýjum hlutverkum sem þau sjálf hafa valið sér sem ofur- hetjur, prinsessur, uppvakningar eða hvaðeina annað sem þeim finnst heillandi. Skólastarfið er að sjálfsögðu í takt við þá sem þangað mæta og öskudagsfjör í algleymingi. Að skóladegi loknum hópast börnin niður í bæ og ganga á milli fyrirtækja, syngja lög sem þau hafa æft og fá að launum smáræðis glaðning. Mörg barnanna leggja mikið upp úr atriðinu sínu og hafa lagt sig fram um að æfa það vel og gera það skemmtilegt. Aðrir veðja á Gamla Nóa og láta það duga, því uppskeran er jú líklegast sú sama. Í ár verða breytingar á þeirri dag- skrá sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir. Í stað dagskrár sem verið hefur í Reykjaneshöllinni verður nú boðið upp á viðburð í Fjörheimum (88 Húsinu). Þar gefst þeim börnum sem vilja, kostur á að mæta á tímabilinu frá kl. 12-15 og flytja á sviði öskudagsatriðið sitt undir yfirskriftinni Öskudagur „Got Talent.“ Sérstök dómnefnd veitir verðlaun fyrir bestu/skemmtilegustu atriðin og myndir af öllum atriðum verða birtar á facebook síðu Reykja- nesbæjar og e.t.v. víðar. Börnum á öllum aldri er velkomið að taka þátt og þeir foreldrar sem tök hafa á eru einnig hvattir til að líta við. Með þessum viðburði eru börnin hvött til að leggja sig fram um að búa til flott og skemmtileg atriði sem þau geta stolt sýnt hvert öðru og haft gaman að og þannig hnýtt endahnútinn á viðburðaríkan dag. Skráning verður á staðnum. ÖSKUDAGUR „GOT TALENT“ Í REYKJANESBÆ ATVINNA Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa. Nauðsynlegt að umsækjendur séu bæði talandi á Íslensku og skrifandi. Umsóknum svarað á staðnum. Njarðarbraut 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.