Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 13
fyrst, hvað við værum að koma okkur út í. Erum við með bolmagn til þess að halda utan um slíkt? Það þurfti tíma til að sannfæra mig. Við náðum svo að kalla fram þessa já- kvæðu krafta í samfélaginu. Það er ekki bara Keflavíkursókn sem má vera stolt af því að hafa áorkað þessu. Það er samfélagið á Suður- nesjum sem má rifna úr stolti yfir að hafa á þessum tíma sýnt sínum minnstu systkinum slíkan stuðning þegar á móti blés. Krakkar komu með litlu-jóla peningana sína í þetta, fyrirtæki, félög og samtök. Þetta er góð einkunn fyrir samfélag sem lendir í kreppu. Fólk breytt- ist úr þolendum í gerendur - úr fórnarlömbum í sanna leiðtoga. Hefur sjóðurinn haft góð áhrif á samfélagið? Hvernig finnst þér samfélagið vera í dag miðað við fljótlega eftir hrun? Mér finnst rofa hressilega til hér á svæðinu, þrátt fyrir misgóðar fréttir af fjárhagstöðu sveitarfélagsins. Við hjónin settum húsið okkar á sölu sl. sumar og fólk sagði ekkert vera að gerast á fasteignamarkaðnum. Svo er ég búinn að hitta fjölda fólks sem selt hefur húsin sín á auga- bragði. Fólk streymir hér að. Ég get vottað það, hafandi alið upp tvö af okkar þremur börnum hér, hversu framúrskarandi þjónusta er hér fyrir barnafólk. Guttinn okkar í leikskólanum er að læra að lesa og draga til stafs. Fólk hlýtur að horfa til slíks og íþróttastarfsins og ungl- ingastarfsins sem er mjög öflugt hérna, að kirkjustarfinu ógleymdu! Skemmtilegheit í kirkjunni Þið hafið líka verið þekkt fyrir það að vera með öflug skemmtilegheit í kirkjunni. Ýmsar uppákomur? Heldur betur, maður sogast inn í það sem virðulegur prestur sem kom frá Ísafirði. Áður en ég vissi var ég búinn að klæða mig upp sem ref og syngja með félögum mínum í söngleik á sviði á Ljósanótt. Þegar ég gekk niður af sviðinu var ég að semja afsökunarbréf í huganum til sóknarinnar fyrir flippið. En ég hef sjaldan fengið eins góð viðbrögð við því sem ég hef tekið að mér. Með athæfinu söfnuðum við peningum til góðra verka í samfélaginu. Við erum að vinna með frábæru fólki hérna. Sr. Erla Guðmundsdóttir kom inn um svipað leyti og ég. Við höfum verið samstíga í öllum þeim breytingum sem hafa orðið. Hún á alveg gríðarmikinn þátt í því sem hér hefur gerst og ég hefði ekki getað hugsað mér þetta starf hér án hennar. Tónlistarmál kirkjunnar hafa heldur betur rokkað undir for- ystu Arnórs Vilbergssonar og auð- vitað sígildari tónlistarstefnur einn- ig. Þórunn Þórisdóttir heldur með skeleggum hætti utan um rekstur kirkjunnar. Leikmannahreyfing í kringum kirkjuna er alveg einstök, með formanninn Ragnheiður Ástu Magnúsdóttur í broddi fylkingar. Finnst þér almenningur vita vel af öllu þessu starfi sem fram fer hér? Já, mér finnst það. Fólk horfir á okkur víða að hvernig við höfum byggt upp okkar starf. Við getum vel tekið fram vissa þætti og svið og sagt að við séum í fremsta flokki þar. Fólk sem mætir í barnamessu sér að hér er þétt setinn bekkurinn og alúð og gleði ríkir. Eins og ég er ánægður með að þetta er í góðum höndum þá á ég að sjálfsögðu eftir að sakna þess hversu gott þetta er hér. Kærleikann að leiðarljósi Fyrir um 15 árum var byggt hérna safnaðarheimili og það var ekki átakalaust og án deilna. Lang- flestir eru sammála um að það hafi heppnast ákaflega vel. Undir þinni stjórn var farið í að breyta kirkju- skipinu, gluggum og öðru. Ekki voru allir á eitt sáttir þar heldur. Safnaðarheimilið vakti miklar deilur en er vitaskuld glæsileg bygging. Við fáum fólk hingað frá öðrum landshlutum og öðrum löndum í tengslum við starfið hér og gjarnan hælir fólk þessari hönnun og arkitektúr. Það var mjög erfitt að taka þá ákvörðun að fara í endurbætur á kirkjunni. Ákveðið var að fara þessa leið og við vissum að einhverjir yrðu ekk- ert mjög ánægðir með hana. Það sem við höfum fengið er kirkja sem líkist miklu meira því sem Rögn- valdur Ólafsson vildi að hún yrði. Hún er hönnuð með þennan stíl í huga, svokallaða nýklassíska stíl; látlaus, einföld og björt. Kirkjan er með miklu betri hljómburði og það er betra loft í henni. Og birtan en miklu betri. Okkur er það ekki gleðiefni að valda fólki leiðindum. Þetta voru innréttingar sem fólk safnaði fyrir, gluggar sem voru settir upp eru afrakstur gjafafjár. Við skoðum ýmsar leiðir með gömlu steindu gluggana. Er hægt að setja þá upp annars staðar? Sú hugmyndavinna er í fullum gangi en er langt í frá að vera einfalt verk. Gluggarnir eru viðkvæmir. Allar gjafir eru háðar breytingum. Þegar fólk gefur eitthvað til kirkjunnar í fallegum tilgangi og hug þarf að gera ráð fyrir því að hluturinn standi þar uppi í einhvern ákveðinn tíma. En öllu er afmarkaður tími eins og þar stendur. Nú er þið hjónin flutt til Reykja- víkur. Konan þín búin að vera lögreglustjóri og þú sóknarprestur Keflavíkur. Einhvern tímann hefði það verið talin sérstök blanda til að vera með á heimili. Einhvern tím- ann voru prestarnir valdamestir í hverjum bæ. Ég get fullyrt að það hefur gengið vel og sambúðin góð á heimilinu og konan mín hefur staðið í ströngu að ganga í miklar breytingar hér. Hún horfði upp á mikinn vöxt í sínum verkefnum. En nú er hún komin á annan póst og í aðrar áskoranir. Maður finnur mjög vel þegar maður er að ganga í gegnum breytingar að samfélagið sem við höfum notið þess að dvelja í er alveg einstakt og skilur okkur eftir með mikið og gott veganesti. Að lokum: hvernig viltu sjá 100 ára Keflavíkurkirkju fara inn í næstu ár - inn í framtíðina? Með þeim anda sem okkur hefur tekist að starfa áfram í. Eins postul- inn segir við lesum í brúðkaupum - menn geta búið yfir ýmsum náðargáfum, spádómsgáfum og predikun og öllu mögulegu. Ef menn hafa ekki kærleikann, þá eru þeir hljómandi málmur og hvell- andi bjalla. Að hafa kærleikann að leiðarljósi í starfi eins og hér er al- gjört undirstöðuatriði. Óskum Keflavíkurkirkju til hamingjum með aldarafmælið R EYKJANESBÆR Prestar og kirkjufólk með fiskmarkað í Nettó á upp- hafsárum Velferðarsjóðsins á Suðurnesjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.