Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 Raolt ehf. | Smiðjuvegur 8 | 200 Kópavogur | 517 7600 | www.raolt.is Raolt óskar eftir rafvirkjum til starfa Raolt er framsækið fyrirtæki sem starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar á sviði rafverk- töku á Íslandi. Helstu verkefni eru almennar raflagnir, tölvu- og ljósleiðaralagnir, töflu- og stjórnskápasmíði og loftneta þjónusta. Raolt ehf. leggur áherslu á að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnu. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins. Öflugt starfsmannafélag er starfrækt hjá fyrirtækinu og er aðstaða starfsmanna öll hin glæsilegasta. Raolt ehf. er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2014. Aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau skilyrði sem sett eru. Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp starfsmanna. Við leitum að öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná frábærum árangri í kreandi umhverfi. Raolt er samhent fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi og samviskusemi. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um. Þjónustudeild Auglýsum eftir vönum rafvirkjum til starfa við þjónustudeild fyrirtækisins. Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og hafa áhuga á því að tileinka sér nýjungar. Raolt sinnir þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Má þar helst nefna Mílu, Vodafone, Nova, Símann, Neyðarlínuna, Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Ölgerðina, N1, Eik Fasteignafélag, Húsasmiðjuna, Héðinn, Nathan & Olsen, Stolt Sea Farm, Hörpu Tónlistarhús og fleiri aðila. Almenn rafvirkjastörf Auglýsum eftir vönum rafvirkjum, nemum og aðstoðarmönnum í ölbreytt verkefni á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að vera vanur að vinna í teymi. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en alls ekki skilyrði. Umsóknir ásamt ferilsskrá skal senda á starf@raolt.is Frönsk súkkulaðikaka... Það mætti halda að það væri Valentínusardagurinn alla daga hjá mér því ég er löngu búin að telja mér trú um það að alvöru dökkt gæða súkkulaði er allra meina bót og að það er alltaf stund fyrir gott súkkulaði. Ég skelli reglulega í franska súkkulaðiköku og það er með því betra sem ég fæ mér og algjört uppáhalds þegar mig langar að gera vel við mig og mína. Ég er dugleg að prófa nýjar uppskriftir að frönskum súkkulaðikökum og þessi er einstaklega ljúffeng og með miklu djúpu súkkulaðibragði enda þarf maður ekki mikið af henni því hún er svo saðsöm. Þessi slær á alla súkkulaðilöngun og vel það! Alvöru frönsk súkkulaðikaka: 120 g dökkt súkkulaði 70-85% ½ b íslenskt smjör eða kókósolía ¼ b hreint kakóduft ¾ b hunang eða agave 3 egg • Hitið ofn í 190°C og smyrjið 22-24 cm spring- form með smjöri eða kókósolíu. • Bræðið súkkulaði og smjör saman og hrærið þar til það er orðið mjúkt. • Blandið bræddu súkkulaði&smjör-blöndu við kakóduft, hunang og egg og hrærið þar til það er orðið að mjúku deigi. • Hellið deiginu í smurt formið og dreifið vel úr deiginu. • Bakið í 20-25 mín við 190°C hita eða þar til miðjan er bökuð. • Látið kólna í forminu í 15 mín. og losið úr forminu. • Þarnæst er bara njóta með þeyttum ekta rjóma, ferskum jarðaberjum og bros á vör og gleði í hjarta. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 Við verjum góðum tíma í Keflavíkurkirkju í þessum þætti en aldarafmæli kirkjunnar verður fagnað um komandi helgi. Séra Skúli S. Ólafsson er í viðtali, einnig Arnór Vilbergsson organisti og nokkrir kórsöngvarar. Í síðari hluta þáttarins förum við svo í parayoga. Viltu auglýsa í Sjónvarp i Víkurfrétta? Nánari upplýsingar ge fur Páll Ketilsson á pk et@vf.is Aldarafmæli og slakandi parayoga í þætti vikunnar!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.