Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 4
4 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR Smiðjuvegur 1 | Reykjavík | atak@atak.is | www.atak.is Tel. 554 6040 Óskum eftir að ráða starfsfólk í starfstöð okkar við Leifsstöð. Um er að ræða afgreiðslu á bílaleigubílum, starð felst að stærstum hluta í að þjónusta erlenda ferðamenn. Viðkomandi skal vera a.m.k. 23 ára, hörkuduglegur með ríka þjónustulund eiga gott með mannleg samskipti, stundvís, samviskusamur og reglusamur. Átak bílaleiga hefur alltaf lagt mikinn metnað í þjónustu sína við ferðamenn Íslenska jafnt sem erlenda. Viljum ráða í framtíðar- og sumarstörf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á atak@atak.is fyrir 18. maí. E X CE LLENT SER V IC E 19 7 9 – 2 0 1 4 35 YEARS Hefur þú ríka þjónustulund? -fréttir pósturu vf@vf.is Söngsveitin Vík- ingar með tónleika í Sandgerði í kvöld Xu Söngsveitin Víkingar verður með seinni tónleika sína á þessu vori í kvöld, fimmtudaginn 7. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:00. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Athugið: Tónleikarnir eru í boði Víkinganna og styrktaraðila þeirra og því er aðgangseyrir enginn. Stjórnandi Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson. Undirleikarar: Gunnlaugur Sigurðsson gítar, Einar Gunnarsson dragspil. NES með sumar- happdrætti – bæjarstjórinn keypti miða nr. 0001 Xu Íþróttafélagið NES, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum, er í fjár- ölfun til að fjármagna rekstur fé- lagsins. Meðal annars er verður NES með Sumarhappdrætti þar sem dregið verður út 5. júní næst- komandi og er sala á miðum hafin. Áætlað er að selja 3000 miða og kostar hver miði einungis 1500 kr. Heildar- verðmæti vinninga er um 778.000 kr. og hafa flestir vinningar komið frá fyrirtækjum hér á Suðurnesjum. „Við hjá NES þeim óendanlega þakklát fyrir þetta frábæra framlag þeirra. Sölufólk á vegum NES munu ganga í hús í maí og vonumst við eftir því að vel verði tekið á móti þeim. Einnig ætlum við að selja happdrættismiða í Krossmóa og fyrir utan Hagkaup og Bónus aðra helgina í maí, 8.-10. maí,“ segir Katrín Ruth Þorgeirsdóttir þroskaþjálfi og varaformaður NES í tilkynningu til Víkurfrétta. Áformað er að halda áfram upp-byggingu á fiskeldi á Stað í Grindavík. Fyrirhuguð er stækkun á eldisrými Íslandsbleikju úr 25 þúsund rúmmetrum í 66 þúsund rúmmetra með fjölgun eldiskerja og framleiðsluleyfi á bleikju úr 1600 tonn í 3000 tonn. Í þremur áföngum á að bæta við alls 22 (2000 m3) steyptum hringlaga ker- um. Greint er frá þessu á vefnum Grindavík.net. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggja nýja fóðurstöð og breyta vatnsmiðlun á áframeldissvæðinu með því að steypa miðlægar rennur í stað núverandi vatnsmiðlunart- anks. Með því að lækka vatnshæð miðlunartanka er hægt að minnka kostnað við dælingu. Í öðrum áfanga svo er gert ráð fyrir að steypa 12 ker vestan við áframeldiskerin sem fyrir eru á svæðinu. Þessi ker munu standa lægra en núverandi ker þann- ig að hægt verður að veita vatni á milli eldissvæða og endurnýta þannig hluta af eldisvatninu án þess að kosta miklu til við dælingu. Þriðji áfangi gerir svo ráð fyrir 10 kerum neðan við svokallað Hreiður og millistöð. Sú staðsetning gerir endurnýtingu mögulega frá þessum eldiseiningum og einnig frá seiðastöð. Markmiðið er að nýta vatnið í stöðinni sem allra best en það dregur úr kostnaði við dælingu og hefur þannig töluverða- hagræðingu í för með sér. niður- staða Skipulagsstofnunar að stækkun á eldisrými Íslandsbleikju ehf. og aukning á framleiðslumagni úr 1.600 tonnum í 3.000 tonn sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. XuVegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda aukatónleika til heiðurs Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára á þessu ári. Tónleikarnir verða í Stapa hinn 15. maí 2015 kl. 21:00. Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara. Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar. Rúnar var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokk- hljómsveitum Íslandssögunnar en hans er einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fáum við að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn. Einstök kvöldskemmtun sem væri ferlega svekkjandi að missa af. Fann flugvél á fiskhjöllum í Leiru Íbúi í Garðinum var að vafra um netið á vefsíðu sem fylgist með skipaumferð í leit að ákveðnu skipi. Vefsíðan notast m.a. við gervitunglamyndir sem sýna fast land. Eftir að hafa skoðað ski- paumferð um Garðsjóinn kom nokkuð óvænt í ljós. Þegar ger vitunglamyndin er skoðuð kemur í ljós flugvél á fisk- hjöllum í Leirunni, ekki langt frá golfvellinum. Miðað við flugstefnu er vélin ekki á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli heldur í mik- illi hæð á leið yfir landið, frá Evr- ópu til Ameríku. Þá má einnig sjá torkennilegan hlut í heiðinni fyrir ofan Garðinn. Hvort það er gervitungl eða annað, verða lesendur að meta sjálfir. Flugvélin á flugi yfir fiskhjöllunum í Leirunni. Er þetta gervitungl að flækjast inn á mynd- ina skammt ofan við byggðina í Garði? Hólmsvöllur í Leiru og flugvélin á flugi þar skammt frá yfir hjöllunum. Ástrós María Bjarnadóttir og Ingólfur Már Bjarnason seldu Kjartani Má Kjart- anssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar fyrsta happdrættismiðann. ÍSLANDSBLEIKJA STÆKKAR Í 3000 TONN Sveitapiltsins draumur á aukatónleikum – í Stapa hinn 15. maí 2015 kl. 21:00 Óskum eftir drífandi og metnaðargjarnri manneskju með góða enskukunnáttu. Sveigjanleiki í vinnutíma skilyrði. Hæfniskröfur: • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta Persónulegir eiginleikar einstaklings: • Drífandi, metnaðargjörn/gjarn og lausnamiðuð/miðaður • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu • Samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund • Skemmtileg(ur) FairCar er tóbakslaus vinnustaður.
 Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2015. Umsókn skal senda á starf@faircar.is ásamt ferilskrá. Frekari upplýsingar veitir Einar Hallsson, netfang einar@faircar.is, sími 659 9003. bílaleiga óskar eftir starfsmönnum við afhendingar, þrif og önnur tilfallandi störf.

 Sumarstarf með möguleika á framtíðarstarfi. 

 AÐALSKIPULAGSMÁL Í GRINDAVÍK Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 28. apríl 2015 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010 - 2030. Um er að ræða breytingu á neðsta hluta Víkurbrautar sem liggur syðst í elsta þéttbýlis- hluta Grindavíkur oft nefndur gamli bærinn. Lega Víkurbrautar á þessum umrædda hluta er færður á uppdrætti í það horf sem lega hennar er í dag vegna eignarhalds á landi og breyttra hugmynda um nýtingu lóða á svæðinu. Breytingin varðar eingöngu framsetningu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun í kjölfar samþykktar til staðfestingar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Ármanni Halldórssyni, armann@grindavik.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.