Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Hvernig komu þessir parajógatímar til? „Mig langaði svo mikið sjálfa að fara í parajóga og sameina jóga- tímana og samverustundir með manninum mínum. Svo fór ég bara að skoða og lesa mig til og ákvað í kjölfarið að bjóða upp á námskeið,“ segir Anna Margrét. Og hvernig líst manninum hennar á þetta? „Mér líst bara mjög vel á þetta. Skemmtilegt og gaman að gera eitt- hvað svona með konunni, annað en að sitja bara í sófanum og horfa á sjónvarpið. Mjög gott og maður er allur góður í líkamanum eftir svona tíma og nær einhvern veginn svona miklu betri teygjum þegar við erum tvö að þessu,“ segir Ingi Þór. Ég las í námskeiðslýsingu að þetta hefur svo góð áhrif á sam- band paranna, á hvernig hátt? „Í fyrsta lagi, þá er ekkert annað áreiti í jóga. Þá slekkur maður á símanum og það er ekkert annað sem truflar. Kennarinn leiðir þig áfram og þegar þú ert í parajóga þá er athyglin á sjálfum þér fyrst og fremst, síðan á makanum. Þú byrjar alltaf á að anda einn og sér og svo gerum við æfingar tvö saman. Þannig er athyglin algjör- lega á sjálfum manni og svo mak- anum.“ Og getur þetta á auðveldan hátt bætt samband fólks? Hefurðu séð það gerast? „Já ég er ekki í vafa um það. Þetta er bara svo nýtt námskeið en ég er viss um að þetta hefur jákvæð áhrif á öll sambönd.“ Þið hljótið að vera mjög sam- stíga par. Þið starfið saman í Hljómahöllinni og eruð svo saman hér líka. Er sambandið ekkert of mikið? „Nei, merkilegt, þá hefði maður haldið að við gætum fengið leið og á því að vinna saman. Við erum bara að elska þetta. Við erum svo skemmtileg,“ segja þau hlæjandi. Ingi Þór er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og Anna Margrét er uppalinn Selfyssingur. „Við tókum þá ákvörðun að flytja hingað. Við erum alsæl hér.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið hjá pörunum sem komið hafa hingað? „Þau hafa verið alveg ótrúlega góð og jákvæð. Ég vil bara fá fleiri pör, ég held að fólk sé pínu feimið. Ég hef fengið spurningar eins og: Þarf ég að vera liðugur til að koma eða verið í jóga áður? Er þetta eitthvað tantra-jóga? Þetta gengur bara út á að vera saman, gera öndunaræfingar, teygjuæf- ingar og styrktaræfingar. Mjög góð og endurnærandi slökun í lokin. OM-setrið í Reykjanesbæ hefur boðið upp á einu parajógatíma landsins: Maður er allur góður í líkamanum eftir svona tíma Anna Margrét Ólafsdóttir bauð í vetur upp á parajógatíma í ÓM-setrinu í Kjarnanum í Reykjanesbæ. Líklega er um að ræða einu para- jógatímana á landinu. Tímarnir eru ekki aðeins fyrir kærustupör og hjón, heldur hafa mæðgur og vinir komið og sótt tímana. Víkurfréttir litu við og hittu þar Önnu Margréti og unnusta hennar, Inga Þór Ingibergsson. Kærustuparið Anna Guð-rún Heimisdóttir og Arnar Stefánsson eru meðal þeirra para sem sótt hafa námskeiðið og tók Víkurfréttir þau tali. „Þetta er bara æðislegt, gott að komast út og vera saman, gera eitthvað annað en að sitja uppi í sófa. Ég var búin að stunda jóga og var að draga hann með mér núna,“ segir Anna Guðrún og Arnar tekur undir það og segir þetta fína og skemmtilega til- breytingu. Var ekkert mál að sannfæra þig [Arnar] um að koma í jóga? „Nei, hún var búin að gera þetta í einhver tvö ár og ég var búin að fylgjast með henni og læra eitt- hvað smá af henni. Ég sé hvað henni líður vel og hvað þetta hefur góð áhrif á hana. Ég bara varð að prófa þetta.“ Hefðirðu farið í jóga sem er ekki parajóga? „Ég veit það ekki alveg. Þetta var bara gott tækifæri til að prófa og kúpla sig frá vinnunni.“ Er þetta búið að hafa góð áhrif á ykkar samband? „Já þetta er bara mjög gott. Gott að koma hingað og vera saman. Við gerum alls kyns jafnvæg- isæfingar og setjum smá traust á hvort annað,“ segir Anna Guð- rún. Þetta er svolítið auðvelt til að byrja með þegar við erum að læra grunninn, svo verður þetta bara jafn erfitt og maður vill hafa það. Svo er bara mjög gott að slaka á saman í lokin,“ segir Arnar. Spurð segjast þau svo að lokum alveg til í að fara á framhaldsnámskeið. Æðislegt að gera eitthvað annað en að sitja uppi í sófa Þetta er ekki bara fyrir kærustupör eða hjón. Hingað komu mæðgin um daginn, vinkonur og allskonar. Við hvetjum allar gerðir para til að koma og prófa. Það þarf engan sér- stakan grunn, ég reyni bara að fara rólega og í grunnöndunaræfingar og léttar líkamsæfingar sem pör geta gert saman. Svo er gaman að bæta því við að þetta er náttúrulega heilsurækt og líkamsrækt líka. Það var hérna ein um daginn sem fékk harðsperrur á stöðum þar sem hún hélt hreinlega að hún hefði ekki vöðva. Þá var greinilega kominn tími á að fara í jóga,“ segir Anna Margrét, sem er um þessar mundir með byrjendanámskeið í jóga og kennir opna tíma alla miðvikudaga frá 12:05-12:55. Tilvalið sé að skella sér í hádegishléinu. Einnig ætlar hún að skella sér i aerial jógakenn- aranám í byrjun júní og kenna það svo næsta vetur. Tekur frí frá bæjar- stjórn til að ná heilsu á ný XuBr yndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í Grindavík hefur óskað eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Grindavíkurbæjar. Beiðni hennar var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar Grindavíkur í gær. Leyfið stendur frá og með 1. júní 2015 til 31. maí 2016. „Forseti bæjarstjórnar, bæjarfull- trúar og Grindvíkingar allir. Haustið 2013 greindist ég með vefjagigt en þá hafði ég verið veik frá því snemma árið 2009 án þess að vita hvað væri að. Síðustu tvö ár hef ég markvisst unnið að því að ná að samtvinna vinnu, bæjarstjórn og einka- líf ásamt því að hafa tíma til að hlúa að heilsunni. Lykilatriði fyrir þá sem glíma við vefjagigt er jafnvægi, nægur svefn og hóflegt álag, bæði líkamlegt og andlegt. Því miður hefur mér ekki tekist að finna þetta jafnvægi, verandi í krefjandi starfi í Reykjavík sem lögfræðingur, oddviti Framsóknar í Grindavík ásamt því að geta sinnt einkalífi og heilsunni. Er því komin sá tími er ég verð að láta líkamlega heilsu í fyrsta sæti og óska ég því eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 1. júní 2015 til 31. maí 2016 þar sem ég mun flytja úr sveitarfélaginu um stundarsakir til að geta einbeitt mér betur að því að ná heilsu,“ segir í erindi Bryndísar sem lagt var fyrir bæjarstjórn Grindavíkur. Ert þú með mynd- ina af Díönu Ross? XuNú er leitað að ljósmynd af söngkonunni Díönu Ross þar sem hún skoðaði víkingaskipið Ís- lending í Ameríkuför skipsins árið 2000. Hjálmar Árnason, þáverandi þingmaður, tók myndina af söng- konunni um borð í Íslendingi. Myndin var lánuð í umfjöllun um Íslending. Nú, 15 árum síðar, er ekki vitað hver er með þetta eina eintak af myndinni eða hvar umfjöllunin var. Ef þú lesandi góður veist hvar myndina af Diönu Ross um borð í Íslendingi er að finna, vinsamlegast sendu ábendingu um það til Víkurf- rétta á póstfangið hilmar@vf.is. Ævi alþýðustúlku í nýrri bók Pálma Ingólfssonar Xu „ Ævi alþýðustúlku - á fyrri hluta 20. aldar“ er ný bók eftir Pálma Ingólfsson. Í bók- inni eru minningar a l þýðu stú l ku f r á barnmörgu heimili í Út-Garði í námunda við Garðskagavita. Sagan nær frá því hún fæddist árið 1917 og þar til hún giftir sig árið 1948, þá 31 árs. Hún lýsir á lifandi og skemmtilegan hátt æsku sinni og uppvexti. Margt drífur á daga hennar og eru margar skemmtilegar frásagnir í bókinni. Hún h le ypir he imdraganum snemma og fer í vist 10 ára gömul og næstu árin er hún að mestu að heiman öll sumur. Hún kostar sig sjálf til náms í Kvennaskólann á Blönduósi. Þar er hún veturinn 1936-1937 og svo hálfan veturinn 1938-1939. Hún vann á ýmsum stöðum á landinu, m.a. sumarið 1941 á Reyðarfirði á matsölu sem rekin var fyrir breska hernámsliðið, en síðustu árinu áður en hún gifti sig vann hún í Reykjavík í verslun Alþýðubrauðgerðarinnar í Banka- stræti. Það er fremur létt yfir þessum endurminningum og fleiri frásagnir af skemmtilegum atburðum en leiðinlegum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.