Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR Hversu mikið vissir þú um landið, íslenska sundmenn og sundmenn- ingu áður en þú lentir á Íslandi? Ég vissi næstum ekkert. Þegar ég var boðaður í viðtal vegna starfs- ins fór ég að kynna mér íslenska sundið, þann árangur sem náðst hefur á Íslandi, sögu ÍRB og al- mennt um landið. Ísland er 5. landið sem ég bý í en ég er mikið fyrir að ferðast og upplifa eitthvað nýtt. Hver voru þín markmið og hug- myndir með liðið þegar þú tókst við? Liðið vildi koma sér aftur í fremstu röð á Íslandi. Þar sem að við búum í fremur litlu samfélagi með tak- markaða háskólamöguleika á svæðinu var mér það ljóst snemma að ÍRB myndi mögulega alltaf verða lið þar sem að elstu sundmennirnir úr heimabyggð væru 19 ára eða yngri. Ég vildi samt sem áður koma hingað til að sanna mig og sanna að ég gæti byggt upp farsælt sundlið. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvers konar áskoranir ég átti eftir að glíma við á leið minni þangað, sérstaklega þegar kemur að ólíkum venjum. Skoðanir mínar hafa ekki breyst mikið á þeim tíma sem ég hef verið hér, ég hef aðlagað mig að íslenskum háttum en ég held samt að krakkarnir hafi aðlagast mér meira ef eitthvað er. Hverjir hafa topparnir verið á ferli þínum hér hjá ÍRB? Ég er sérstaklega stoltur af síðustu árum mínum mínum hjá félag- inu. Ég veit að flestir sundmenn- irnir muna eftir fyrsta AMÍ mót- inu okkar saman þar sem að við unnum mótið með minnsta mögu- lega mun, þá unnum við það mót í fyrsta skipti í þó nokkurn tíma. Það var mjög spennandi þar sem að við vorum ekki hátt skrifuð fyrir mótið. Það að sjá deildina styrkj- ast bæði fjárhagslega og gæðalega með tímanum hefur verið einkar ánægjulegt og það sýnir hversu miklum framförum við höfum tekið. Það að verða sigursælasta liðið á ÍM50 um daginn var líka stórkostlegt. Að sjá Kristófer og Sunnevu (iðk- endur hjá ÍRB) ná yfir 750 FINA stig var æðislegt og að þau hafi bæði keppt á heimsmeistaramót- inu í Quatar var ánægjulegt. Það sem stendur þó upp úr var að lesa hvað þau höfðu að segja í viðtali við VF þar sem þau sýndu að þau hafa vaxið í að verða frábærir íþrótta- menn sem takast á við verkefnin af alúð og þroska. Ég hef sjaldan verið jafn stoltur og mér fannst ég hafa snert líf þeirra á jákvæðan hátt. Þau hafa sannað að maður uppsker eins og maður sáir. Ég er einnig mjög ánægður með þá breidd sem liðið býr yfir í dag. Það eru ekki bara einstaklingar að skara fram úr. Þetta er sterk liðsheild framar öllu. Það verður gaman að fylgjast með framgangi mála hjá þeim í framtíðinni. Einhverjar lægðir sem þú manst eftir? Í þjálfun skiptast á skin og skúrir. Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs og maður verður alltaf pirr- aður að sjá íþróttamenn sem leggja ekki nóg á sig til að ná fram því besta í sjálfum sér. Eins er maður ánægður að sjá árangur hjá þeim sem fara hina leiðina og eru til- búin að leggja sig alla í þetta. Mér hefur þó verið kennt að ef maður er að gera öllum til geðs og allir eru sáttir við mann er maður ekki að ýta nógu mikið á eftir árangri. Það verður enginn óbarinn biskup eins og þeir segja og ég hef pre- dikað það áfram. Ég bjóst aldrei við að allt gengi smurt fyrir sig í gegnum minn tíma hér en það sem mér finnst mikilvægast er að vita að þeir sem tóku prógramminu opnum örmum og lögðu sig alla í það höfðu gaman af, lærðu helling og reyndu að ná fram því besta í sjálfum sér. Það voru margir sundmenn, fjöl- skyldur þeirra, aðrir þjálfarar og annað fólk sem sögðu að mér myndi mistakast og voru andstæð því sem við vorum að gera hjá ÍRB. Það var leiðinlegt að heyra svona slúður sem rataði alltaf beint til mín í svona litlu landi. En nú, nokkrum árum seinna, er það ég sem brosi breiðast. Hvað er svo næst á dagskránni hjá þér? Í augnablikinu er allt í vinnslu, þannig lagað. Ég er að mögulega að flytja mig yfir til Hollands þar sem ég vann í kringum landslið- sprógrammið þar í febrúar, sem var ótrúleg reynsla. Mér var boðin vinna við ráðgjöf með áherslu á frammistöðugreiningu og þeir eru einnig að reyna að finna hlutverk fyrir mig í starfsliði unglingalands- liðsins þar í landi sem mun henta mér. Það er viss áhætta fólgin í því að yfirgefa ÍRB en mér finnst ég hafa gert allt sem ég gat boðið fram með það mótlæti sem ég mætti og tel ég því að nú sé rétti tíminn til að kveðja. Hvers muntu helst sakna við Ísland og ÍRB? Mér er farið að þykja mjög vænt um klúbbinn. Síðustu ár hafa verið stórkostleg. Sundmenn sem hafa ekki viljað vera með í bátnum á þeim forsendum sem ég hef sett hafa yfirgefið liðið og ég sat eftir með víðsýnni hóp af sundmönnum og fjölskyldum sem standa þeim að baki sem voru tilbúin að setja traust sitt á mig og hafa trú á þeim hugsjónum sem ég trúi að skili ár- angri og árangurinn talar fyrir sig sjálfur þegar upp er staðið. Ég hef eignast yndislega vini hér sem eru mér sem fjölskylda. Þá er ég einnig með yndislega yfirmenn sem ég mun sakna og er starf þeirra mjög vanmetið að mínu mati. Þeir eru miklir dugnaðarforkar sem vinna sleitulaust að því að efla klúbbinn og ber ég mikla virðingu fyrir þeirra starfi. Ég mun sakna þess að fara út í fal- lega íslenska náttúru, margar af mínum uppáhalds stundum hafa verið í ferðum um þetta einstaka land. Ég hef upplifað bæði gott og slæmt veður í þessum ferðum og alltaf hefur verið gaman. Ég mun hins vegar ekki sakna veðursins á venjulegum dögum almennt. Fyrir vina mína sem þjálfa í úti- laugum um land allt, tek ég hattinn ofan fyrir. Þeir eru guðir á meðal manna! Mun ítarlegri útgáfu af viðtalinu við Anthony verður að finna á vef Víkurfrétta í fyrramálið. Kom hingað til að sanna að ég gæti byggt upp farsælt sundlið Anthony Douglas Kattan hefur sinnt yfirþjálfun sundliðs ÍRB undanfarin fimm ár með frábærum árangri en liðið vann flest verðlaun á ÍM50 fyrr í mánuðinum. Þessi 31 árs Ný-Sjálendingur var sjálfur lands- liðssundmaður áður en hann hóf þjálfun en þjálfaraferill hans spannar veru í Nýja- Sjálandi, Hong Kong og á Íslandi auk fjölda annarra landa þar sem hann hefur sótt sér reynslu og þekkingu. Anthony kveður lið ÍRB eftir tímabilið og hann settist niður með íþróttafréttamanni VF til að ræða tíma sinn á Íslandi og sína ásýnd á íslenska sundmenningu. -íþróttir pósturu siddi@vf.is Margrét tekur við Keflavíkurkonum Körfuknattleiksdeild Kefla-víkur gefur gengið frá ráðningum á þjálfarateymi fyrir bæði karla- og kvennalið liðsins fyrir næsta tímabil. Margrét Sturlaugsdóttir tekur við sem aðalþjálfari kvennaliðs Kefla- víkur og verður þar með önnur konan í sögu liðsins til að stýra liðinu. Margrét á langan feril að baki sem bæði leikmaður og þjálfari þar sem hún hefur m.a. þjálfað yngri landslið Íslands síðustu ár og þá er hún einnig að- stoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Henni til halds og trausts verður Marín Rós Karlsdóttir. Þá fram- lengdi Bryndís Guðmundsdóttir samning sinn við keflavík til næstu tveggja ára. Sigurður Ingimundarsson verður áfram aðalþjálfari meistaraflokks karla og honum til aðstoðar verður Einar Einarsson. Magnús Gunnarsson samdi við liðið að nýju eftir að hafa leikið með Grindvíkingum og Skallagrími á síðustu leiktíð og Valur Orri Vals- son framlengdi samning sinn til næstu 3ja ára og þá hefur Ágúst Orrason söðlað um og skipt yfir úr liði Njarðvíkur og mun leika í bláu næsta tímabil. Önnur umferð Pepsí deildar karla fer fram á sunnudag þar sem að Keflvíkingar freista þess að vinna sín fyrstu stig þegar liðið sækir FH-inga heim í Kaplakrika, en FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið. FH-ingar sigruðu KR-inga í síð- ustu umferð 1-3 á meðan Kefla- vík lá heima gegn Víkingum 1-3. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki par sáttur með þau úrslit þar sem að Kefl- víkingar fengu á sig þrjú mörk úr föstum leikatriðum. Kristján var nokkuð sáttur með fram- lag sinna manna í síðasta leik heilt yfir en ljóst er að slípa þarf saman vörnina þar sem að tveir nýir leikmenn leika í öftustu línu ásamt nýjum markmanni liðsins. Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði liðsins, segir að liðið þurfi að bíta frá sér í Kaplakrika og að hann eigi ekki von á því að neinn leikur verði auðveldur á þessu tímabili. Aðspurður um ný andlit sem leika með honum í varnarlínu liðsins sagðist Har- aldi lítast vel á piltana. Hann sé ánægður með að fá Guðjón Árna Antoníusson aftur heim og að hann þekki allir sem fylgst hafa með íslenskum fótbolta. Spán- verjarnir tveir vita að hverju þeir ganga enda hafa þeir báðir spilað áður í Pepsí deildinni áður. Leikur FH og Keflavíkur hefst kl. 19:15 í Kaplakrika. Þeir félagar Viljar Goði Sigurðsson og Logi Frið- riksson úr Vogunum kepptu á Barnamóti taekwondosamband Íslands á dögunum. Æfingar hófust í Vogunum í haust við góðar móttökur. Logi vann til gullverðlauna í tækni og bronsverðlauna í bar- daga og Viljar vann til silfurverð- launa í bardaga. Þessir hressu drengir eiga framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Æfingar í Vogunum er á mánu- dögum og fimmtudögum kl 17- 18. Þurfum að slípa vörnina -segir Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, sem mæta FH Fyrstu taekwondo verðlaunin í Vogum Viljar Goði Sigurðs- son og Logi Friðriks- son.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.