Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR 10 heilsutips fyrir góða meltingu Það eru margt sem getur haft truflandi áhrif á meltinguna okkar og þættir eins og mataræði, fæðuóþol, streita, hormónaójafnvægi, kyrrseta, tilfinningalegt álag, aukaefni í fæðu, sníkjudýr, bakteríur, lyf/áfengi og óreglulegur svefn geta sett meltinguna í ójafnvægi. Hér eru nokkur tips sem geta stuðlað að betri meltingu. Borðaðu ferska, náttúrulega og trefjaríka fæðu. Byggðu stóran hluta máltíða þinna á miklu grænmeti ásamt lítillega af ávöxtum. Notaðu gróf kolvetni eins og hafra, rúg, bygg, heil- hveiti/spelt, quinoa og fræ. Það getur verið gott að taka inn husk trefjaduft 1-2 msk að kvöldi með stóru vatnsplasi. Drekktu nóg af vatni og fínt að miða við 2L á dag. Vatn nærir allann líkamann, styður við upptöku næringarefna og hreinsar úrgangsefni úr ristlinum. Prófaðu að taka inn góðgerða eins og acidophilus gerla, lífræna ab-mjólk eða nota sýrt grænmeti sem meðlæti (fæst frá Móðir Jörð í heilsubúðum). Þetta byggir upp heilbrigða þarmaflóru sem er afar mikilvægt fyrir góða meltingu. Veldu grænt! Mikið af þessu græna í náttúrunni getur oft haft örvandi áhrif á meltinguna eins og grænkál, spínat og annað kál. Það getur líka verið gott að taka inn chlorella, hveitigras duft eða bygggras duft til að örva meltinguna og hreinsa ristilinn. Forðastu unna fæðu og aukaefni í mat sem getur haft truflandi áhrif á slímhúðina í meltingarvegi. Fæða eins og hveiti, glútein, sykur, bragðefni eins og MSG geta haft áhrif á þá sem eru með við- kvæma meltingu. Slakaðu á meðan þú borðar og tyggðu matinn vel til að draga úr uppþembu og meltingartruflunum. Of mikið álag og streita getur beinlínis valdið hægðatregðu. Tileinkaðu þér að borða þig ekki fullsadda/n eða þar til þú ert 80% saddur/södd. Ofát eykur allt álag á meltingarfærin og getur ýtt undir uppþembu, brjóstsviða og hægðatregðu. Forðastu að borða seint á kvöldin eða rétt fyrir svefn. Gefðu meltingunni hvíld á kvöldin og stundum er jafnvel gott að hafa létta máltíð á kvöldin og borða aðalmáltíðina í hádeginu. Prófaðu að sleppa að borða 3 klst fyrir svefn og sjáðu hvaða áhrif það hefur á meltinguna og líðan. Hreyfðu kroppinn! Öll hreyfing hefur örvandi áhrif á vöðvana í meltingarveginum og eykur blóð- flæði og þ.a.l. frásog næringarefna. Reyndu að ná 30 mín hreyfingu helst daglega. Örvaðu meltingarkerfið. Borðaðu beiska fæðu eins og klettasalat og beiskt grænmeti en það eykur framleiðslu á meltingarsöfum og örvar lifrina og gallblöðru. Annað sem gott er að nota er t.d. sítrusávextir eins og grape og sítróna, piparmyntu te, fennel te, dandelion te (frá Clipper), magn- esíum duft, lífrænn aloe vera safi, engifer og chia fræ. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram.com/asdisgrasa, www.grasalaeknir.is HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Mu n n h ör p u r, my n d i r o g munir úr eigu Guðmundar Snælands, Gvendar þribba, þekkts bæjarbúa í Keflavík, fundust við til- tekt á elliheimilinu Hlévangi nýlega en þar dvaldi hann síðustu ár sín. Finnbogi Björnsson fráfarandi framkvæmdastjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum afhenti munina til Reykjanesbæjar og tóku Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar við þeim. Ekki er ólík- legt að Guðmundur fái einhvern sess í Hljómahöllinni. Keflvíkingar sem eru komnir um miðjan aldur muna margir eftir Guð- mundi Snæland úr bæjarlífinu. Það er skemmtileg lýsing á honum í afmæl- isgrein þegar hann varð sextugur, í dagblaðinu Tímanum, árið 1971 en Guðmundur var fæddur 1911 á Ísa- firði og dó í Keflavík árið 1981, sjö- tugur að aldri. Í greininni segir svo: Af manninum, Guðmundi Snæland er það að segja, að ýmsum þykir hann skera sig nokkuð úr hópnum, þar sem hann stendur, hvítfextur og fótfrár að upplagi, með lífsbikarinn fylltan súrri veig eða sætri á víxl, eins og gengur. Í amstri dægranna hefur hann leikið sér að því að „dansa í gegn“ í öllum veðrum. Hann er kátur eins og krían, blæs í eigin hörpu eins og hún, og melódían fýkur með storminu víða vegu.“ Munnhörpur og fleiri munir frá Gvendi þribba -mannlíf pósturu vf@vf.is Finnbogi Björnsson, Tómas Young og Kjartan Már Kjartansson með muni tengda Gvendi þribba. VF-mynd/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.