Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Margir hafa leitað í útiveru undanfarið þegar sólin fór loksins að skína skært á heiðskírum himninum. Lóur hafa óvænt gert sig heima- komnar í görðum fólks, mörgum til mikillar gleði. Það hlýtur að vera auðveldara að fá sumar í hjartað þegar vorboðinn ljúfi, sem venju- lega hefur haldið sig í móum og á melum, er kominn svona nálægt byggðum mannfólksins. Enda eiga langflestar skepnur að geta lifað saman í ró og spekt og notið samverunnar. Heilu fjölskyldurnar hafa einnig hópast saman í útileiki að undan- förnu. Samvera foreldra og barna úti er mögulega mikilvægari en inni því súrefnið og hreyfingin gera öllum svo gott, fyrir líkama og sál. Slíkt ætti í raun að vera sjálfsagðari og reglulegri þáttur í heilbrigðu fjölskyldulífi. Atli Freyr Demantur hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í nýjasta myndbandi Of Monsters and Men, I Of the Storm. Hann var fyrsta fórsturbarn Karenar Jónsdóttur og Vilhjálms Einarssonari sem voru til umfjöllunar í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Í viðtali í nýjustu Víkurfréttum segir Atli Freyr að mikilvægast hafi einmitt verið að fá að upplifa heilbrigt heimilislíf. Heilbrigt heimilislíf einkennist m.a. af samskiptum þar sem virðing, kærleikur, gagmkvæmur skilningur og tillitssemi ríkja. Við getum kallað það jafnvægi. Ef fjölskyldur venja sig á þannig samskipti smit- ast þau eðlilega til vinnustaða eða annarra viðverustaða foreldranna og í skólana og frístundirnar hjá börnunum. Samskipti og hreyfing sameinast í vinaliðaverkefni sem virkjuð hafa verið í sumum grunnskólum á Suðurnesjum. Þau ganga út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í frí- mínútum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga. Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst með þrefaldri setningarathöfn í dag, þar sem þátttakendur eru allir 10 leikskólarnir, sex grunnskólar og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Allir eru með og markmið hátíðarinnar er m.a. að skapa vettvang fyrir fjölskyldur til notalegrar samvinnu þeim að kostnaðarlausu. Sem sagt, nóg í boði fyrir fjölskyldur að gera saman. Heilsueflandi samvera -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar Eyþór Sæmundsso , eyth r@vf.is Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 00, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, ími 421 0000, a dis@vf.is P Prentun: La dspre t hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is -viðtal pósturu olgabjort@vf.is „Já við erum hér á fullu og vinnum af sömu fram- kvæmdagleði og foreldrar mínir gerðu með okkur í fjölskyldufyrirtækinu yfir 40 ár með Ofnasmiðju Suðurnesja og svo með Hótel Keflavík frá árinu 1986. Í dag erum við með á þriðja tug iðnaðarmanna og stafsmanna að hreinsa út veggi og gólfefni á 4. hæð hótelsins. Þar erum við að vinna við að stað- setja fyrsta hlutann af Diamond Suites sem staðsett verður á efstu hæð hótelsins og reiknum við með að hafa 8 svítur til leigu í haust,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri í viðtali við Víkurfréttir. Samt sem áður þurfi að koma þessu rými í gagnið fyrir 20. maí því þá sé því sem næst fullbókað út sumarið. Loka- frágangur og húsbúnaður til að svíturnar standist fimm stjörnu kröfur komi inn í rólegheitum næstu sex mánuði. 18 svítur og meiri lúxus Diamond Suites á Hótel Keflavík verður þar með sem fyrsta fimm stjörnu hótel landsins. „Við ætlum alla leið í þessari framkvæmd með glæsilega innanstokksmuni og þjónustu og munum í mörgum þáttum vera með meiri lúxus en kröfur er gerðar um til fimm stjörnu hótela á alþjóðamarkaði. Ef vel gengur höfum við hafið hönnun á viðbótarhæð ofan á Vatnsnesveg 14 og ofan á álmuna við Framnesveg, samtals með 10 stórum svítum þannig að til lengri tíma litið yrðu 18 svítur reknar undir merkjum Diamond Suites, en 77 á Hótel Keflavík,“ segir Steinþór og bætir við að öll herbergi og almennt rými á Hótel Keflavík séu og verði að sama skapi í miklum endurgerðarfasa. „Þar verðum við með herbergi sem við viljum kalla 4 stjörnu superior og þá tengjum við okkur enn betur við fimm stjörnu her- bergin á Diamond Suites.” Hundruð milljóna framkvæmdir Aðspurður um áætlaðan heildarkostnað vegna fram- kvæmda síðustu tvö ár og til að klára fimm stjörnu framkvæmdir á Diamond Suites og ytra byrðis Hótel Keflavík, sem og endurnýjun herbergja, segir Stein- þór þessar framkvæmdir hlaupa á hundruð milljóna króna. „Uppbygging hótelsins hefur þegar tekið tæp 30 ár en við sjáum í raun fyrir endann á þeim fyrir næsta vor á 30 ára afmæli hótelsins en þá verður tekin ákvörðun hvort við förum í þessa frekari stækkun á Di- amonds Suites. Við er sérstaklega ánægð með að þetta fyrsta fimm stjörnu hótel landsins sé staðsett í Keflavík því við höfum frá upphafi haft mikla trú á okkar bæjar- félagi og þessi stóra fjárfesting sýnir að hugur fylgir máli,” segir Steinþór að lokum. Fyrsta 5 stjörnu stjörnu hótel landsins í bígerð hjá Hótel Keflavík: Vinnum af sömu framkvæmda- gleði og foreldrar mínir Hér eru fyrstu drög af stækkun Diamond Suites á Hótel Keflavík en þar yrðu tíu svítur til viðbótar þeim átta sem teknar verða í notkun í vetur. ÍAV óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn til starfa. Mikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af járnsmíðavinnu. Nánari upplýsingar veitir Húnbogi í síma 693-4257 Umsóknum skal skila á vef ÍAV, www.iav.is Járniðnaðarmenn á Suðurnesjum Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.