Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is „Ég er bara í þessum töluðu orðum að kalla bátana okkar inn og stöðva makrílveiðarnar, segir Guðmundur J. Guðmundsson hjá Saltver í Njarðvík. Innflutnings- bann á makríl í Nígeríu kemur á versta tíma, að sögn Guðmundar, þar sem júlímánuður hefur ein- mitt verið góður mánuður varð- andi sölu á makríl þangað. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hafa stjórnvöld í Nígeriu sett á innflutningsbann á makríl sem ásamt erfiðu ástandi á Rússlands- markaði, hefur sett alla veiði og vinnslu á makríl í mikla óvissu. „Við unnum 1500 tonn af makríl á síðustu vertíð og stefndum að því að vinna allt að þrjú þúsund tonnum á þessari vertíð. Þessi sölu- tregða sem við stöndum nú frammi fyrir hefur gert það að verkum að ólíklegt er að þau markmið náist,“ sagði Guðmundur og bætti við að staðan á mörkuðum væri mjög al- varleg. Guðmundur sagði að vinnslan hjá þeim hefði byrjað um síðustu helgi og að stefnt hefði verið að því að vinna makríl fram í sept- ember. Unnið hefur verið allan sólarhringinn á tveimur tólf tíma vöktum í Saltver. Eftir að mak- rílnum er landað er hann flokkaður og viktaður í verksmiðju í Helgu- vík og síðan er hann pakkaður og frystur heill í 10 kg pakkningum hjá Saltver í Njarðvík „Við erum núna að vinna makríl í verktöku fyrir Samherja en þegar því er lokið mun vinnsla stöðvast þar til eftir verslunarmannahelgi. Þá er mak- ríllinn líka verðmætari þar sem hann verður laus við átu og fitu- meiri en hann er núna. Vonandi verður þá eitthvað búið að rætast úr sölumálum,“ sagði Guðmundur að lokum. HLJÓMAHÖLL UMSJÓNARMAÐUR VEITINGA ÓSKAST LJÓSANÓTT 2015 3. – 6. SEPTEMBER SÖLUAÐILAR Á LJÓSANÓTT SKRÁÐU ÞINN VIÐBURÐ Á LJÓSANÓTT Hljómahöll óskar eftir því að ráða umsjónarmann veit- inga. Umsjónarmaður veitinga Hljómahallar er ábyrgur fyrir allri veitingaþjónustu í húsinu s.s. vínveitingum, aðkeyptri vöru og þjónustu, eftirliti og samskiptum við utankomandi veitingamenn auk eftirlits og umsjónar með tengdum tækjum, búnaði og húsgögnum Hljóma- hallar. Um fullt starf er að ræða með mjög sveigjan- legan vinnutíma. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young, framkvæmda- stjóri Hljómahallar, (tomas@hljomaholl.is). Umsækjendur þurfa að hafa náð a.m.k. 25 ára aldri. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur og ítarlegri upplýsingar um starfssvið. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ertu með góða hugmynd fyrir Ljósanótt? Ertu með góðan stað fyrir góða hugmynd? Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum á Ljósanótt eru hvattir til að hafa samband með tölvupósti á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is eða í síma 421 6700. Skráning er hafin á sala@ljosanott.is. Íþrótta-, menningar- og líknarfélög í bæjarfélaginu fá sérstök kjör. Hafið samband sem fyrst. Allar nánari upplýsingar og eyðublöð á ljosanott.is Verður þú með viðburð á Ljósanótt? Sýningu, uppákomu, skemmtun eða annað… Mundu þá að skrá viðburðinn á ljosanott.is Þannig birtist hann í dagskrá Ljósanætur. Berist hann fyrir 23. ágúst fer hann einnig í prentaða dagskrá. Eldur kviknaði í söluturninum Brautarnesti við Hringbraut á þriðjudagskvöld og er ljóst að húsnæðið varð fyrir verulegum skemmdum. Brunavarnir Suðurnesja fengu út- kall vegna elds kl. 20:22 og var búið að slökkva hann kl. 20:50. Mik- ill eldur var í byggingunni þegar slökkvliðið kom á vettvang og svartur reykur. Eldsupptök voru á lager og log- aði eldur í viftu í húsvegg. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði þar út um gatið og komst eldurinn þannig í þakskegg hússins. Að sögn Ómars Ingimarssonar aðalvarðstjóra var töluverður hiti í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang og mátti litlu muna að illa færi. „Það var stutt í það að eldur- inn færi í þakið og þá hefði farið verr. Enginn var í húsinu þegar kviknaði í og var söluturninn lok- aður. Þykir of vænt um þessa sjoppu til að hætta -Rúna Björt Garðarsdóttir rekstrarstjóri Brautarnesti er íbúum vel kunn og elsta sjoppan í bænum og því ef- laust margir sem velta því fyrir sér hvort reksturinn muni hætta eftir þetta áfall. Víkurfréttir heyrðu í Rúnu Björt Garðarsdóttur rekstrar- stjóra Brautarnestis og sagði hún að tryggingarnar væru nú að meta tjónið en að eigendur stefni að því að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir þetta áfall. „Við erum enn í nokkru sjokki en við munum setjast niður og taka betur stöðuna þegar hlutirnir skýrast. Það er ljóst að það þarf að hreinsa út allt í húsinu og endur- byggja frá grunni. En við getum ekki látið þetta fara, okkur þykir of vænt um þessa sjoppu og við munum gera allt til þess að opna hana aftur”. Bruni í Brautarnesti -verulegar skemmdir urðu á húsnæðinu Makrílbátar á leið í land og veiðar að stöðvast -Ástæðan sölutregða á mörkuðum Makrílfrysting er í gangi í Salt- veri sem fyrirtækið vinnur fyrir aðra útgerðaraðila. Bæjarráð Reykjanesbæjar ósátt við skýrslu Rögnunefndar XuBæjarráð Reykjanesbæjar gerði á fundi sínum í síðustu viku, athugasemdir við þá að- ferð sem beitt var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs og koma fram í skýrslu svokallaðrar Rögnu- nefndar. Bókun bæjarráð frá því í morgun er svohljóðandi: „Telja verður furðulegt að ekki voru skoðaðir þeir kostir sem augljósastir eru fyrir innanlands- flug þ.e. Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur. Að komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé að staðsetja nýjan flugvöll í aðeins 15 mínútna akstursfjar- lægð frá Keflavíkurflugvelli með tilheyrandi kostnaði, er auðvitað óskiljanlegt, þegar nánast allir innviðir fyrir innanlandsflugið eru tilbúnir í Keflavík. Bæjarráð áréttar fyrri skoðun sína að ef og þegar ákveðið verður að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík er Keflavíkurflugvöllur skynsam- legasti kosturinn,“ segir í bókun bæjarráðs.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.