Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 11
12 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR Ke f l v í k i n g u r i n n o g hönnuðurinn Halla Bene- diktsdóttir hefur verið ráðin um- sjónarmaður Jónshúss í Kaup- mannahöfn sem er nú félags- heimili Íslendinga, minningar- safn um Jón Sigurðsson og Ingi- björgu og bókasafn auk þess sem ýmiss félög hafa aðstöðu í húsinu. Halla hefur búið og starfað í kaup- mannahöfn ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2009 og hefur hún að eigin sögn verið virkur notandi Jónshúss frá upphafi. Það hvarlaði þó ekki að henni að sækja um starf umsjónarmanns þegar hún frétti að það væri laust til umsóknar en eftir áeggjan vinkvenna lét hún til skarar skríða. „Ég mæti í Jónshús nokkrum sinnum í hverri viku. Á laugar- dögum er íslenskuskóli í húsinu og ég hef verið svo heppin að vera kennarinn. Þar fæ ég tækifæri til að kenna stórum hópi af íslenskum börnum íslensku,“ segir Halla en einnig fer fram öflugt félagsstarf í húsinu. „Eitt af hlutverkum Jónshúss er að vera rammi utan um félags- starf hinna fjölmörgu Íslendinga sem búa í Kaupmannahöfn. Ég er í hópi kvenna sem standa fyrir prjónakvöldum en fyrsta fimmtu- dag í hverjum mánuði mæta fé- lagar Garnaflækjunnar í Jónshús með prjónana. Í Jónshúsi er líka fundaraðstaða fyrir hin ýmsu fé- lög Íslendinga, Ég er formaður í einu þeirra og fundum við í Félagi kvenna í atvinnulífinu í Danmörku í Jónshúsi.“ Halla hefur fengist við fjölda verk- efna í Kaupmannahöfn, bæði sem kennari og hönnuður. „Ég hef verið að kenna íslenskum börnum í Kaupmannahöfn og Hróarskeldu íslensku sem hefur verið skemmtileg tilbreyting frá því að prjóna og hanna. Verkefni mín sem hönnuður eru fjölbreytt, ég hef t.d. verið að hanna og prjóna fyrir danskan fatahönnuð, Anne Sofie Madsen og þá hef ég hannað prjónauppskriftir fyrir nýtt íslenskt garn sem heitir einrúm. Nú svo er ég prjónahönnuðurinn Halla Ben að prjóna og hanna mínar eigin vörur,“ segir Halla en hún er þekkt fyrir útfærslu sína og ást á íslensku ullinni. „Ég er heilluð af íslensku ullinni og hef unnið að því að kynna hana hér í Kaupmannahöfn m.a. með því að halda stóra prjónaviðburði. Nú er ég að undirbúa prjónavið- burð undir yfirskriftinni „Íslandske strikkedage“ sem verður haldinn í september á Nordatlantens Brygge sem er menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga.“ Verkefnin sem bíða Höllu í Jóns- húsi er fjölmörg, húsið er stórt og rúmar allskonar starfsemi. Halla mun taka við starfinu 1. september og mun hún að eigin sögn leggja sig fram við að feta í fótspor Jóns nú- verandi umsjónarmanns sem hefur unnið gott starf að hennar mati. „Stór hluti verkefnanna er í föstum skorðum en með nýjum starfs- manni koma nýjar áherslur. Núna eru Danir og Íslendingar sem búa í Danmörku að hefja sitt sumarfrí og ég geri ráð fyrir að setja mig hægt og rólega í þetta spennandi starf í ágúst. Okkur hjónum hlakkar mikið til að flytja inn í þetta sögu- fræga hús og búa á Østervoldgade næstu þrjú árin“. Halla Ben ráðin umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn -mannlíf pósturu vf@vf.is Hönnun Höllu fyrir einrúm garn. Steik að hætti Gumma frænda Aníta Lind Róbertsdóttir er 17. ára Keflavíkurmær sem stundar nám við FS. Hún hefur eytt meirihluta sumarfrísins í Florida. The Weeknd á sumarsmell- inn og fallegt veður kemur henni í sumarfíling. Aldur og búseta? 17 ára, Keflavík. Starf eða nemi? Nemi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hvernig hefur sum- arið verið hja þér? Notalegar 5 vikur í Ameríku og ágætir dagar hér heima. Hvernig á að verja sumarfríinu? Ég ætla að njóta þess sem eftir er með fjöl- skyldu og vinum. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Geri ekki ráð fyrir að fara neitt lengra en upp í sveit. Eftirlætis staður á Íslandi? Mér finnst alltaf nota- legt á Akureyri. Hvað einkennir ís- lenskt sumar? Falleg sólsetur ein- kennir íslenskt sumar. Áhugamál þín? Það sem hefur verið mér efst í huga síðan ég man eftir mér er allt sem við- kemur háloftunum og flugi. Svo er að sjálfsögðu nauð- synlegt að hafa gaman af hreyfingu og menntun. Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Ég ferðast meira á sumrin. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Ekki ákveðið. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Fallegt veður. Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Fátt annað en Can't Feel My Face með The Weeknd spilað í USA, svo það minnir mig helst á sumarið í ár. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Landið okkar verður mun fallegra. En versta? Kuldinn. Uppáhalds grillmatur? Steik að hætti Gumma frænda. Sumardrykkurinn? Vatn, allan ársins hring. A ní ta L in d R ób er ts dó tt ir UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON POP@VF.IS TIL LEIGU TAPAÐ/FUNDIÐ ÓSKAST Laust 1. sept. Húsið er 204 fm með bílskúr. 4 svefnherbergi, verönd og gróinn garður. Leiga 230 þús. á mánuði + hiti og rafmagn. Vandað og gott hús í alla staði! Samband í s: 8647166 eða á elfadj@gmail.com Til leigu 4. herbergja einbýlis- hús á einni hæð á góðum stað í Garðinum. Leiga er 130 þúsund á mánuði. Laust 1. Ágúst. Upp- lýsingar í síma 699-8241. Lyklakippa tapaðist á bílastæðinu við Krossmóa 4 (Landsbankann). Kippan er frá Georg Jensen og einum lykli. Finnandi vinsamlegast hringi í s. 861- 4707 eða skili lyklinum á skrifstofu Víkurfrétta. Óska eftir 3 herbergja íbúð, get lagt fram 3 mánaðar tryggingu. Meðmæli frá fyrri leigusala. Hafið samband við mig í síma 863-7576. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 30% afsláttur af eldhúsvöskum og völdum blöndunartækjum! Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990 Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.790 (fleiri stærðir til) Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Bol-871 48x cm þvermál Þykkt stáls 0,8mm 7.390 Bol-897 66x43x18cm þykkt 0,8mm 11.490 Cisa 43840 Eldhústæki 7.490 Cisa 41860 Eldhústæki 7.490 Cisa 43789 Eldhústæki 5.990 8.393 8.043 5.173 5.243 5.243 4.193 5.453 Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið 8-18 virka daga Mikið úrval af vöskum!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.