Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 10
11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015
Kristbjörg Katla Ólafsdóttir og
Matthías Bjarndal Unnarsson.
Þau héldu tombólu fyrir utan
verslunina Hólmgarð og stóðu sig
með mikilli prýði.
Ólafía Rún Guðmundsdóttir og
Sólrún Lilja Bragadóttir héldu
tombólu hjá Kaskó og gáfu Rauða
krossinum andvirðið.
Magnús Orri Lárusson (til vinstri)
og Hafþór Smári Sigurðsson héldu
tombólu til styrktar Rauða kross-
inum og söfnuðu 4540 krónum.
-tombóla pósturu vf@vf.is
Ólafur Björnsson fv. útgerðar-maður og bæjarfulltrúi í
Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja sl. mánudagsmorgun,
91 árs að aldri.
Ólafur flutti til Keflavíkur fimm ára
gamall frá Hnúki í Klofningshreppi í
Dalasýslu þar sem hann fæddist.
Sextán ára var Ólafur orðinn hausari
á togaranum Venus frá
Hafnarfirði. Ólafur lauk
hinu meira fiskimanna-
prófi frá Stýrimannaskóla
Íslands 1945. Hann var
verkstjóri hjá Togaraút-
gerð Keflavíkur 1953-
1956. Ólafur rak Baldur
hf. í um þrjátíu ár og var
í bæjarstjórn Keflavíkur
fyrir Alþýðuflokkinn í
tuttugu og fjögur ár. Hann
átti hugmynd að fyrsta
frambyggða bátnum sem
smíðaður var við íslenskar
aðstæður. Notaði fyrstur skutdrátt
við Ísland á Baldri KE 97. Átti frum-
kvæði að ýmsum nýjungum við drag-
nótarveiðar.
Varaþingmaður var Ólafur árin
1978–1979. Formaður Olíusamlags
Keflavíkur frá 1966. Í stjórn LÍU og
SÍF og í fjölda nefnda á þeirra vegum
1968–1984. Formaður stjórnar Sam-
lags skreiðarframleiðenda 1983–
1991. Formaður stjórnar Heilsugæslu
Suðurnesja og sjúkrahúss 1986–1990.
Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla-
víkur og síðar Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og nágrenn-
is tilnefndi Ólaf sem heiðursfélaga.
Ólafur var einn af aðal-
hvatamönnum að stofnun
sjómannadeildar VSFK og
var kjörinn fyrsti formaður
deildarinnar og gegndi því
starfi frá stofnun 1949 til
ársins 1961. Þá var hann á
sama tíma varaformaður
félagsins. Hann var fulltrúi
félagsins hjá Sjómanna-
sambandi Íslands og sat í
fyrstu framkvæmdastjórn
sambandsins sem fyrsti
varaforseti þess.
Ólafur missti konu sína
Margréti Zímsen Einarsdóttur árið
1966. Þau eignuðust sex börn. Af-
komendur Ólafs og Margrétar, sem
flestir búa í Reykjanesbæ eru komir
yfir sextíu. Árið 1970 kvæntist Ólafur
Hrefnu Ólafsdóttur sem lifir mann
sinn.
Ólafur Björnsson látinn
Maðurinn minn, faðir okkar, tengarfaðir, langafi og langalangafi,
Ólafur Björnsson,
Útgerðamaður,
Kirkjuvegi 1 Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 20. júlí sl.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 28. júlí nk. kl.13:00
Þeir sem vilja minnast hans er bent á að styrkja
Velferðasjóð Keflavíkurkirkju, kt. 680169 5789 0121 05 1151.
Hrefna Ólafsdóttir,
Þórir Jóhann,
Borgar Unnbjörn,
Elín Inga,
Sigrún Birna,
Björn Guðbrands,
og fjölskyldan.
AÐALSKIPULAG
SANDGERÐISBÆJAR
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024
Skólphreinsistöð við Djúpuvík og frístundabyggð við Stafnes
Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 14.7.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á
Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008 - 2024 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Tillagan gerir grein fyrir (1) staðsetningu skólphreinsistöðvar og nýrri útrás fráveitu og (2)
frístundabyggð við Stafnses ásamt helstu skilmálum. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er
auglýst tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Djúpuvík og tillaga að deiliskipulagi
frístundabyggðar við Bala á Stafnesi.
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3,
Sandgerðisbæ og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá og með 23. júlí til og
með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu Sandgerðisbæjar,
www.sandgerdi.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði,
eða til skipulagsfulltrúa, jonben@sandgerdi.is.
Tillaga að deiliskipulagi í Sandgerðisbæ
Hreinsistöð við Djúpuvík
Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 14.7.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
skólphreinsistöðvar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv.
7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Tillagan gerir grein fyrir lóð fyrir skólphreinsistöð, stærð stöðvar, niðurgrafinni lögn til sjávar
ásamt skilmálum. Samhliða deiliskipulagstillögu er auglýst breyting á aðalskipulagi vegna
hreinsistöðvar og fráveitu við Djúpuvík.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi
3, Sandgerðisbæ frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða
á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði,
eða til skipulagsfulltrúa, jonben@sandgerdi.is.
Tillaga að deiliskipulagi í Sandgerðisbæ
Frístundabyggð við Bala á Stafnesi
Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 12.8.2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
frístundabyggð við Bala skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir grein fyrir 8 lóðum fyrir frístundabyggð. Samhliða deiliskipulagstillögu er auglýst
breyting á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar við Stafnes.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi
3, Sandgerðisbæ frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða
á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði,
eða til skipulagsfulltrúa, jonben@sandgerdi.is.
Jón Ben Einarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi