Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 8
9VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015 VILTU STARFA VIÐ LÆKNINGALIND BLÁA LÓNSINS? Vegna stækkunar á Lækningalind Bláa Lónsins leitum við að samviskusömum og duglegum starfsmönnum til að starfa í vaktavinnu við þrif á herbergjum og öðrum rýmum í Lækningalind. Um framtíðarstörf er að ræða. Lækningalind er staðsett í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Í hótelhluta Lækningalindar er verið að tvöfalda gistirými og verða 35 fallega hönnuð herbergi í boði frá og með haustinu. Hæfniskröfur • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Snyrtimennska og nákvæmni • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta • Rík þjónustulund • Áreiðanleiki og stundvísi Nánari upplýsingar um starfið veita Þorbjörg Jónsdóttir rekstrarstjóri Lækningalindar og Rakel Heiðmarsdóttir mannauðsstjóri í síma 420 8800. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Blue Lagoon www.bluelagoon.is/atvinna þar sem fyllt er út almenn umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 30. júlí n.k. Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og hefur hlotið nafnbótina „Eitt af 25 undrum veraldar“ að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa um 370 starfsmenn. pósturu vf@vf.is Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu í 13. sinn Alþjóðlega umhverfisviðurkenningin Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu í 13. sinn. Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2002. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Salome Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláafánans hjá Landvernd, af- henti Bláfánann fyrir hönd Landverndar. Í máli hennar kom m.a. fram að Bláa Lónið er einn tveggja staða á Íslandi sem flaggar Bláfánanum árið um kring. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjón- ustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfána- verkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum. Alþjóðlega umhverfisviður-k nningin Bláfáninn dreg- in að hú i í Bláa Lóninu í 13. sinn. Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2002. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Salome Hallfreðsdóttir, verkefnis- stjóri Bláafánans hjá Landvernd, afhe ti Bláfánann fyrir hönd Landverndar. Í máli hennar kom m.a. fram að Bláa Lónið er einn tveggja staða á Íslandi sem flaggar Bláfán num árið um kring. Meginmarkmið Bláfán verk- efnisins er bætt umhverfis- stjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upp- lýsingum um þjónustu á við- komandi svæði o slysavarnir. M kilvægur liður í Bláfánaverk efninu er að efla almenna um- hverfisvit nd og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum. Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu í 13. sinn -fréttir pósturu vf@vf.is „Þetta er svona stígandi aukn- ing í gistingu hjá okkur, um 10-15%. Við erum búin að vera þarna í þrjú ár. Vegna staðsetn- ingarinnar höfum við fengið beinar fyrirspurnir frá ferða- skrifstofum og þær hafa aukist mikið. Við erum hvorki að aug- lýsa né kynna hótelið mikið, staðsetningin gerir það mikið til sjálf,“ segir Hjalti Sigurðsson, hótelstjóri Hótels Smára, sem staðsett er við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Hlutfall erlendra ferðamanna sem gistir á Hótel Smára yfir sumarið segir Hjalti vera vel yfir 90% en töluvert af Íslendingum nýti sér gistingu þar á veturna. „Fólk utan af landi kemur og gistir nóttina fyrir flug í stað þess að gista í Reykjavík og þurfa að vakna miklu fyrr. Það hrúgast ekki lengur allir til Reykjavíkur því víða er boðið upp á gistingu miklu nær flugstöðinni.“ Hjalti segir að honum finnist hug- myndin um Reykjanes sem þjóð- garð, Jarðvang, mjög spennandi. „Það yrði gaman að sjá verða að veruleika að að ná sambandi við ferðaaðila á Suðurnesjum til að skoða nágrennið og þennan væntanlega þjóðgarð og kynna um leið svæðið. Aðstaða og annað á svæðinu þyrftu þá kannski að byggjast meira í kringum það, á þessari leið. Þetta er spennandi svæði og ég held að það sé sókn í því að kynna gestum þetta.“ Hótelstjóri Hótels Smára við FLE segir sókn í Jarðvangi sem aðdráttarafli: Staðsetningin selur sig sjálf Ljósmynd: www.hotelsmari.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.