Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 9
10 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu dagny@vf.is Ferðalagið hófst þann 26. júní og því höfðu hjónin verið á ferðalagi í tæpan mánuð þegar traktorinn rann í hlað á heimili þeirra í Vogunum. Það fyrsta sem þau gerðu var að opna um- slag frá lögreglunni með sektar- boði en hún var ekki alveg sátt við aðbúnað farþegans á vagn- inum sem vafalaust hefur ekki uppfyllt ítrustu öryggiskröfur. Bréfið kætti þau hjónin nokkuð og sagðist Helgi ekkert skilja í því af hverju hann hafi ekki verið tekinn af löggunni, þetta sé lítið jafnrétti. Þá var Júlía undir stýri en þau hjónin skiptust á að keyra á leiðinni. En hvernig datt þeim þetta í hug? „Bara af því að við erum svoldið klikkuð”, segir Júlía og hlær. „Það var búið að gera upp traktorinn og þá fer maður að hugsa: í hvað á maður að nota þetta?“, segir Helgi. „Við fórum norður fyrir Kjöl fyrir 15 árum og þá sögðu allir „Já, þið fóruð hringinn“, þá fannst mér ég þurfa að kvitta undir það og fara bara hringinn.“ Traktor úr Eyjafirði Traktorinn fundu þau í Eyjafirð- inum árið 1993. „Við vorum búin að keyra um og leita að þessum traktor í tvö ár, ég var ástfanginn af þessari traktorstegund og það kom ekkert annað til greina í mínum huga. Við vorum í heimsókn þarna og ég fer á næsta bæ og spyr kon- una þar hvort hún haldi að þessi traktor væri falur. „Nei, Nei“- sagði hún, „það er svo mikill sérvitringur sem á hann“. Ég kem að máli við bónda úti á túni, býð góðan daginn og spyr hvort ég megi kaupa trak- torinn. Hann svaraði strax um hæl: „Þú mátt eiga hann“. Ég pantaði strax krana frá Akureyri og fór ekki af lóðinni fyrr en ég var búinn að setja hann upp á bíl. Svo fór ég daginn eftir og hjálpaði honum að heyja og ári seinna málaði ég með honum þakið, það var voða skemmtilegt. Þá var karlinn búinn að eiga málningu í 5-10 ár en þorði aldrei upp á þakið að mála. Ég held samt að bestu launin hans hafi verið þegar ég sýndi honum mynd af traktornum þegar ég var búinn að gera hann upp.“ Þau hjónin segja að ferðamátinn hafi ekki verið slæmur en þó hafi verið nokkuð kalt á leiðinni. „Við vorum alltaf kappklædd bæði tvö og í kuldagalla og áttum von á betra veðri. Ég tók með mér stutt- buxur og ermalausan bol en ég gat aldrei notað það“, segir Júlía og hlær. Rokið undanfarna daga kom ekki að sök en versta veðrið var að þeirra sögn í Mýrdal. „Þá þurftum við að fara í var við Skeiðflatar- kirkju. Við bara keyrðum að kirkjunni og stungum okkur inn í tjaldið. Leyfðum þessu bara að rigna og djöflast.“ Mákona Júlíu kom þá sem himna- sending með heita kjúklingasúpu. „Hún hélt að við værum illa haldin, systir mín var búin að koma áður á Hellu þar sem við vorum blaut og hrakin með kaffi og fínerí en þau voru í sumarbústað í grennd- inni. En almennt bauð fólk okkur í kaffi, stóð niður á vegi og bendi okkur að koma. Það var okkar mesta skemmtun á ferðinni, við þáðum öll boðin og spjölluðum við bændur á hverjum stað“. Þau hjónin fengu góðar móttökur á Freysnesi en þá hafði Helgi orð- ið fyrir því óhappi að skera sig á höndum. „Ég var að mynda Júlíu þegar hún fór yfir Skeiðarárbrúna og tók Skeiðarárhlaupið bókstaf- lega, hljóp meðfram traktornum og datt um vírnet á dekkinu“. Þar sem Helgi er á blóðþynningarlyfjum blæddi mikið og þau kláruðu um- búðirnar sínar. Þegar þau koma að Freysnesi til að taka bensín og fara að sofa taka á móti þeim ungar stúlkur í versluninni sem sáu þau koma. „Þær opnuðu veitingastað- inn, færðu okkur sjúkrakassa og kaffi og þá gátum við lokað sárinu. Svo kom sjálfur vertinn daginn eftir og bauð okkur að borða á hótelinu. Svona var þetta alla ferðina og allir svo hlýlegir.“ Þau fengu líka góðar móttökur í Víðidalnum en þar er bær er nefn- ist Hippakot rétt við Gauksmýri. „Þar koma menn keyrandi á móti okkur og benda okkur að koma niður og sýndu okkur jeppa sem þeir voru búnir að gera upp. Ég spyr svo einn manninn hvort ég geti fengið að hlaða símann minn hjá honum og þá útbýr hann hleðslutæki fyrir traktorinn. Að því loknu buðu þeir okkur inn og vildi svo til að ég átti afmæli. Þar var búið að baka pönnukökur með rjóma og þegar þeir sögðu: Fyrst þú átt afmæli verðum við að skála í Baylies.“ Júlía fingurbrotnaði rétt fyrir ferð- ina en lét það ekki aftra sér. „Ég starfa á slysa- og bráðadeild svo ég sagði þeim í vinnunni að ég hafi bara verið að prófa hvernig væri að vera hinum megin við borðið“, segir hún og brosir. Það truflaði sem betur fer ekki við aksturinn en þau keyrðu aldrei meira en 60 km á dag. „Nema frá Höfn að Djúpa- vogi en þá keyrðum við 100 km en þá var svo ægilega leiðinlegt veðrið - það var það mesta sem við keyrðum á leiðinni.“ En hvað er svona heillandi við það að aka traktor á 10 km hraða hringinn um landið? „Fólk hefur verið að spyrja: Hvað fáið þið út úr því að hanga í kulda- göllum í ískulda á traktor sem fer 10 km á klst? Það reynir á hjóna- bandið, enda þýddi lítið að fara í fýlu og svo er þetta þolinmæðis- vinna - en það gengur þótt hægt fari. Við notuðum tímann til þess að spjalla saman, við spjölluðum við fólk og horfðum út til hægri og vinstri og aftur fyrir - það var ekki nóg fyrir Helga að sjá fram þegar hann er að keyra, hann vill líka snúa öfugur og sjá aftur“, segir Júlía og hlær. Helgi tekur undir þetta og bætir við að náttúran sé svo ægifögur. „Flottasta augna- blikið var við Kvígskerjar: Fjöllin, sjórinn sandurinn, skógurinn og ísinn - allt bar þetta við himininn í ótrúlega fallegri birtu. Þetta var alveg ógleymanlegt.“ En hvað gera þau núna við traktorinn? „Ég bara þríf hann og strýk honum“, segir Helgi. „Hann fer ekki í annað svona ferðalag, enda vagninn kominn á aldur og tíma. En við montum okkur áfram, til dæmis förum við alltaf á honum til þess að kjósa og keyrum krakka á fjölskyldudeginum í Vogum. Svo förum við á honum til kirkju“. Þessu mótmælir Júlía og segir ekki vera rétt en Helgi er keikur: „Það má ljúga einhverju - það væri rosa- lega flott að fara í kirkju á honum.“ Kemst þótt hægt fari. Hjón úr Vogum á Vatnsleysuströnd fóru hringinn á óvanalegu farartæki: UNDARLEGT FERÐALAG HJÓNA Á TRAKTOR Hjónin Helgi Ragnar Guðmundsson og Júlía Halldóra Gunnarsdóttir komu í dag heim úr óvenjulegri ferð hringinn í kringum landið. Segja má að farartækið hafi verið óhefð- bundið, 60 ára traktor af gerðinni Farmall Cub en hann keyrðu þau hjóninn hringveginn með heimasmíðaða kerru í afturdragi sem hýsti svefnherbergi og viðverustað meðan á ferða- laginu stóð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.