Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 12
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015 Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 RAFMAGNSVERKFÆRI Ljós eik 1.655 kr. m2 Rafhlöðuborvél 12V 2 gíra Liion rafhlaða kr. 11.990 Rafhlöðuborvél 14,4V 2 hraða NI-CD kr. 12.990 Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr. 13.990 Bor / brotvél með höggi SDS Plus 800W með meitlum og borum kr. 13.990 950W 125mm slípirokkur kr. 6.990 255mm Gráðukúttsög 1880W kr. 23.900 Borðsög með 254mm blaði 1500W kr. 37.990 Bor / Brotvél 1200W SDS MAX 0-500 mín kr. 23.990 Mikið úrval frá Maxpro Hvað ætlar þú að gera í sumar? Siggeir F. Ævarsson kynningarstjóri Grindavíkur XXÉg er þegar búinn að heimsækja Akureyri og fagna 10 ára stúdentsafmæli og fara á ættarmót á Dragsnesi.  Í hinu langþráða sumarfríi ætla ég að eyða góðum tíma með stelpunum mínum og taka svo til hendinni í garðinum. Byggja pall, leggja stétt og reisa grindverk. Planið er svo að framlengja sumarið aðeins í september og skella sér í viku til Bandaríkjanna.  Einhvers- staðar þarna inn á milli þarf ég svo að finna tíma til að klára bókina sem ég á að skila af mér í haust! Keflvíkingurinn Árelía Eydís G u ð m u n d s d ó tt i r s i tu r sjaldan auðum höndum og hefur hjálpað og ráðlagt fjölda fólks í gegnum árin með skrifum sínum, rannsóknum og ráðgjöf. Í sumar kom út fyrsta skáldsaga Árelíu, Tapað fundið, sem nýtur mikilla vinsælda og trónir víða á toppi sölulista bókaverslana. „Fólk hefur verið að hafa mikið samband við mig, bæði í einka- skilaboðum á Facebook og í tölvu- pósti. Ég hef verið mjög hissa á hversu mikil viðbrögðin hafa verið. Fólk er almennt, sem betur fer, að lýsa ánægju sína með bókina. Það er svolítið skemmtilegt að fólk tekur svo misjafna hluti úr bók- inni. Þetta eru konur og karlar, fólk á öllum aldri. Fólk finnur sig í mismunandi aðstæðum. Sumum finnst ákveðinn boðskapur vera í bókinni og öðrum einhver annar,“ segir Keflvíkingurinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Erum of föst í einu hlutverki Bókin fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hend- urnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hún situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin og samhliða því sem fylgst með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Árelía segist hafa gaman að því að fjalla um það hvernig fólk getur nýtt möguleika sína og tækifæri. „Og þennan þroska sem við erum öll að glíma við. Ef ég myndi bara segja það þá myndi það ná yfir efni bókanna sem ég hef skrifað. Við erum svolítið litróf, við eigum ekki að spila bara á eitthvað eitt. Við höfum miklu fleiri möguleika. Við eigum það til að festast svo mikið í einu hlutverki. Við þurfum að nýta lífið með þeim hætt að við skilum ólíkum hlutverkum.“ Leyfi sér ólík skrif Árelía hefur áður gefið úr tvær bækur, auk þess að skrifa greinar, pistla, bókakafla, stundað rann- sóknir, við þróun mannauðs, veitt ráðgjöf á einstaklingsgrunni og með almennri fræðslu. Auk þess kennir Árelía leiðtogafræði við Há- skóla Íslands. „Það er ekki leiðin- legt í mínu lífi,“ segir Árelía og hlær. „Öllu jöfnu er ég að skrifa um fræðilega hluti sem snúa að leið- togum og svo er ég líka leyft mér að vera í skrifum sem eru mjög ólík, s.s. bækurnar og bloggið, sem eru mínar hugleiðingar,“ segir hún að lokum við biður fyrir góðar kveðjur til Suðurnesjamanna. Þriðja bók Árelíu, en jafnframt fyrsta skáldsagan, hefur heldur betur slegið í gegn: „Við eigum ekki að spila bara á eitthvað eitt“ KAUPUM OG SELJUM NOTAÐAR BYSSUR. ALLAR TEGUNDIR RIFFIL- OG HAGLASKOTA. BYSSUSKÁPAR FRÁ KR. 54.900,- VANDAÐAR OG VEIÐNAR FLUGUR Í FLUGUKOFANUM. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ VÖÐLUTILBOÐ VÖÐLUR OG SKÓR KR. 34.995,- Hafnargötu 21 // Sími: 775-3400 ALLT Í SKOTVEIÐINA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.