Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 7
8 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
„Öll herbergin hjá okkur eru með
sér baðherbergi og mjög rúmgóð.
Þau teljast tveggja manna en ef
hjón eru með tvö börn með sér
er nóg pláss fyrir þau í svefnsófa
sem er í fimmtán herbergjum
af alls sautján,“ sagði Kristófer
Þorgrímsson, einn af eigendum
Hótel Grásteins sem staðsett er að
Bolafæti 11 í Njarðvík, í samtali
við Víkurfréttir.
Hótel Grásteinn opnaði formlega
þann 1. júlí í fyrra. Kristófer sagði
að hótelið hefði opnað eftir miklar
endurbætur á húsinu sem hafi
tekið alls þrettán mánuði. Nánast
allt var endurnýjað í húsinu að
sögn Kristófers og allt var smíðað
nýtt inn í það.
Hótelið er með samtals sautján,
tveggja manna herbergi en þar af
eru 15 herbergi með svefnsófa þar
sem tveir í viðbót geta auðveld-
lega sofið. Þá er eitt herbergi inn-
réttað sérstaklega fyrir fatlaða.
Stór og góður veitingasalur er á
hótelinu þar sem gestir geta fengið
sér morgunmat á glæsilegu hlað-
borði. Þá er hægt að ganga út á pall
úr veitingasal þar sem hægt er að
njóta veðursins og jafnvel skella á
grillið.
„Við létum innrétta eitt herbergi
sérstaklega fyrir fatlaða og fengum
tvo fatlaða einstaklinga til að koma
og taka herbergin út hjá okkur áður
en við opnuðum. Þeir voru mjög
sáttir við hvernig til tókst og erum
við því mjög stolt af útkomunni.“
Kristófer sagði að herbergið fyrir
fatlaða væri töluvert pantað og því
augljós þörf fyrir það. Samtals geta
50 gestir verið á hótelinu í einu
að sögn Kristófers. Framkvæmdir
hófust við að breyta þessu gamla
iðnaðarhúsnæði, sem áður var m.a.
lager fyrir Íslenskan Markað í yfir
30 ár, í maí í fyrra. „Ég og synir
mínir fjórir unnum þetta níutíu
prósent sjálfir, með annarri vinnu
og keyptum bara út vinnu múrara
og rafvirkja. Þetta var mikil vinna
en um leið mjög skemmtilegt að
sjá þetta verða að veruleika. Við
fengum svo þá Víkurásmenn til að
smíða innréttingar og þeir smíðuðu
allt inn í hótelið, allar innréttingar,
hurðir og meira að segja náttborðin
á herbergjunum.“
Það hefur lengi loðað við Suður-
nesin að hingað komi ferðamenn
og stoppi aðeins stutt, flestir í eina
nótt á leið sinni til og frá landinu.
Kristófer sagði þetta rétt hvað varð-
aði gesti á hótelinu hjá þeim. „Jú jú
þetta er alveg tilfellið. Langflestir
gestir hjá okkur gista bara í eina
nótt en þó er töluvert um það að
fólk komi og gisti í þrjár til fjórar
nætur. Sumir gista jafnvel alveg
upp undir viku en það er þó ekki
mikið um það. Við erum mjög sátt
þegar fólk gistir lengur en í eina
nótt því þá er minna um þrif og
þvott,“ sagði Kristófer hlægjandi.
Blaðamaður Víkurfrétta heim-
sótti Kristófer fyrir hádegi og sagði
Kristófer að nýtingin hjá þeim væri
mjög góð núna í sumar. „Það voru
40 manns í morgunmat hérna í
morgun hjá okkur og sumarið er
búið að vera mjög gott og vetur-
inn lítur einnig vel út hvað varðar
bókanir.“ Kristófer sagði að síð-
asti vetur, sem jafnframt var fyrsti
veturinn þeirra, hafi verið nokkuð
erfiður. „Síðasti vetur var nokkuð
erfiður en við bjuggumst svo sem
alveg við því enda vorum við ný á
markaðnum. Það tekur alveg um
tvö ár að verða sýnilegir á mark-
aðnum og skapa sér orðspor þann-
ig að það var ekkert öðruvísi en við
bjuggumst við. Núna er hins vegar
nóg að gera og framhaldið mjög
gott með bókanir. Þetta er fjöl-
skyldufyrirtæki hjá okkur, sonur
minn Þorgrímur Kristófersson er
hótelstjóri, hérna starfa samtals 6
starfsmenn allt árið og við erum
mjög bjartsýn á framhaldið enda
fjölgar ferðamönnum mikið og
Suðurnesin hafa upp á mikið að
bjóða fyrir þá,“ sagði Kristófer að
lokum.
Hótel Grásteinn í Njarðvík hefur starfað í rúmt ár:
Gamalt iðnaðarhúsnæði gert
að fimmtíu herbergja hóteli
-„Mikil vinna við þrif og þvott“
segir Kristófer Þorgrímsson einn af eigendum hótelsins
„Veturinn hefur alltaf verið mjög
góður hjá okkur. Við erum auð-
vitað að selja mikið út á norður-
ljósin eins og nafn hótelsins gefur
til kynna. Það sem kemur okkur
mjög til góða hér, er að við erum
fyrir utan þéttbýli og hér er ekki
mikil lýsing og þar af leiðandi lítil
ljósmengun og það nýtist okkur
mjög vel,“ segir Friðrik Einars-
son, stjórnarformaður hótelsins
Northern Light Inn sem staðsett
er við Svartsengi, rétt við Bláa
lónið. „Þess vegna er staðsetn-
ing hótelsins kjörin til að skoða
norðurljósin og því er veturinn
hjá okkur alltaf mjög sterkur. Á
sumrin erum við svo bara á sama
markaði og allir hinir og þá nýtist
okkur vel nálægðin við flugvöll-
inn og Bláa lónið.“
Frægðarhöll Tripadvisor
Friðrik sagði í samtali við Víkur-
fréttir að nýtingin væri það góð að
verið væri að fjölga starfsfólki um
tvo starfsmenn þessa dagana. „Það
eru svona smá áherslubreytingar í
gangi og því þurfum við að fjölga
um tvo starfsmenn í móttökunni
hjá okkur.“ Þá sagði Friðrik að eig-
endur hótelsins væru mjög stoltir
þessa dagana. „Við vorum að fá
verðlaun frá netsíðunni tripadvisor
inn á svokallað „Hall Of Fame“ hjá
þeim. Ef þú færð hæstu einkunn
hjá þeim fimm ár í röð, eins og
við höfum gert, þá dettur þú inn i
þetta „Hall Of Fame“ hjá þeim. Við
höfum alla tíð fengið mjög góða
einkunn frá gestum inn á bæði
booking.com og eins á tripadvisor
og það er að skila sér gríðarlega vel
í bókunum hjá okkur. Við erum
auðvitað bara mjög stolt og ánægð
með það enda skilar það sér í góðri
nýtingu allt árið.“
Hótel Northern Light Inn var byggt
og tekið í notkun árið 1983 en nú-
verandi eigendur tóku við rekstr-
inum árið 1995. Þeir eiga því 20 ára
starfsafmæli núna þann 4. ágúst.
Árið 1995 ráku þau þetta undir
nafninu Hótel Bláa lónið. Systkinin
Friðrik og Kristjana Einarsbörn
keyptu reksturinn ásamt Bláa lón-
inu árið 1995 en árið 2002 dró Bláa
lónið sig út úr rekstrinum og síðan
hafa þau systkinin rekið hótelið og
veitingastaðinn. Hótelið er með
32 herbergi og einnig er veitinga-
staðurinn Max´s rekinn af þeim
systkinum á hótelinu, en veitinga-
staðurinn tekur 150 manns í sæti.
Hæðir og lægðir í tuttugu ár
„Kristjana systir hefur verið hérna
á hótelinu síðustu 20 árin alla daga
ársins, allt árið um kring,“ sagði
Friðrik. Hann sjálfur er búinn að
vera í stjórn fyrirtækisins alla tíð
frá því þau keyptu hótelið en það
var ekki fyrr en á síðasta ári sem
hann fór hann að sinna daglegum
störfum á hótelinu. „Það kom
nú bara til vegna þess að álagið á
Kristjönu var orðið alltof mikið.
Við höfum séð á þessum 20 árum
mikið af hæðum og lægðum í að-
sókn og umferð ferðamanna og
akkúrat núna er auðvitað mjög
mikil fjölgun ferðamanna. Viið
finnum vel fyrir því hvað varðar
aðsókn hjá okkur. Það var því alveg
orðið tímabært að ég kæmi líka
til starfa í fullt starf,“ sagði Frið-
rik. Kristjana systir Friðriks er titl-
aður framkvæmdastjóri og hann
stjórnarformaður en Friðrik sagði
að þau væru nú voðalega lítið að
velta því fyrir sér hver hefði hvaða
titil. „Við göngum bæði í öll störf,
sama hvort það er í móttöku, eld-
húsi eða þrif þannig að titlar eru
ekkert að þvælast fyrir okkur.“
Óttist þið ekki samkeppnina við
hið nýja fyrirhugaða hótel Bláa
Lónsins?
„Nei nei alls ekki. Við bara fögnum
samkeppninni. Hún sér til þess að
maður þarf alltaf að vera á tánum.
Þeir eru auðvitað að byggja fimm
stjörnu hótel sem er bara frábært
og eykur flóruna í gistimögu-
leikum ferðamanna í landinu og
var í raun alveg orðið tímabært
að fá hingað fimm stjörnu hótel.
Þetta er ekki sami markhópurinn
hjá þeim og okkur þannig að við
óttumst samkeppnina ekki,“ sagði
Friðrik að lokum.
Hótel Northern Light Inn á tuttugu ára starfsafmæli í ágúst:
Norðurljósin stór ástæða góðrar nýtingar
Lítil ljósmengun kemur sér vel
Séð yfir glæsilegan veitingasal Hótel Grásteins
Gestir að innrita sig
Þorgrímur Kristófersson á útisvæði gesta hótelsins