Víkurfréttir - 23.07.2015, Blaðsíða 13
14 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Kvennalið Grindavíkur er í góðum málum í B-riðli
1. deildar kvenna og situr eitt
á toppi riðilsins með 20 stig, 5
stigum á undan FH og Fram.
Grindavíkurkonur gerðu 2-2
jafntefli við Fjölniskonur um
liðna helgi þar sem að Marjani
Hing-Glover og Helga Guðrún
Kristinsdóttir skoruðu mörk
Grindavíkinga en Grindavík
hefur ekki tapað leik það sem
af er Íslandsmóti og hafa aðeins
gert 2 jafntefli til að hindra þær
frá því að vera með fullt hús stiga
en óhætt er að segja að liðið sé til
alls líklegt í baráttunni um Pepsí
deildar sæti að ári. Bentína Frí-
mannsdóttir, leikmaður Grinda-
víkur segir að stefnan sé alltaf
sett á að gera vel hverjum leik
og að vinna sér inn sæti á meðal
þeirra bestu: „Ég tel að það
skipti miklu máli fyrir kvenna-
knattspyrnuna í Grindavík að að
markmið séu skýr og stefnan að
vera meðal þeirra bestu, því við
erum fyrirmyndir yngri stelpna í
fótboltanum í Grindavík.“
Liðið leikur gegn Fram á nýjum
velli Framara í Úlfarsárdal n.k.
þriðjudag k. 20 þar sem að liðið
getur slitið sig enn lengra frá
næstu liðum en Framarar eru í
3. sæti riðilsins, 5 stigum á eftir
Grindavíkurkonum. „Leikurinn
leggst mjög vel í mig og liðið og
erum við klárar í það verkefni.
Við komum til með að vera skipu-
lagðar í okkar leik, láta boltann
ganga hratt á milli leikmanna og
fyrst og fremst að njóta þess að
spila.“
Þið eruð á toppi b-riðils 1. deildar
og eruð ósigraðar. Hver hefur
verið lykillinn að þessu góða
sumri hjá ykkur fram að þessu?
„Ég held að ástæðan fyrir okkar
velgengni sé sú að það hefur
verið mikil leikgleði hjá okkur
í sumar. Hópurinn er vel sam-
stilltur, nokkrir reynsluboltar
ásamt ungum og efnilegum
stelpum og erum við flestar úr
liðinu uppaldnir Grindvíkingar
sem þekkjum hver aðra vel. Það
skiptir miklu máli að hafa gaman
á æfingum og að leikmenn njóti
þess að spila. Einnig er umgjörðin
í Grindavík í kringum leikina
okkar til fyrirmyndar.“
Grindavíkurstúlkur á miklu
skriði í 1. deild kvenna
„Skiptir máli að hafa gaman á æfingum og að leikmenn njóti þess að spila“
- segir Bentína Frímannsdóttir, leikmaður liðsins.
Gu ð mu n d u r Si g u rð s s on rannsóknarlögreglumaður
tekur um þessar mundir þátt í
kyndilhlaupi lögreglumanna til
að styðja við íþróttamenn með
þroskahömlum á vegum Law En-
forcement Torch Run for Special
Olympics (LETR) vegna alþjóða-
leika Special Olympics sem settir
verða í Los Angeles 25 júlí.
Alþjóðaleikarnir eru einn stærsti
íþróttaviðburður heims og sá
stærsti einstaki íþróttaviðburður-
inn í Los Angeles frá því að Ól-
ympíuleikarnir voru haldnir þar
árið 1984 og eru keppendur 7000
talsins frá 177 þjóðum. Þess má
geta að 10 keppendur frá NES taka
þátt í ár ásamt 31 öðrum kepp-
endum frá Íslandi. Opnunarhátíðin
fer fram að viðstöddum 80.000
þúsund mans og verður Barak
Obama Bandaríkjaforseti heiðurs-
gestur.
Lögreglumenn frá 25 löndum taka
þátt og bera Ólympíulogann um
Kaliforníu að setningu leikanna
en markmiðið er að auka vitund
almennings á leikunum og afla
styrkja til stuðnings þeirra.
Að sögn Guðmunds hefur hlaupið
gengið vel en alls hlaupa 115 lög-
reglumenn og 10 þátttakendur
Special Omympics með Ólympíu-
logann frá Sacramento til Los
Angeles.
„Þann 25. júlí berum við logann
inn á opnunarhátíð leikanna sem
er risavaxin og verður sjónvarpað
beint á SEPN stöðinni. Við höfum
hlaupið með logann yfir Golden
Gate Bridge og í gærkveldi tókum
við þátt í skemmtun í Disneylandi
en við hlaupum með logann á 5-6
viðburði daglega á þessu tímabili."
Fyrir áhugasama þá heldur LETR
úti vefsíðu um kyndilhlaupið sem
verður uppfærð daglega og er
slóðin www.letr-finalleg.org. Þá
skrifar Guðmundur reglulega pistla
á Facebook síðu LETR á Íslandi.
Dagana 25. júlí til 3. ágúst næstkomandi verða Al-
þjóðaleikar Special Olympics
í Los Angeles. Íþróttasamband
fatlaðra og Special Olympics á Ís-
landi munu senda 41 keppenda af
öllu landinu á þessa leika og þar
af eru 10 þeirra héðan af Suður-
nesjum sem koma úr íþróttafélag-
inu NES.
Þessir keppendur eru: Jakob
Gunnar Bergsson, Jósef Daníels-
son, Konráð Ólafur Eysteinsson,
Sigurður Guðmundsson og Ragnar
Ólafsson en þeir munu allir keppa
í fótbolta, Vilhjálmur Jónsson
mun keppa í Boccia, Ástrós María
Bjarnadóttir í sundi, Bryndís Brynj-
ólfsdóttir í frjálsum og svo mun
Bjarki Guðnason keppa með systur
sinni Heiðu Guðnadóttur í Unified
golfi. Þess má einnig geta að einn
þjálfari úr röðum Ness var einnig
valinn að fara út með hópnum en
það er Birkir Þór Karlsson.
Hópurinn heldur utan næstkom-
andi þriðjudag og mun byrja ferð-
ina á því að kíkja í vinabæinn Ont-
ario og dvelja þar í góðu yfirlæti
fyrstu daganna. Setning leikanna
verður svo 25.júlí í Los Angeles
og er áætlað að þetta verði stærsti
íþróttaviðburður í heimi árið 2105.
Keppendur á leikunum verða alls
7000 auk þjálfara og aðstoðafólks,
segir í tilkynningu frá Nesi.
Tíu NES-arar á Alþjóða-
leika Special Olympics í LA
-íþróttir pósturu eythor@vf.is
Pepsí deildar liði Keflavíkur gengur vægast sagt illa þessa
dagana að hala inn stigum á Ís-
landsmótinu í knattspyrnu og er
nú svo fyrir komið að liðið situr
langneðst á botni deildarinnar og
draugur 1. deildarinnar farinn að
sveima yfir. Skammarlegt 7-1 tap
gegn Víkingum á sunnudag var
það versta sem liðið hefur sýnt í
sumar og gerir það að verkum að
næstu lið fyrir ofan Keflvíkinga
fjarlægðust enn frekar. Varnar-
leikur liðsins hefur verið gagn-
rýndur harðlega í allt sumar
en Keflvíkingar hafa fengið á
sig 31 mark í 12 leikjum sem er
9 mörkum meira en næsta lið á
eftir. Sindri Snær Magnússon,
leikmaður liðsins gat ekki bent
á hvað nákvæmlega gerðist í
leiknum gegn Víkingum.
„Þessu er erfitt að svara en eftir að
við minnkum muninn í 2-1 þá var
mikil orka í okkur liði en svo er
okkur refsað. Eftir það er eins og
við gefumst upp og spilum eins og
11 einstaklingar, því fór sem fór.
Við höfum oft byrjað leiki mjög vel
en ekki náð að nýta okkur þennan
kraft sem við tökum með okkur
inn í leiki. Það er til lausn við öllum
vandamálum, þetta er hlutur sem
við ætlum að laga og við þurfum að
læra að nýta okkur kaflana þar sem
við spilum vel til góðs.“ Aðspurður
um það hvernig andrúmsloftið
hafi verið í búningsklefa liðsins að
leik loknum hafði Sindri þetta að
segja: „Andrúmsloftið var alls ekki
gott, menn voru sársvekktir og við
vildum helst spila aftur sama kvöld
til þess að reyna þurrka út þessa
frammistöðu.“
Keflvíkingar eiga erfiða leiki fram-
undan í deildinni og þurfa nauð-
synlega á stigum að halda á þriðju-
dagskvöldið þegar liðið fær FH í
heimsókn. Sindri er hvergi banginn
þrátt fyrir að útlitið sé orðið dökkt
og segir að liðið sé hvergi nærri
hætt að berjast fyrir lífi sínu í deild-
inni: „Við tökum bara eitt verkefni
í einu og það er FH í næstu viku og
við ætlum okkur að bæta fyrir ras-
skellinguna í Víkinni og teljum við
okkur vita hvað við þurfum að gera
til þess að fá stig heima á þriðju-
daginn næsta. Það er engin upp-
gjöf í hópnum heldur eru leikmenn
þyrstir í að sanna að við séum betri
en við höfum sýnt í sumar.“
Hræðileg útreið
í Fossvoginum
Keflvíkingar þurfa kraftaverk til að forða sér frá
falli eftir 7-1 tap gegn Víkingum
Guðmundur tekur þátt í
Loga vonarinnar LETR
Mikilvægur leikur
hjá Grindavík í
kvöld
Xu1. deildar lið Grindavíkur
leikur í kvöld mikilvægan leik
í Íslandsmótinu þegar liðið fær
Hauka í heimsókn en liðin sitja
í 5. og 7 sæti deildarinnar með
20 og 16 stig, Grindvík 4 stigum
á undan. Grindvíkingar gerðu
góða ferð austur á sunnudag
þegar liðið lagði Fjarðarbyggð
að velli 0-3 og opnaði þar með
baráttuna um Pepsí deildar sæti
upp á gátt.
Búast má við hörkuleik í kvöld,
en fyrri leik liðanna lauk með 1-0
sigri Hauka þar sem að Grind-
víkingar misnotuðu vítaspyrnu
og misstu í kjölfarið Óla Baldur
Bjarnason útaf með rautt spjald
eftir að hafa tæklað markvörð
Hauka í tilraun til að ná frákast-
inu. Leikurinn var mikill baráttu-
leikur og má því búast við að
bæði lið muni selja sig dýrt fyrir
öll þrjú stigin í kvöld en jafntefli
yrði vonbrigði fyrir bæði lið. Til
þess að Grindvíkingar blandi sér í
baráttu um Pepsí deildar sæti þarf
liðið klifra upp töfluna á næstu
vikum án þess að misstíga sig illa.
Grindavík er 7 stigum á eftir topp-
liði Þróttar og 6 stigum á eftir Vík-
ingi frá Ólafsvík þegar deildin er
rúmlega hálfnuð. Leikurinn hefst
á Grindavíkurvelli kl. 19:15.
Toppslagur í 4.
deildinni í kvöld
Þróttarar enn ósigraðir og
stefna hraðbyri á 3. deild að ári
XuÞróttur Vogum tekur á móti
KFG í toppslag C-riðils 4.
deildar karla í knattspyrnu í
kvöld en þremur stigum munar
á liðunum í efstu tveimur sæt-
unum. Þróttarar hafa verið á
blússandi siglingu og hafa ekki
enn tapað leik í Íslandsmótinu
og fá því fullkomið tækifæri til
að skilja sig enn frekar frá næstu
liðum á eftir. Leikið verður á
Samsung vellinum í Garðabæ og
hefst leikurinn kl. 20.