Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 24.09.2015, Qupperneq 2
2 fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Það er þröngt á þingi í Helgu-víkurhöfn þessa dagana. Þar voru samtímis sl. mánudag bæði flutningaskip að koma með bygg- ingarefni fyrir kísilver United Silicon og ríflega 180 metra langt eldsneytisflutningaskip sem kom með flugvélaeldsneyti fyrir Kefla- víkurflugvöll. Skipið heitir Ven- dome Street og er 183 metra langt og flytur 35.000 tonn af flugvéla- eldsneyti sem verður dælt á tanka bæði í Helguvík og á Keflavíkur- flugvelli. Ein af birtingarmyndum aukningar flugumferðar um Keflavíkurflug- völl er tíðari komur eldsneytis- flutningaskipa í Helguvíkurhöfn. Þannig er eldsneytisskipið sem kom á mánudag það fjórða sem kemur hingað síðan í maí. Halldór Karl Hermannsson, hafn- arstjóri Reykjaneshafnar, tók á móti skipinu á mánudag og hann fagnar aukinni umferð um Helgu- víkurhöfn enda þýðir svona skipa- koma talsverðar tekjur í kassann fyrir höfnina. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bara hafnargjöld af svona skipakomu séu vel á aðra milljón króna og þá eiga eftir að leggjast vörugjöld á farminn sem er landað. Halldór sagði í samtali við Víkur- fréttir að nú væri staðan sú að það væri þröngt á þingi í höfninni. Nokkrum mínútum áður en olíu- skipið kom í höfn yfirgaf græn- lenskt fjölveiðiskip höfnina og þá er verið að skipa upp úr flutningaskipi sem kom með byggingarefni fyrir kísilver United Silicon. Þörf er orðin fyrir lengri við- legukanta í höfninni vegna kísil- veranna, bæði fyrir aðföng og út- flutning. Þá má búast við tíðari komum olíuskipa vegna aukinnar flugumferðar til og frá Keflavíkur- flugvelli. Forsvarsmenn Reykja- nesbæjar og hafnarinnar áttu fund í gær með fulltrúum frá fjárlaga- nefnd og átti m.a. að ræða Helguvík á þeim fundi. Olíuskip koma orðið oftar við í Helguvík á leið sinni frá Suður- Ameríku til Noregs til að létta á sér fyrir siglingu inn þröngan Os- lóarfjörð á leið með eldsneyti sem m.a. er notað á Gardemoen-flug- velli. Olíuskipið sem nú er í Helgu- vík kom hingað frá Venesúela og verður farmurinn, um 35.000 tonn af flugvélaeldsneyti, allur settur á tanka í Helguvík og á Keflavíkur- flugvelli. Íbúaþing haldið í Reykjanesbæ: Fjöldi góðra tillagna bárust frá íbúum XuMargar góðar hugmyndir og ábendingar bárust varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar á íbúaþingi sem haldið var í Stapa sl. laugardag. Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs segist, á vef Reykjanesbæjar, ánægður með fjölda þátttakenda og sér- staklega hversu vel þeir tóku þátt í umræðunni og höfðu sterkar skoðanir. Hugmyndum íbúa verður fundinn staður í þeirri vinnu sem nú fer að hefjast í endurskoðun á aðal- skipulagi bæjarins. „Meiningin er að halda kynningarfund fljót- lega eftir áramót, þar sem íbúum verður kynnt staða mála. Fundir af þessu tagi hafa verið haldnir áður þegar unnið hefur verið með aðalskipulag og hafa þeir mælst vel fyrir,“ segir Guðlaugur. Aðalskipulag Reykjanesbæjar var samþykkt í bæjarstjórn árið 2010 og hugmyndir voru uppi um að það gilti til ársins 2024. Margar þær forsendur sem byggt var á í skipulaginu, s.s. byggðaþróun og fólksfjölgun, hafa hins vegar breyst og því þykir ástæða til að endurskoða það. Á þinginu fór Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf yfir gildandi skipu- lag, forsendur og breyttar for- sendur. Hann sagði ekki óalgengt að fara þyrfti yfir aðalskipulag fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna breyttra forsenda. Nú þurfi að taka mið af nýrri íbúaspá, upp- byggingu atvinnu- og íbúasvæða, verndun svæða og fleiri þátta. Farið var í fimm þætti í aðal- skipulagi og þátttakendum gef- inn kostur á að velja sér þátt eða þætti eftir áhugasviði. Farið var í atvinnumál, byggðaþróun, nátt- úru- og umhverfi, þjónustu- og menningu og samgöngur. Ýmsar spurningar lágu frammi á hverju þátttökuborði fyrir sig og var svörum og hugmyndum safnað saman. „Núna erum við að vinna úr þeim fjölmörgu hugmyndum og ábendingum sem komu fram á þinginu og setja upp. Þær verða svo kynntar á næsta fundi um- hverfis- og skipulagsráðs um miðjan október. Þá verður jafn- framt settur á laggirnar stýrihópur um endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar, sem ég á von á að í sitji fulltrúar meiri- og minni- hluta auk embættismanna, líkt og verið hefur.“ Guðlaugur segist eiga von á því að fljótlega upp úr áramótum liggi fyrir einhver drög að breytingum sem síðan verði unnið með á öðru íbúaþingi. Stefnt sé að því að nýtt endurskoðað aðalskipulag taki gildi haustið 2016. Tillaga vinnuhóps um katta- og hundahald í Sandgerð- isbæ ásamt bókun umhverfisráðs á fundi ráðsins frá 17. ágúst sl. var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Sandgerðis á dögunum. Umhverf- isráð Sandgerðis vill ganga lengra í samþykktum um kattahald í bæjarfélaginu og að í reglum um kattahald standi „Lausaganga katta er óheimil í Sandgerðisbæ“ í stað: „Lausaganga katta er ekki heimil í þéttbýli og ber eigendum/ forráðamönnum að gæta þess að kötturinn valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum eða raski ró manna.“ Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur hins vegar frestað afgreiðslu máls- ins þar til Heilbrigðiseftirlit Suður- nesja hefur veitt sína umsögn. Bæjarráð hvetur jafnframt stjórn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til að flýta afgreiðslu málsins eins og unnt er. Kettir í Sandgerði hafa verið nokkuð í sviðsljósinu síðustu mán- uði þar sem kattadauði hefur verið tíður og vilja íbúar í bænum halda því fram að eitrað sé fyrir köttum í bæjarfélaginu. Vilja að lausaganga katta verði óheimil í Sandgerði Þröngt á þingi í Helguvíkurhöfn: Meiri flugumferð um Keflavíkurhöfn eykur umsvif í Helguvíkurhöfn Olíuskipið Vendome Street kemur til hafnar í Helguvík. Fyrir í höfninni var skipið Abis Bilbao sem flutti bygg- ingarefni og búnað í kísilver United Silicon. VF-myndir: Hilmar Bragi ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVAR STARFSKONUR ÓSKAST Hljómahöll DAGSKRÁ FRAMUNDAN HVAÐ ÞÝÐIR AÐ VERA HEILBRIGÐUR? HEILSU- OG FORVARNARVIKA Sundmiðstöðin Vatnaveröld óskar eftir tveimur konum til starfa. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Starfskonur þurfa að standast hæfnispróf sund- laugarvarða, hafa ríka þjónustulund og vera stundvísar og reglusamar. Umsóknarfrestur er til og með 8. október nk. Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjanes- bæjar og Starfsmannafélags Suðurnesja. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Ingibergsson í síma 899-8010. -Ómar Guðjónsson og Tómar R. Einarsson 28. september í Bergi -Dúndurfréttir 15. október í Stapa -Högni Egilsson 18. október í Bergi -Gunnar Þórðarsson og Jón Ólafsson 24. október í Stapa -Mugison 14. nóvember í Bergi (UPPSELT) -KK & Ellen jólatónleikar 11. desember í Stapa -Valdimar 30. desember í Stapa Miðasala á hljomaholl.is Magnús Scheving heldur fyrir- lestur í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 1. október kl. 20:00, í tilefni heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Aðgangur ókeypis. Við hvetjum íbúa Reykjanesbæjar til virkrar þátttöku í þeim viðburðum sem boðið er upp á í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 28. september til 4. október eða bara að skella sér í góða göngu um bæinn okkar. Nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar er hægt að nálgast á Fésbókarsíðu Íþrótta- tómstunda- og forvarna í Reykjanesbæ og á vef Reykjanesbæjar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.