Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 24.09.2015, Qupperneq 12
12 fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR -ferðaþjónusta pósturu vf@vf.is V IÐ T A L H IL M A R B R A G I B Á R Ð A R S O N EYKJANES GEOPARK er sjálfseignarstofnun frá fimm sveitarfélögum á Suðurnesjum og sex hagsmunaðilum sem eru aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin fimm eru Grindavíkurbær, Reykja- nesbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar. Ásamt sveitarfélögunum eru Heklan - atvinnuþró- unarfélag Suðurnesja, Ferðamálasamtök Reykjaness, Bláa lónið, Þekkingarsetur Suðurnesja, Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs auk HS Orku aðilar að Reykjanes Geopark. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grinda- vík, er stjórnarformaður Reykjanes Geop- ark. Víkurfréttir ræddu við Róbert um þetta áhugaverða samstarfsverkefni. - Segðu mér frá þessari vottun sem Reykja- nes jarðvangur var á fá? „Við höfum fengið vottun evrópsku Geop- ark-samtakanna sem eru í tengslum við UNESCO. Við megum kalla Reykjanesið Geopark og njótum viðurkenningar þessara samtaka. Við höfum þurft að uppfylla ákveð- in skilyrði til að fá þessa viðurkenningu. Það að fara í gegnum þá vinnu og uppfylla skil- yrðin er mesti ávinningurinn fyrir okkur sem og að ná þessari samstöðu í því sem við höfum verið að gera. Viðurkenningin felur það í sér að við megum nota þeirra merki, fáum aðgang að sérfræð- inganeti og mun það styrkja okkur í mark- aðsstarfinu sem er framundan.“ – Hvað er að vera Geopark eða jarðvangur? „Það felur það í sér að við tökum höndum saman í atvinnuþróunaráætlun. Þetta er upp- bygging ferðaþjónustu og fræðslu sem byggir á einstökum jarðminjum og við erum að nýta þetta svæði sem við erum með hér inn í okkar starf. Ef við tengjum þetta við ferðaþjónustuna þá er eitt meginverkefnið að koma í veg fyrir að það verði leki útaf svæðum, að fyrirtæki séu að koma og nýta sér jarðminjarnar og tekjurnar fari eitthvað annað. Við horfum til þess að vera „local“ og nýta þá ferðaþjónustu sem er á svæðinu eins og hótel, samgöngu- fyrirtæki og þess háttar. Við ætlum að reyna að byggja okkur upp sem eina heild.“ – Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki á svæðinu. Hvernig geta þau nýtt sér þennan stimpil? „Þau geta til dæmis nýtt það í markaðs- starfinu. Við erum t.a.m. með eitt dæmi hér í Grindavík, gamla Festi sem nú er orðið hótel og notar tækifærið að vera „GEO“ og vera með jarðminjar í sínum innréttingum og hótelið heitir Geo Hotel Grindavík og nær tengingunni þar inn. Veitingastaðir á svæðinu hafa síðan verið að leggja áherslu á staðbundið hráefni á sínum matseðlum. Salthúsið í Grindavík og Vitinn í Sandgerði eru dæmi um það og eru að vinna með okkur í verkefni með norskum, sænskum og kanadískum jarðvöngum sem heitir Ge- REYKJANES GEOPARK vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á einstakri jarðsögu, fræða og annast landið. Hugtakið Geopark er skilgreint af alþjóðlegum samtökum Geoparka sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. Um 100 geoparkar eru aðilar að sam- tökunum í dag, þ.e. svæði sem innihalda merkilegar jarðminjar og koma þeim á framfæri. Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu Euro- pean Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi í september 2015. Reykjanes Geopark er annað svæðið á Íslandi til að hljóta þessa vottun en Katla Geopark hlaut hana árið 2011. Reykjanes Geopark er jafnframt 66. svæðið í Evrópu sem hlýtur þessa vottun. Áherslan er á vellíðunar- ferðamennsku REYKJANES GEOPARK KOMINN MEÐ VOTTUN EUROPEAN GEOPARKS NETWORK Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík og stjórnarformaður Reykjanes Geopark. Kerlingabás. Önglabrjótsnef.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.