Víkurfréttir - 22.10.2015, Page 2
2 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
UPPLÝSINGAVEFUR
UM ÍBÚAKOSNINGU
OPNAÐUR
STAPI 50 ÁRA
HLÍÐARHVERFI (NICEL SVÆÐI)
DEILISKIPU-
LAGSTILLAGA
STARFSMAÐUR
SKÓLA ÓSKAST
Upplýsingavefur um fyrirhugaða íbúakosningu vegna
breytinga á deiliskipulagi í Helguvík hefur verið
opnaður á www.ibuakosning.is.
Þar eru upplýsingar um ástæður kosningarinnar og
kosningartímabil, framkvæmd kosningarinnar og
um hvað verður kosið.
Þar verða einnig sjónarmið bæjaryfirvalda og
sjónarmið þeirra sem eru mótfallnir breytingunni.
Sunnudaginn 25. október verður haldið upp á 50 ára
afmæli hins sögufræga félagsheimilis Stapa.
Húsið var formlega vígt þann 23. október árið 1965.
Afmælisboðið stendur frá 15-17. Á meðal þeirra sem
flytja erindi eru Hilmar Hafsteinsson og Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Valdimar
Guðmundsson kemur fram ásamt gítarleikara.
Afmælisterta og aðrar kaffiveitingar í boði fyrir gesti.
Allir velkomnir.
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
er hér með auglýst til kynningar eftirfarandi
deiliskipulagstillaga.
Deiliskipulagstillaga Hlíðahverfi
Deiliskipulagssvæðið er um 14. ha sunnan Efstaleitis,
vestan Holtahverfis og nær að Þjóðbraut. Á svæðinu
er eingöngu reiknað með íbúðum sem ýmist eru einbýli,
parhús, raðhús eða fjölbýli. Hæð húsa er frá einni hæð
upp í fjórar hæðir.
Tillaga ásamt fylgigögnum verður til sýnis á skrif-
stofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með
22. október til 3. desember 2015. Tillögurnar eru einnig
aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. desem-
ber 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á
skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12
Reykjanesbæ.
Reykjanesbæ, 22.október 2015.
Skipulagsfulltrúi
Heiðarskóli óskar eftir starfsmanni skóla í 70% starf.
Starfsmaður aðstoðar nemendur í leik og starfi, innan
og utan kennslustofu og sinnir öðrum verkefnum sem
skólastjóri felur honum.
Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.
is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig eru að finna
upplýsingar um hæfniskröfur, laun og starfskjör.
Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir
skólastjóri í síma 4204500 og 8944501.
-fréttir pósturu vf@vf.is
Reykjaneshöfn fékk greiðslu-frest á lánum sem voru á
gjalddaga í dag 15. október að
upphæð 140 milljónir króna.
Fresturinn var veittur til 30.
nóvember nk. Ekki kom því til
greiðslufalls. Kjartan Már Kjart-
ansson, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar segist vona að hægt verði
að nýta tímann fram að því til að
ganga frá málunum. Fulltrúar
bæjarins og hafnarinnar fund-
uðu með lánadrottnum en m.a.
er um að ræða tvær afborganir
af skuldabréfum í skuldabréfa-
flokkum sem skráðir eru í Kaup-
höllina.
Aðkoma kröfuhafa Reykjanes-
hafnar í formi endurskipulagningar
skulda er forsenda fyrir fjárhags-
legri endurskipulagningu Reykja-
nesbæjar.
Ef ekki nást samningar við kröfu-
hafa verður óskað eftir því að
bæjarfélaginu verði skipuð fjár-
hagsstjórn, eins og skylt er sam-
kvæmt sveitastjórnarlögum.
Í viðtali við Viðskiptablaðið segir
Kjartan Már að margir lánadrottna
hafnarinnar séu fagfjárfestar. „Ef
höfnin fer í greiðslustöðvun, ef
við getum ekki greitt, þá verður
náttúrulega bara rekstrarstöðvun
og við vitum ekki hvað gerist ná-
kvæmlega í framhaldinu.“
Fjárhagsvandi Reykjaneshafnar er
aðeins einn angi af fjárhagsvand-
ræðum bæjarfélagsins. Kjartan
Már sagði viðræður við lána-
drottna ganga þokkalega. Við-
skiptablaðið segist hafa heimildir
fyrir því að bærinn hafi óskað eftir
allt að 9 milljarða króna eftirgjöf af
skuldum sínum en þær nema rúm-
lega 40 milljörðum kr. Það er því
verið að tala um niðurfellingu á um
það bil fjórðungi skuldanna.
Samkvæmt tilkynningu Reykja-
nesbæjar fyrr í mánuðinum áætlar
bæjarfélagið að leggja fram tillögur
að heildarskipulagningu fjárhags
bæjarins á næstunni. Kjartan Már
segir að áfram sé unnið eftir þeim
markmiðum að Reykjanesbær
komi fjármálunum í lag og muni
ekki fá yfir sig fjárhagsstjórn en
til þess þurfi að ná samningum
við kröfuhafa. „Það hefur ekkert
sveitarfélag á Íslandi verið í þessari
stöðu sem við erum í en vonandi
tekst okkur að ná samningum við
kröfuhafa.“
Þúsund tonna
kvóti í Garðinn
með Kópi BA
XuNesfiskur í Garði er að festa
kaup á skipinu Kópi BA frá
Tálknafirði með af laheim-
ildum upp á rúmlega þúsund
tonn. Skipið kaupir Nesfiskur
af fyrirtækinu Þórsbergi. Að
sögn Bergþórs Baldvinssonar,
framkvæmdastjóra Nesfisks,
verður skipið að öllu óbreyttu
afhent í næsta mánuði. „Ekki
er þó ákveðið hvort eða hvenær
Kópur fer til veiða. Við erum
með marga báta og eigum eftir
að hugsa það hvernig Kópur nýt-
ist okkur,“ segir hann.
Nesfiskur greiddi að hluta til
fyrir kaupin með krókaaflamarki.
Bergþór segir að kaupin muni
ekki hafa í för með sér mikla
fjölgun starfsmanna Nesfisks en
að hún verði þó einhver.
Íbúðalánasjóður
vill selja Garði
Xu Íbúðalánasjóður hefur sent
Sveitarfélaginu Garði erindi þar
sem sjóðurinn býður sveitar-
félaginu húseignir sjóðsins í
bæjarfélaginu til kaups.
Erindið var tekið fyrir í bæjar-
ráði Garðs í vikunni. Bæjarráð fól
bæjarstjóra að afla nánari upp-
lýsinga hjá sjóðnum, m.a. um það
hvaða húseignir um er að ræða.
Hlutfall fyrstu kaupa af þing-lýstum kaupsamningum
það sem af er ári er hæst á Suður-
nesjum, rétt rúm 32%. Þetta
kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár
Íslands. Fylgst hefur verið með
upplýsingum um þinglýsingu
fyrstu kaupa frá því heimild til
lægri stimpilgjalda vegna fyrstu
kaupa var gefin út 1. júlí 2008.
Í vinnslu Þjóðskrár eru þinglýstir
kaupsamningar taldir og afsöl um
íbúðarhúsnæði án undangengins
kaupsamnings og eignayfirlýsingar.
Ekki eru taldar með eignatilfærslur
byggðar á erfðum eða öðru slíku,
eins og segir í fréttinni. „Rannsókn
á því hvort um fyrstu kaup var að
ræða fór fram við móttöku skjala
til þinglýsingar hjá sýslumönnum.“
Af þeim 615 kaupsamningum
sem hafa verið þinglýstir á Suður-
nesjum það sem af er ári eru 198
fyrstu kaup. Á eftir Suðurnesjum
kemur Austurland með rétt tæp
32%, þá Vestfirðir, síðan Suður-
land, Norðurland vestra, Vestur-
land, Höfuðborgarsvæðið og loks
Norðurland vestra. Í gögnunum
er ekki að finna skiptingu milli
sveitarfélaga innan landssvæða.
Kaupendur fyrstu fast-
eignar velja Suðurnes
Reykjaneshöfn fékk
greiðslufrest til 30. nóvember
Xu Ísaga ehf. hefur lýst áformum
fyrirtækisins um uppbyggingu
nýrrar súrefnis- og köfnunar-
efnisverksmiðju á iðnaðarsvæði
við Vogabraut í Vogum, ásamt því
að starfsemi fyrirhugaðrar verk-
smiðju er lýst nánar.
Í erindinu er þess farið á leit við
Sveitarfélagið Voga að það gefi á
þessu stigi umsögn um fyrirhugaða
framkvæmd og þeirri breytingu
sem fyrirséð er að gera þurfi á deili-
skipulagi vegna hæðar kæliturns
og tanka, áður en lengra er haldið í
undirbúningi.
Bæjarráð Voga fagnaði á dögunum
áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt
í erindið. Því var vísað til umfjöll-
unar hjá Umhverfis- og skipulags-
nefnd, hvað varðar skipulagsþætti
málsins. Þá hefur bæjarstjórn Voga
nú samþykkt afgreiðslu bæjarráðs
með öllum sínum sjö atkvæðum.
XuTækniklasi Suðurnesja verður
stofnaður formlega í dag, fimmtu-
dag, í Eldey á Ásbrú í Reykja-
nesbæ. Stofnun klasans verður
kl. 17 en klukkutíma áður verður
Hakkit vísindasmiðjan kynnt sem
er í frumkvöðlasetrinu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ný-
sköpunarráðherra, mun ávarpa
samkomuna. Þór Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarklasans, mun
greina frá reynslunni af þeim klasa.
Þá verða nokkur verkefni sem
unnin eru á vegum Keilis kynnt,
sem og verkefnin „Fly-bókunar-
kerfið“ og „Flugvirkinn“. Að end-
ingu verður svo Tækniklasi Suður-
nesja formlega stofnaður.
Taka vel í áhuga á Ísaga á Vogum
– fyrirséð er að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns
Tækniklasi Suðurnesja
stofnaður í dag
Frá framkvæmdum í
Helguvík í vikunni.