Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.2015, Side 9

Víkurfréttir - 22.10.2015, Side 9
9VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015 Þrjár landgöngubr ýr v ið suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verða endur- nýjaðar í vetur. Það er spænska fyrirtækið Thyssen Krupp, fram- leiðandi búnna, sem mun sjá um verkið. Isavia hefur haft samning við fyrirtækið undanfarin þrjú ár en það hefur gert úttekt á öllum landgöngubrúm Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Eftir úttekt var ákveðið að gera upp þrjár af fimm brúnum á Suður- byggingu flugstöðvarinnar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi flugstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þær þrjár sem voru verst farnar verði gerðar upp í vetur en hinar tvær líklega seint á næsta ári. „Ástandið var orðið mjög slæmt og þurfti að skipta út öllum stjórn- búnaði, köplum og hinum ýmsu hlutum brúna ásamt því að gera upp,“ segir Guðni. Kostnaður við verkið er í heild 90 milljónir króna. „Megnið af kostnaðinum fer í nýja varahluti. Stærsti kostnaðarhlutinn er endur- nýjun á búnaði sem aðeins fæst hjá framleiðanda og vinna við að skipta búnaðnum út sem er mjög sérhæfð vinna sem fá fyrirtæki hafa reynslu af og engin íslensk.“ Guðni segir t.d. sandblástur vera einungis lítinn hluta af verkinu. „Við mátum að þar sem þetta væri það sérhæft væri ekki hægt að bjóða verkið út ásamt því að við gerum kröfu um að einungis séu notaðir upprunalegir varahlutir í brýrnar sem er aðeins hægt að kaupa hjá framleiðanda. Að auki má nefna að landgöngubrýrnar hjá okkur eru með kröfu um 100% uppitíma og getum við ekki tekið neina áhættu varðandi verkefni sem þetta.“ Verktakinn, Thyssen Krupp, er að koma sér upp aðstöðu til að vinna að viðgerð brúnna í byggingu 885 á Keflavíkurflugvelli eða gamla stóra flugskýlinu. Það hús bíður niðurrifs en af því eru greiddir fast- eignaskattar og auk þess er sérstök trygging fyrir þá starfsemi sem er í húsinu. „Húsnæðið uppfyllir því öll skilyrði fyrir þessa starfsemi,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafull- trúi í samtali við Víkurfréttir. ATVINNA Vantar starfsfólk í dekkjavertíð. Möguleiki á framtíðarstarfi. Upplýsingar veittar á staðnum Sólning Fitjabraut 12 JÓLAHLAÐBORÐ á Hótel Örk föstudagurinn 4. desember 2015 Jólahlaðborð, gisting og morgunverður 12.000.- kr. á mann í tveggja manna herbergi (aukagjald í einbýli kr. 3000.-) Borðhald hefst kl. 19:30, en dvöl getur hast kl. 16:00. Rútuferðir: Farið verður frá Garði kl. 14:00, Sandgerði kl. 14:15, Nesvöllum kl.14:30 og Vogum kl. 14:45. Skráning er han hjá Erni, 846-7334, Vogum. Lýdíu, 423-7604, Sandgerði. Brynju, 422-7177, Garðinum. Bjarneyju, 421-1961, Reykjanesbæ. Skemmtinefnd Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,   Sigurbergur Sverrisson, Diddi í HF, Njarðarvöllum 6, Njarðvík áður Sóltúni 10, Keflavík,   lést miðvikudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 23. október kl. 13:00.   Fanney Sigurjónsdóttir, Ólafía Sigurbergsdóttir, Gylfi Ármannsson, Hafdís Sigurbergsdóttir, Björgvin Gunnlaugsson, Jóhann Sigurbergsson, Þórunn Sveinsdóttir, Guðmundur Sigurbergssson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Kolbrún Sigurbergsdóttir, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Gísli Helgason, Sveindís Sigurbergsdóttir, Kristín Sigríður Hansdóttir, Hjalti Garðarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Krossmóa sími 511-2021 // www.dyrabaer.is Atvinna Dýrabær Krossmóa óskar eftir starfsmanni í hlutastarf. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á dýrum, vera 20 ára eða eldri og tala íslensku. Umsóknir sendist til dyrabaer@dyrabaer.is. Dýrabær er reyklaus vinnustaður. -fréttir pósturu vf@vf.is Í dag eru öll smáforrit Raddlistar komin í iPhone útgáfu. Smáforritin voru áður gefin út eingöngu fyrir iPad spjaldtölvur. Með þessu framtaki er for- eldrum gert auðveldara að hlaða niður forritum sem stuðla að auknum málþroska og undirbúa börn fyrir læsi, beint í símana, hvar og hvenær sem er. Um er að ræða forrit sem sameina leik við hljóðakennslu, undirbúa læsi og réttan framburð. Þau eru Lærum og leikum með hljóðin, Froska- leikur 1, 2 og 3 og Froskaleikur Skólmeistarinn (skólútgáfa). „Nú á ekkert að vera því til fyrirstöðu að tugþúsundir uppalenda sem nota iPad eða iPhone geti aðstoðað börnin á markvissan hátt við grunninn að læsi“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, aðal- höfundur efnisins. „Drengir standa almennt verr að vígi en stúlkur í lestrarundirbúningi. Þeim hentar vel tenging við leik, tækni og hreyfingu, eins og er í smá- forritunum. Ég vona því að þetta geri gæfumun fyrir marga,“ segir Bryndís. „Til að geta ráðist í iPhone útgáfu fékk ég mikilvægan stuðning frá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem í verki gerðu okkur kleift að stuðla enn frekar að læsi íslenskra barna með stærri notendahópi“, segir Bryndís. Fyrirtækin sem studdu við gerð iPhone útgáfunnar eru Novator, Norðurál, Hagar, KPMG og HS Orka. Smáforrit Raddlistar komin fyrir iPhone Ragnar Hafsteinsson, faðir úr Keflavík, berst nú fyrir því að Adam, sex ára gamall sonur hans, snúi til taka frá Slóvakíu. Drengurinn fór þangað í viku langa heimsókn til móður sinnar sem býr þar. Ragnar átti von á drengnum til baka sunnudaginn 11. október síðast- liðinn en hefur hvorki heyrt frá syni sínum né barnsmóður. „Þetta er ekki forsjárdeila, heldur barnsrán,“ segir Ragnar. „Hún er búin að slíta öllum sam- skiptum við mig og ég veit í rauninni ekkert hvar sonur minn er niður kominn. Ég get ekki hringt í móðurina né náð til hennar með öðrum leiðum. Öll fjölskylda hennar er búin að loka á mig á facebook. Ég er búinn að reyna allt en hef ekki fengið nein svör.“ Ragnar og móðir drengsins slitu sambandi sínu árið 2012. Héraðs- dómur Reykjaness úrskurðaði Ragnari forræði yfir drengnum í apríl 2014 en að hann skyldi dvelja hjá móður sinni fjórar vikur á hverju sumri og önnur hver jól og áramót. „Hún hefur fengið meiri umgengni en dómurinn kvað á um. Til dæmis fór hann til hennar núna vegna þess að það var vetrarfrí í skólanum,“ segir Ragnar. Feðgarnir fluttu til Sandnes í Nor- egi síðasta vor og hóf Adam nám í fyrsta bekk nú í haust. „Hann hefur aðlagast mjög vel, talar góða norsku og á marga vini. Það er því ansi hart að rífa hann í burtu því honum líður vel hér. Samkvæmt lögfræðingnum mínum er þetta erfitt mál að sækja og ef það tekur of langan tíma verður þeim mun erfiðara að fá drenginn til baka. Þá verður hann búinn að skjóta rótum í Slóvakíu og ef hún kemur í veg fyrir samskipti mín við dreng- inn er það mjög slæmt.“ Ragnar bíður nú svara frá utanríkisráðuneyti Noregs og segir næstu skref vera í höndum lög- fræðinga sinna. „Þetta er ömurleg staða því ég þarf bæði lögfræðing í Noregi og í Slóvakíu og því fylgir mikill kostnaður.“ Búið er að stofna styrktarsíðu á facebook undir nafn- inu Bring Adam back home þar sem hægt er að leggja Ragnari lið. Þrjár landgöngubrýr endurnýjaðar - við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Landgöngubrú við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. VF-mynd: Hilmar Bargi Bárðarson Sonurinn kom ekki til baka úr vetrarfríi

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.