Víkurfréttir - 03.12.2015, Side 8
8 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir pósturu vf@vf.is
Mælingar á mengun á
vegum kísilveranna
Reykjanesbær hefur farið fram á að vera
virkur aðili í eftirliti á mengunarvöktuninni
Mælingar á útblæstri frá kísi lverum í Helguvík
verður skipulögð af fyrirtækj
unum sjálfum. Fyrirtækin velja
eftirlitsaðila sem Umhverfis
stofnun þarf svo að samþykkja.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari frá Reykjanesbæ við fyrir
spurn Víkurfrétta um tilhögun
mælinga í Helguvík. Starfsleyfi
veranna eru háð vöktunaráætl
unum sem fyrirtækin sjálf leggja
til. Í þeim er tiltekið hver muni
sjá um mælingarnar. Umhverfis
stofnun þarf svo að samþykkja
vöktunaráætlunina og þar með
þá aðila sem sjá um vöktunina.
Kísilverin sjálf greiða svo fyrir
vöktunina. Auk þessara mælinga
mun Umhverfisstofnun fram
kvæma skyndimælingar þar sem
mætt er óvænt í fyrirtækið og
mælingar framkvæmdar. Heil
brigðiseftirlit Suðurnesja mun
einnig hafa eftirlit með útblæstri
kísilveranna. Ekki hefur verið
ákveðið hvort Reykjanesbær verði
með sérstakar mælingar en sam
kvæmt upplýsingum frá bænum
er það í skoðun.
Vöktunaráætlun United Silicon er
nú í endurskoðun hjá Umhverfis-
stofnun sem hefur óskað eftir
frekari gögnum. Vöktunaráætlun
Thorsil er ekki tilbúin. Farið hefur
verið fram á sameiginlega vöktun-
aráætlun allra verksmiðjanna
í Helguvík, það er kísilveranna
tveggja og álvers ef af byggingu
þess verður. Vöktunaráætlanirnar
verða opinber gögn og aðgengileg á
síðu Umhverfisstofnunar.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi
á bænum Kúludalsá í Hvalfjarðar-
sveit, hefur í mörg ár barist fyrir því
að mælingar á mengun frá stóriðju
þar séu í höndum óháðra aðila.
Hún sat í pallborði á íbúafundi um
deiliskipulagsbreytingu og íbú-
akosningu vegna hennar í Reykja-
nesbæ á dögunum. „Ég vil vara
bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ við
því að treysta Umhverfisstofnun
og öðrum eftirlitsstofnunum fyrir
framtíð bæjarbúa. Bæjarfulltrúar
virðast halda að iðjuver í Reykja-
nesbæ muni þurfa að lúta strang-
ara eftirliti vegna mengunar en á
Grundartanga. Umhverfisstofnun
er nýbúin að senda frá sér tillögu
að nýju starfsleyfi fyrir Norðurál á
Grundartanga og þar er allt utan-
umhald vegna mengunarmælinga
lagt í hendur iðjuversins,“ segir
hún. Ragnheiður segir mikilvægt
að íbúar Reykjanesbæjar þekki og
geti tekið mið af reynslu annarra
af stóriðju.
Fjallað var um umhverfisáhrif
Norðuráls á Grundartanga í Stund-
inni 7. nóvember síðastliðinn. Þar
kemur fram að í starfsleyfi Norður-
áls sé kveðið á um að fyrirtækið sjái
sjálft um vöktun og rannsóknir á
umhverfisáhrifum sínum og leggi
til hvernig sú vinna fari fram. Íbú-
ar á svæðinu hafa lengi gagnrýnt
fyrirkomulagið og hefur sveitar-
stjórn Hvalfjarðarsveitar nú tekið
undir þá gagnrýni. Krafa þeirra er
samhljóða; að óháðir aðilar haldi
alfarið utan um mælingar vegna
umhverfisvöktunar. Útblástur frá
álverinu á Grundartanga á öðru
en brennisteinstvíoxíði og brenni-
steinsvetni, er aðeins mældur í sex
mánuði á ári, frá apríl og fram í
október utan þynningarsvæðanna.
Á næstunni verður starfsleyfi
Norðuráls endurnýjað og hefur
sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
krafist þess að mælingar flúors fari
fram allt árið.
Árið 2006 slapp mikið magn eitur-
efna úr álveri Norðuráls á Grundar-
tanga og frétti Ragnheiður ekki af
því fyrr en um 18 mánuðum síðar,
fyrir tilviljun í spjalli við dýralækni.
„Það var enginn á svæðinu látinn
vita. Umhverfisstofnun þagði yfir
þessu,“ segir hún. Þau svör fengust
frá Reykjanesbæ að þar verði mæl-
ingar allt árið og er gert ráð fyrir að
hægt verði að fylgjast með stöðunni
á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Reykjanesbær hefur farið fram á að
vera virkur aðili í eftirliti á vöktun-
inni og verður ásamt kísilverunum
og Umhverfisstofnun í samráðshóp
þar sem farið er yfir niðurstöður
mælinga. Bæjaryfirvöld í Reykja-
nesbæ hafa farið fram á að fá að
vita ef mengunaróhöpp verða.
Suðurnesjamaður vikunnar
Er svakalegur bakari
Dalrós Jóhannsdóttir er Suðurnesjamaður vikunnar. Hún hefur staðið vaktina í Skóbúðinni í Reykja-
nesbæ undanfarin 3 ár. Nú er að fara í hönd mesti annatími ársins hjá Dalrósu eins og hjá flestum öðrum
kaupmönnum á landinu.
Fullt nafn:
Lína Dalrós Jóhannsdóttir
Aldur:
46 ára
Fjölskylda:
Gift og á 3 börn
Áhugamál:
Fjölskyldan, ferðalög
og að elda góðan mat.
Uppáhalds bók:
Karitas og Óreiða á striga. Fannst líka
mjög gaman að lesa bókina Bernsku-
dagar eftir föðurbróðir minn, Óskar
Jóhannsson.
Fyrsta bernskuminningin:
Eitthvað að dúllast með mömmu á
Hraunsveginum.
Leyndur hæfileiki:
Er svakalegur bakari.
Gæludýr:
Dóttir mín og tengdasonur eiga
labrador tíkina París sem kemur
stundum í heimsókn.
Uppáhalds nammi:
Finnst eiginlega allt nammi gott. Nýj-
asta æðið er súkkulaði popp.
Fallegasta náttúruperlan
á Suðurnesjum:
Það eru mjög margar fallegar nátt-
uruperlur á suðurnesjum. Reykja-
nesvitinn og svæðið í kring er fallegt.
ATVINNA
Starfsmaður óskast í útkeyrslu
og afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4.
Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00.
Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig
er hægt að sækja um á steinar@olis.is
Æskilegt að umsækjandi
sé ekki yngri en 20 ára.
s. 511-1141101 ReykjavíkLaugavegi 61
● Allar bestu hárvörurnar
á einum stað
● Pantaðu í netverslun okkar
og fáðu sent heim
● Úrval af fallegum jólagjöfum
www.sapa.is
Skólamatur auglýsir eftir viðhaldsmanni
til starfa. Um er að ræða 100% stöðugildi.
Helstu verkefni:
• Viðhald og umsjón fasteigna, tækja og búnaðar, m.a. bifreiða.
• Umsjón með lager.
• Vinnuvernd og öryggismál.
Hæfniskröfur:
• Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur en reynsla af
framkvæmdum og almennu viðhaldi er nauðsynleg.
• Samskipta- og skipulagshæfni.
Fyrirspurnir og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur
mannauðsstjóra á fanny@skolamatur.is eða í síma 420 2500.
Umsóknarfrestur er til og með
15. desember 2015.
Skólamatur er fjölskylduvænn
vinnustaður sem starfar á Suðurnesjum
og á höfuðborgarsvæðinu.
Viðhaldsmaður
Hollt, gott og heimilislegt
Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is
skolamatur.is