Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.2015, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 03.12.2015, Qupperneq 10
10 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Flugakademía Keilis hefur samið við TRU Flig ht Train­ ing Ice land um aðgang að flug­ hermi félagsins fyrir þjálfun atvinnuflugmannsnemenda skólans í áhafnarsamstarfi (MCC). Þjálfunin fer fram í full­ komnasta flughermi á landinu sem er staðsettur á Flugvöllum í Hafnarfirði og nýtist meðal annars við þjálfun flugmanna Icelandair. Flughermirinn er af gerðinni B757 „Level D” og er rekinn af fyrirtækinu TRU Simulation and Training og er hann nákvæm eftirlíking af stjórnklefa Boeing 757 flugvélar eins og Icelandair notar í sínum flugrekstri. Í flug- herminum er hægt að kalla fram öll helstu landsvæði í heiminum í gegnum gagnagrunn sem heldur utan um alla grafík sem birtist á fullkomnum myndvörpum. Hægt er að kalla fram öll helstu veður- skilyrði, stilla inn krefjandi að- stæður og ókyrrð, auk þess sem líkja má eftir helstu bilunum sem geta komið upp á en með því geta flugmenn látið reyna á færni sína. Þrautreyndir flugmenn munu koma að þjálfun nemenda í áhafnarsamstarfinu, meðal ann- ars Kári Kárason (þjálfunarflugs- tjóri hjá Icelandair), Arnar Már Baldvinsson (flugstjóri hjá Icel- andair), Arnar Jökull Agnarsson (flugstjóri hjá Icelandair), Tómas Beck (flugmaður hjá Icelandair) og Friðrik Ólafsson (flugstjóri hjá WOW air). Snorri Páll Snorrason, skóla- stjóri Flugakademíu Keilis og Guðmund ur Örn Gunn ars son, fram kvæmda stjóri TRU Flig ht Train ing Ice land, skrifuðu undir samninginn 20. nóvember síð- astliðinn. Við það tækifæri gafst nemendum í atvinnuflugmanns- námi Keilis kostur á að skoða flugherminn og húsakynni TRU, ásamt því að fá upplýsingar um fyrirkomulag námsins. Met- fjöldi nemenda stundar nú nám við Flugakademíu Keilis og mun samningurinn þýða að nemendur skólans geta sótt enn fjölbreyttari þjálfun í fullkomnasta tækjabún- aði á landinu. Nánari upplýsingar um flugnám í Flugakademíu Keilis má nálgast áflugakademia.is. Nemendur Keilis fá þjálfun í fullkomnasta flughermi Íslands -fréttir pósturu vf@vf.is Úr flugherminum. Vinna saman að styrkingu ímyndar Reykjaness SAR, samtök atvinnurekenda á Reykjanes, Samband sveitar­ félaga á Suðurnesjum og Mark­ aðsstofa Reykjaness hafa ákveðið að vinna saman að styrkingu ímyndar Reykjaness sem búsetu­, atvinnu­ og áfangastaðar. Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við HN markaðssam- skipti og munu forsvarsmenn fyrir- tæksins kynna niðurstöðu könn- unar um viðhorf til svæðisins. „Þetta er sennilega í fyrsta skiptið sem atvinnulífið með stærstu fyrir- tækin á Reykjanesi í fararbroddi, öll sveitarfélögin og markaðs- stofan ætla sér í samhent átak til að bæta ímyndarsköpun hér á svæðinu og marka einnig þáttaskil í samvinnu milli aðila sem gagnast okkur öllum,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Sam- taka atvinnurekenda á Reykjanesi en samtökin voru stofnuð fyrir fimm árum síðan. Berglind Krist- insdóttir, framkvæmdstjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum tók undir orð Guðmundar og var ánægð með fyrstu skrefin í þessu samstarfi. Í dag, fimmtudag kl. 12, verður opinn fundur í Hljómahöll þar sem spurt verður: Hver er staðan? Hvar liggja tækifæin á Suðurnesjum og hverjar eru hindranir. Meðal frumælenda eru Skúli Mogensen, eigandi Wow flugfélagsins. HN markaðssamskipti munu kynna niðurstöður könnunar um ímynd Suðurnesja og Tómas Þór Eiríks- son, framkvæmdastjóri nýsköp- unarfyrirtækisins Codlands mun ræða um nýsköpun í sjávarútvegi. Kristján Ásmundsson skólameist- ari FS mun fjalla um starfsnám/ iðnnám á Suðurnesjum og loks mun Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónssins segja frá upplifun gesta og mikilvægi mannauðs. Fundarstjóri verður Berglind Krist- insdóttir framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fulltrúar fyrirtækja á Reykjanesi á fundi Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi eftir undirritun samningsins. Á myndinni eru fulltrúar frá Flugakademíu Keilis og TRU Flight Training Iceland fyrir framan flugherminn í Hafnarfirði. -aðsent pósturu vf@vf.is Nú er að koma sá tími ársins þar sem dagsbirtunnar nýtur sem minnst og erfitt getur verið að greina svörtu fötin okkar sem við flest klæðumst á þessum árstíma. Við vitum nú öll af þessu litla gagnsama öryggistæki sem heitir endurskinsmerki og er gætt þeim eiginleika að við sjáumst mikið fyrr í myrkrinu, Þau eru til í ýmsum útgáfum, lítil og stór, til að hengja utan á okkur, til að líma á flíkur og til að klæða okkur í. Einnig er til úrval af þessum mikilvægu ör yggistækjum á dýrin okkar. Á heimasíðu Samgöngustofu eru ýmsar upplýsingar um endurskins- merki og m.a. er þar sú staðreynd að ökumaður getur greint þann sem er með endurskinmerki í um 125 metra fjarlægð meðan að sá sem er ekki með endurskinsmerki sést varla fyrr en keyrt er fram hjá honum (og sést það vel ef hlekkur- inn hér er skoðaður. http://www. samgongustofa.is/um/frettir/um- ferdarfrettir/nr/241 ) Slysavarnadeildin Dagbjörg í Reykjanesbæ hvetur bæjarbúa til að vera duglega að nota þetta litla öryggistæki sem er svo ótrúlega áhrifamikið. Það er svalt að vera upplýstur 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.