Víkurfréttir - 03.12.2015, Blaðsíða 25
25VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 3. desember 2015
Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur
XuAðventunni fylgja ýmsir siðir sem hafa skapast, bæði hjá einstakl
ingum, fyrirtækjum og hjá félagasamtökum. Einn sá siður sem hefur
verið áberandi á aðventunni í menningarlífi Suðurnesjamanna eru
Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur sem þetta árið verða haldnir í
YtriNjarðvíkurkirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 20:30.
Gestakórar verða að þessu sinni Söngsveitin Víkingar sem syngja
undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar og Barnakór Sandgerðis
sem Sigurbjörg Hjálmarsdóttir stjórnar. Miðasala fer fram hjá kór
félögum Karlakórsins og við innganginn. Aðeins verða einir tón
leikar og þá má enginn láta fram hjá sér fara. Umgjörðin er alltaf
mjög hátíðleg því kirkjan er prýdd kertaljósum og svo er efnisskráin
afar fjölbreytt samkvæmt venju.
Karlakór Keflavíkur hefur átt starfsamt haust því í október stóð kórinn
fyrir Kötlumóti sem heppnaðist afar vel og var umgjörðin sú allra
glæsilegasta á slíku móti og tónleikarnir allir mjög vel heppnaðir. Að
loknu karlakóramótinu tók nýr stjórnandi við taumunum hjá kórnum,
Stefán E. Petersen og hefur hans helsta verkefni verið að undirbúa kór-
inn undir Kertatónleikana. Honum til aðstoðar á tónleikunum verður
eiginkona hans Erla Gígja Garðarsdóttir óperusöngkona.
Lionsklúbbur Njarðvíkur veitir styrki
XuFyrsta sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrætt
ismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur í Nettó í Krossmóa. Af þessu
tilefni veitti Lionsklúbbs Njarðvíkur styrki upp á 1.220.000 krónur
til verkefna á Suðurnesjum. Styrkirnir eru veittir af fé sem safnast í
árlegu bílahappdrætti klúbbsins.
Brunavarnir Suðurnesja fengu 300.000 króna styrk til kaupa á þremur
spjaldtölvum sem settar verða í sjúkrabifreiðar Brunavarna Suðurnesja.
Við styrknum tók Jón Guðlaugsson.
Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 250.000 krónur frá klúbbnum. Við
styrknum tók Þórunn Þórisdóttir.
Þjónustumiðstöð eldri borgara á Nesvöllum fékk 320.000 króna styrk
til kaupa á skjávarpa. Við styrknum tók Ása Eyjólfsdóttir.
Fjölsmiðjan á Iðavöllum fékk 100.000 króna styrk. Við styrknum tók
Þorvarður Guðmundsson.
Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fékk 100.000 krónur. Við
styrknum tók Haraldur Árni Haraldsson.
Einnig veitti klúbburinn styrki til einstaklinga að upphæð 150.000
krónur. Lionsfélagar hvetja fólk að kíkja við í Nettó og tryggja sér miða.
- alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA
Sjónvp
Vík é a
fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is
- Guðmundur Sigurðsson segir áhorfendum frá alþjóðlegu
verkefni sem byggir á samstarfi Special Olympics og lögreglumanna
Löeglan hljóp með
kyndil um Ke
avík
Á dagskrá í kvöld á Í Þaargjörð
í Oceraklúnum
- amerísk matarveisla
í gömlu herstöðinni
... og allt það helsta í fréttum þessarar viku frá Suðurnesjum
- segir verðlaunarithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson
í áhugaverðu viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta.
„Óþai að
ríst við bók“
HD
á vf.is
HD
á vf.is