Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Hátíðarhöld vegna 1. maí, sem er
baráttudagur verkafólks, fóru fram
í Stapa í Reykjanesbæ á sunnudag.
Fjölbreytt dagskrá var í tilefni dagsins
og viðstöddum boðið upp á veglegar
kaffiveitingar. Það voru stéttarfélögin
í Reykjanesbæ sem sameinuðust um
dagskránna.
Jóhanna Ruth Luna Jose, Talent-
stjarna, kom og söng af krafti þannig
að þakið fór næstum af Stapanum.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir kom og var
með gamanmál í hlutverki Hannesar
Guðmundssonar, poppara úr Kefla-
vík. Þá söng Sönghópur Suðurnesja
undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar.
Þá lék Guðmundur Hermannsson
ljúfa tóna. Ræðumaður dagsins var
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafur S. Magnússon frá Félagi iðn-
og tæknigreina setti dagskránna en
Guðbrandur Einarsson, formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja,
var kynnir. Myndirnar eru frá hátíð-
inni í Stapa.
Jóhanna Ruth
tók næstum þakið
af Stapanum
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 421 0001
O P N U N A R T Í M I
Vatnsnesvegi 12 // 230 Reykjanesbæ // 420 7011
Opið verður í hádeginu frá og með 6. maí
frá kl. 11:30 til 13:30, svo frá kl. 18:00 til 21:30. virka daga.
Sami tími um helgar.
BÖRN OG UMHVERFI
- námskeið
Námskeiðið Börn og umhverfi verður
haldið hjá Rauða krossinum á Suðurnesjum
dagana 17. 18. 19. og 20. maí.
Námskeiðið er ætlað ungmennum
fædd á árinu 2004 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins
á Suðurnesjum, Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ
Farið er ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu
við börn, ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald
er kr.7.500. Innifalið námskeiðsgögn og hressing.
Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.
Skráning og greiðsla fer fram
í gegnum vefinn skyndihjalp.is
Nánari upplýsingar í síma 420 4700 virka daga
frá kl. 13:00 – 16:30 eða með tölvupósti á
sudredcross@sudredcross.is.
Rauði krossinn
á Suðurnesjum
ATVINNA
STAÐA SKRIFSTOFUMANNS
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Upplýsingagjöf til félagsmanna.
- Símavarsla
- Móttaka reikninga.
- Færsla bókhalds.
- Almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
- Almenn menntun.
- Frumkvæði og sjálfstæði.
- Sveigjanleiki og jákvætt viðmót og
hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Þekking og reynsla
af kjarasamningum æskileg.
- Þekking á tekjubókhaldi er kostur.
Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja og BSRB.
Nánari upplýsingar veitir formaður STFS, Stefán B. Ólafsson, formadur@stfs.is,
eða í síma 898-3314. Ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um umsækjanda, m.a.
um menntun, fyrri störf.
Umsóknarfrestur er til 17. maí 2016.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns á skrifstofu Starfsmanna-
félags Suðurnesja frá 1. júní 2016. Starfshlutfall er 75%.