Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2016, Síða 10

Víkurfréttir - 04.05.2016, Síða 10
10 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Batteríið arkitektar hlaut á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir verkefni sem Keflvíkingurinn Jón Stefán Einarsson arkitekt og einn eigandi stofunnar stýrði fyrir hennar hönd í Kanada. Verkefnið The Active Living Center var unnið fyrir há- skólann í Manitoba í samstarfi við kandadísku arkitekta- stofuna Cibinel Architects og er fjölnota íþróttahús og lýð- heilsumiðstöð. Verðlaunin eru veitt af NIRSA - Natio- nal Intramural-Recreational Sports Association og er þetta í fyrsta sinn í 30 ár sem kanadísk bygging hlýtur verðlaunin Out- standing Sports Facility Awards en þau eru veitt framúrskarandi íþrótta- mannvirkjum í Norður Ameríku. Að sögn Jóns Stefáns eru verðlaunin mikill heiður og viðurkenning á því að íslenskur arkitektur er vel sam- keppnishæfur. „Upphaf verkefnisins má rekja til þess að Batteríið hóf að leita að verk- efnum erlendis og komst í samband við kanadísku stofuna Cibinel Arc- hitects sem leitaði að samstarfsaðila vegna íþróttaverkefnis í Winnipeg í Kanada. Stofurnar tvær ákváðu að leggja saman krafta sína en áður hafði Batteríið unnið að stórum verkefnum í tengslum við íþróttamannvirki og má þar nefna Ásvallarlaug og stúku fyrir FH.“ Hof íþrótta við Manitoba háskóla Eftir hæfnismat og viðtöl féll verk- efnið í þeirra skaut og Jóni Stefáni var falin hönnunarstjórn verkefnisins ásamt samstarfsaðila. „Hönnunarstjóri ber ábyrgð á verk- efninu, tekur virkan þátt í hönnun þess og stýrir verkefninu til starfs- manna en í heildina komu um átta starfsmenn að verkefninu á Íslandi, auk starfsmenn úti á meðan á því stóð en verkefnið stóð frá árinu 2008 til ársins 2015.“ Segir Jón Stefán en hugmyndin gekk að hans sögn fyrst og fremst út á að gera byggingu sem setti heilsu og heilbrigt líferni á hærri stall. „Byggingin er stolt Manitoba há- skólans og staðsett þannig að þú tekur eftir henni, nokkurs konar hof íþrótta við innganginn að háskólasvæðinu. Við lögðum áherslu á opin rými og að draga dagsbirtinguna inn í bygg- inguna sem ég held að hafi tekist vel.“ Byggingin er samofinn íþróttakjarni og er opið á milli rýma sem helguð eru fjölbreyttum íþróttagreinum. Þar má finna 12m háan klifurvegg við inngang, kraftlyftingarsal, þrjá fjöl- notasali, 1500m2 tækjarými og 200m hlaupabraut svo eitthvað sé nefnt auk rannsóknarstöðvar fyrir íþróttamenn í sérþjálfun svo sem Olympíuleika. Byggingin tengist svo eldri byggingu sem er með hefðbundnari íþróttasali. En hvað þýða svona verðlaun? „Það er erfitt að segja en þetta er viðurkenning á því að við stöndum okkur vel og að íslenskir arkitektar eru vel samkeppnishæfir“, segir Jón Stefán og tekur fram að þetta sé í fyrsta sinn í 30 ár sem bygging í Kandada hlýtur slík verðlaun.“ Var þetta erfitt verkefni? „Þetta var erfitt verkefni í því til- liti að það var krefjandi að starfa í tveimur heimsálfum og eiga sam- skipti á ólíkum tímum. Þá þurfti að byggja traust og ferðast á milli sem þýddi auðvitað fjar- vistir frá fjölskyldu“, segir Jón Stefán en hann og kona hans Finna Kristinnsdóttir eiga tvö börn, Kormák Ragnar 12 ára og Melkorku Sól 10 ára. „En þetta var mjög gefandi og maður kynntist mikið af fólki og öðrum menningarheimi auk þess sem þetta var gríðar- lega lærdómsríkt. Það var gaman að sjá hvernig svona flókið verk- efni varð að veruleika frá hugmynd að byggingu.“ Jón Stefán lærði arkitektúr í Vín í Austurríki og hefur eftir það starfað hjá Batteríinu frá útskrift árið 2005. Hann er borinn og barnfæddur kefl- víkingur, sonur hjónanna Einars Stef- ánssonar og Guðlaugar Jónsdóttur og vill hvergi annars staðar búa. „Kefla- vík er góður staður og hér er gott að ala upp börn, það er svo rólegt hérna og stutt í allt.“ En hvað er það sem heillar við arkitektur? „Í grunninn þau forréttindi að vinna með fólki og skapa eitthvað nýtt, leysa flókin úrlausnarefni. Það er gaman að sjá hvernig hugmynd verður að veru- leika og vinna að því með viðskipta- vininum. Arkitektúr hefur breyst mikið á skömmum tíma, áhrifin eru meiri eftir netvæðinguna og að- gengi almennings að góðum arki- tektúr hefur aldrei verið eins mikill sem opnar okkur stórkostlega mögu- leika. Þar á sér stað stöðugt samtal og þetta er ekki lengur lokaður heimur arkitekta heldur er arkitektúr fyrir al- menning og gefur honum tækifæri á að skapa sér betra umhverfi, þetta eigum við eftir að sjá meira í fram- tíðinni.“ Að sögn Jóns Stefáns er íslenskur arki- tektúr vel samkeppnishæfur og hefur Batteríinu gengið vel í erlendum verk- efnum s.s. í Noregi, Austurríki, Kali- forníu og víðar. „Við vorum tilneydd til þess að leita að verkefnum erlendis eftir hrun enda verkefnastaða ekki góð á Íslandi. En það má segja að það hafi verið okkar gæfa. Við horfum þó áfram á íslenskan markað og vonandi skapast möguleikar á því að gera eitt- hvað spennandi þar.“ ●● Keflvískur●arkitekt●hlýtur●alþjóðleg●verðlaun●fyrir●verkefni●í●Kanada KREFJANDI AÐ STARFA Í TVEIMUR HEIMSÁLFUM Jón Stefán Einarsson arkitekt Við vorum tilneydd til þess að leita að verkefnum erlendis eftir hrun enda verkefnastaða ekki góð á Íslandi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.