Víkurfréttir - 04.05.2016, Blaðsíða 18
18 miðvikudagur 4. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Pósturinn í Sandgerði óskar eftir
að ráða bílstjóra í framtíðarstarf.
Starfið felst í dreifingu pósts á
svæðinu og eru skilyrði stundvísi
og áreiðanleiki.
Umsóknarfrestur er til
11. maí 2016.
Nánari upplýsingar veitir Anna
María Guðmundsdóttir í síma
421 4300 eða í annam@postur.is
Hægt er að sækja um starfið á
umsóknarvef Póstsins:
umsokn.postur.is
Erum við að
leita að þér?
Áhugahópur um framþróun og sam-
einingu sveitarfélaga á Suðurnesjum
hefur gert samkomulag við skólasam-
félagið Keili á Ásbrú um að greina
möguleika á því að auka lífsgæði og
gera Suðurnesin eftirsóknarverðari til
framtíðar. Nemendur á svokallaðri há-
skólabrú Keilis munu vinna verkefnið
næsta haust og ljúka því um áramót, í
síðasta lagi næsta vor.
„Við eigum öll djúpar rætur hér á
svæðinu og höfum metnað fyrir því
að samfélagið og sveitarfélögin vaxi
og dafni og við náum að auka lífsgæði
íbúa og gera svæðið áfram eftirsóknar-
vert um ókomna tíð. Það er gagnlegt
að skoða hvað sameinað sveitarfélag
hefði upp á að bjóða. Við teljum gagn-
legt að byrja á því að greina kostina
sem svæðið hefur upp á að bjóða,
Suðurnesin eru heiti potturinn í dag.
Við viljum fá vísindalega greiningu
á kostum og tækifærum svæðisins
og þegar hún liggur fyrir tökum við
samræðu og síðan næstu skref. Ef það
leiðir til þess að það myndist tækifæri
til sameiningar þá er það vel ,“ segir
Skúli Skúlason sem hefur farið fyrir
hópnum. Aðrir í hópnum eru Pétur
Pálsson, Margrét Sanders og Guðfinna
Bjarnadóttir. Þau eru öll þekkt fyrir
sín störf í samfélaginu.
„Við tökum við þessu spennandi verk-
efni af auðmýkt og virðingu. Hluti
af verkefni skóla er að mennta fólk
og við lifum í upplýsingasamfélagi og
megin hluti af námi nemenda, þar
á meðal á Háskólabrú, er að sækja
upplýsingar og geta sett þær fram á
skilvirkan og læsilegan hátt. Því er
þetta spennandi verkefni sem bíður
þeirra, alvöru verkefni með góðum
hópi, verkefni sem tengir samfélagið
á Suðurnesjum,“ segir Hjálmar Árna-
son, framkvæmdastjóri Keilis.
Guðfinna Bjarnadóttir:
Viljum byggja
undir framtíðina
Guðfinna Bjarnadóttir er borin og
barnfæddur Keflvíkingur og þrátt fyr-
ir að hún hafi flutt á vit ævintýra ung
að árum þá segir hún að hjartað hafi
alltaf verið í gamla bænum hennar.
„En þá má líka spyrja, af hverju bý ég
ekki hér? Því er til að svara að vil sjá
meira af menningu, tækifærum og
fleiru. Ég hugsaði með mér: Er ekki
möguleiki á að það geti orðið að veru-
leika? Það er svo hollt að standa svona
til baka og horfa á tækifærin og það
er miklu hollara að horfa meira fram
á við en að vera of mikið í fortíðinni.
Spyrja sig, hvað þurfum við að gera
til að börnin okkar, barnabörnin
og framtíðin verði þannig að fólk
kjósi að búa hérna? Ég held að þetta
verkefni sé einmitt kjörið tækifæri
til að koma samræðu af stað. Það
getum við gert þegar upplýsingar frá
skólafólkinu í Keili liggja fyrir. Ef að
það verður að sameiningu í lokin sem
maður veit ekkert um núna, þá eru
tækifærin miklu stærri og merkari til
þess að ná saman slagkrafti í mörgum
þáttum, skólamálum, samgöngum,
þjónustu og öllu sem skiptir máli
í góðu samfélagi. Áhugahópurinn
hefur áhuga á að byggja undir fram-
tíðina, gera samfélagið meira spenn-
andi og auka lífsgæði á svæðinu. Við
erum að horfa til lengri framtíðar og
það er hverju samfélagi hollt,“ segir
Guðfinna Bjarnadóttir í áhugahópi
um framþróun og eflingu Suðurnesja.
Margrét Sanders:
Snýst um
framtíðarsýn
„Þetta snýst allt um framtíðarsýn
og góð lífskjör. Af hverju vil ég búa
hérna, það er af því að hér er gott að
búa mikil tækifæri. Við erum sætasta
stelpan á ballinu, Suðurnesin saman,
við erum miklu sterkari saman. Það er
nauðsynlegt að sjá þessar upplýsingar
og staðreyndir á blaði til að vera viss
um að við séum á réttri leið og því er
þetta samstarf okkar við Keili frábært.
Þetta á ekki að snúast um tilfinningar
heldur rök,“ segir Margrét Sanders í
áhugahópi um framþróun og eflingu
Suðurnesja.
En hvað segir gamli Njarðvíkingurinn
þegar við rifjum upp að sameining
Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið
1994 var ekki þrautalaus og margir
Njarðvíkingar voru ekki á neinum
sameiningarbuxum?
„Við vorum of mikið í tilfinningum
og erum það enn í mörgum málum.
Ég fer á leiki með mínu félagi, Njarð-
vík og styð það. Slíkar tilfinningar
fara ekki neitt þó að Reykjanesbær sé
okkar sameinaða sveitarfélag í dag.“
Margrét segir að það sé engin spurn-
ing að sameining Keflavíkur, Njarð-
víkur og Hafna 1994 hafi verið mikið
gæfuspor og að það sé ekki víst að hin
nýja bjarta staða á svæðinu væri eins
björt nema vegna sameiningarinnar.
Tækifærin séu á Suðurnesjum og það
séu allir að tala um það.
Pétur H. Pálsson:
Þurfum að gera
sveitarfélögin öflugri
„Við erum í þeirri stöðu Íslendingar
að gera miklar kröfur um lífsgæði.
Við viljum hafa góða, ókeypis og frá-
bæra skóla og gott heilbrigðiskerfi
svo dæmi sé tekið. Það þarf að vera
framleiðniaukning í öllum greinum
atvinnulífsins. Ég hef mikla trú á því
að þetta svæði hafi allt upp á að bjóða
sem íbúar biðja um.
Ég vona það að þegar niðurstaða
liggur fyrir úr greiningarvinnu verði
þessi möguleiki skoðaður af alvöru.
Stolt okkar Grindavíkinga, fyrirtækin
Cotland og Haustak, eru til að mynda
í Reykjanesbæ. Ég held að verstöðin
Ísland þurfi á því að halda að fækka
sveitarfélögum og gera þau öflugri til
að eiga meiri möguleika á að veita
betri þjónustu og lífskjör.
Sveitarfélagið Suðurnes mun, gangi
allt eftir sem við höfum trú á að sé
möguleiki, geta boðið upp á allt sem
fólk óskar eftir í búsetu, “ segir Pétur
Pálsson í áhugahópi um framþróun og
eflingu Suðurnesja.
Vilja gera Suðurnesin eftir-
sóknarverðari til framtíðar
●● Keilir●á●Ásbrú●vinnur●greiningarvinnu●um●möguleika●●
á●sameiningu●sveitarfélaga
Á næstu tónleikum Tónlistarfélags
Reykjanesbæjar, laugardaginn 7. maí
klukkan 13 í Bergi, leikur Nótus Tríó
rússneska tónlist, franska töfra og
glimrandi íslenskt verk. Flutt verða
verk eftir Tatyana Nikolayeva, Jacques
Ibert og Martin Frewer.
Nótus Tríó var stofnað árið 2010 af
Pamelu De Sensi þverflautuleikara,
Martin Frewer víólu/fiðluleikara og
Ingunni Hildi Hauksdóttur píanó-
leikara. Helsta hugðarefni tríósins er
ný íslensk tónlist. Á ferli sínum hefur
Tríóið komið fram á fjölmörgum tón-
leikum víða um Ísland og einnig farið
í tónleikaferðir til Bretlands og Ítalíu
við góðar undirtektir áheyrenda og
gagnrýnenda. Í águst fer tríóið í tíu
daga tónleikaferð til Spánar þar sem
flutt verður aðallega ný íslensk tónlist,
sem sérstaklega er samin fyrir tríóið.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Fyrir félagsmenn og nemendur Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar er að-
gangseyrir 1.200 krónur.
Rússnesk tónlist, franskir töfrar
og glimrandi íslenskt verk
●● Á●næstu●tónleikum●Tónlistarfélags●Reykjanesbæjar
1 Sveitarfélagið Suðurnes // Íbúum að fjölga aftur í Sandg.(inngangur fréttarinnar, rest bls. 12) // Kisu bjargað //
Ófríðu stúlkunni
V I K U L E G U R M A G A S Í N Þ Á T T U R F R Á S U Ð U R N E S J U M Í S J Ó N V A R P I
S J Ó N V A R P V Í K U R F R É T T A E R Í H Á S K E R P U Á V F . I S
SJÓNVARPSÞÁTTUR
SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA
AÐ KVÖLDI UPPSTIGNINGARDAGS
Á ÍNN KL. 21:30
EINNIG Í ÞÆTTINUM
H H H H H
Diamond Suites
Júdó í Reykjanesbæ
Á H Ó T E L K E F L A V Í K Í Þ Æ T T I V I K U N N A R