Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Skipta út gúmmíkurli
við Akurskóla
■ Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 9. júní síðastliðinn
aukafjárveitingu til að endurnýja gúmmíkurl á sparkvelli við Akurskóla.
Gert hafði verið ráð fyrir að fara í þessa framkvæmd en áætlanir stóðust ekki
og því þurfti að sækja um viðbótarfjármagn. Það gúmmí sem sett verður
á völlinn við Akurskóla er annarar tegundar en það sem fyrir er, sem er
dekkjagúmmí. Nýja gúmmíið er grátt og oft kennt við þvottavélagúmmí því
þannig gúmmí er notað í þéttihringi í þvottavélum, að sögn Guðlaugs H.
Sigurjónssonar, sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjanesbæjar.
Alþingi samþykkti fyrr á árinu þingsályktunartillögu um bann við notkun
gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.
Brosbræður hlutu styrk
frá Landsbankanum
Brosbræður hlutu í vikunni 250.000
króna styrk frá Samfélagssjóði Lands-
bankans til að sýna heimildarmynd
sína, Maðurinn sem minnkaði vist-
sporið sitt, í framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu. Myndin fjallar
um það hvernig Vesturlandabúar geta
minnað vistspor sitt og jafnvel lifað
innan sjálfbærnimarka.
Bræðurnir á bak við myndina eru
þeir Sigurður Eyberg og Magnús Jó-
hannessynir úr Keflavík. Heimildar-
myndin um manninn sem minnkaði
vistsporið sitt var frumsýnd í vor og
var á dögunum sýnd í Hljómahöll í
Reykjanesbæ. Sautján verkefni hlutu
umhverfisstyrki frá Samfélagssjóði
Landsbankans að þessu sinni. Styrkj-
unum er ætlað að styðja við verkefni
á sviði umhverfismála og náttúru-
verndar.
Magnús Jóhannesson tekur við umhverfisstyrk frá Samfélagssjóði Lands-
bankans. Með honum á myndinni eru dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dóm-
nefndar og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Ljóðasamkeppni Heiðarskóla var
haldin í fyrsta sinn undir lok skóla-
ársins. Allir nemendur skólans höfðu
möguleika á að taka þátt en ljóðin
voru flokkuð eftir aldursstigum.
Form og umfjöllunarefni ljóðanna var
frjálst. Ljóðin voru svo sett upp án
nafna höfunda og völdu starfsmenn
skólans sín uppáhalds ljóð og skiluðu
inn atkvæðum.
Sigurvegarinn í 1. til 4. bekk var Júlía
Rán Bjarnadóttir en hún orti ljóðið
Ljóðið mitt, sigurvegarinn í 5. til 7.
bekk var Ásdís Birta Hafþórsdóttir
með ljóðið Von og Berglín Sólbrá
Bergsdóttir átti sigurljóðið í 8. til 10.
bekk sem bar titilinn Tímamót. Allar
fengu þær bókaverðlaun á skólaslit-
unum þann 6. júní síðastliðinn.
Ásdís Birta Hafþórsdóttir sigraði
hjá 5. til 7. bekk með ljóðinu Von. Á
myndinni er hún með Bryndísi Jónu
Magnúsdóttur, aðstoðarskólastjóra
Heiðarskóla.
Á myndinni er Júlía Rán Bjarnadóttir
ásamt Bryndísi Jónu Magnúsdóttur,
aðstoðarskólastjóra Heiðarskóla.
Þrír nemendur hlutu viður-
kenningu í ljóðasamkeppni
Verið er að leggja lokahönd á byggingu
kísilvers United Silicon í Helguvík.
Áætlað er að byggingframkvæmdum
ljúki á morgun, föstudag. „Í júlí
verður framleiðslubúnaðurinn settur
upp og við munum hefja framleiðslu
30. júlí. Þetta hefur því verið hraður
lokasprettur að undanförnu,“ segir
Magnús Garðarsson, framkvæmda-
stjóri United Silicon. Verið er að ráða
fólk til starfa hjá kísilverinu og segir
Magnús það ganga vel. Þegar fyrsta
áfanganum verður lokið munu starfs-
mennirnir vera 62.
Einn ofn verður í byggingunni sem
nú er verið að ljúka við. Samkvæmt
áætlunum verður þremur eins bygg-
ingum bætt við á næsta áratug. Þá
verður verksmiðjan sú stærsta sinnar
tegundar í heiminum. Stækkun mun
ráðast meðal annars af ástandi á kísil-
markaðnum. „Það kom smá lægð síð-
asta haust. Kísillinn hélt sér mjög lengi
uppi miðað við járn, kopar og ál en fór
svo því miður í svolitla lægð. Þetta er
eitthvað sem gerist á tveggja til þriggja
ára fresti og ekkert sem ástæða er að
örvænta yfir.“ Áætlað er að kostnaður
við framkvæmdirnar sem nú er að
ljúka séu um tólf milljarðar.
Tafir á framkvæmdum við höfnina
í Helguvík hafa verið í fréttum að
undanförnu og er United Silicon með
samning við Reykjaneshöfn um að
hafnarkanturinn verði stækkaður svo
að fyrirtækið hafi hluta af honum fyrir
sig. Magnús segir að á meðan ekki
séu fleiri fyrirtæki í Helguvík gangi
hlutirnir upp, það væri þó mun betra
fyrir kísilverið að hafa sinn eiginn
hafnarkant. „Það myndi auðvelda
starfið fyrir okkur. Til dæmis gætum
við verið með okkar eigin löndunar-
búnað á höfninni en það er ekki hægt
í dag. Við tökum á móti hráefninu
í vörubílum og keyrum í hráefnis-
geymsluna. Ef við hefðum okkar eigin
hafnarkant gætum við flutt hráefnið á
færiböndum sem væri hentugra.“
Í verksmiðjunni verður kísill unninn
úr kvarsi. Kvarsið er flutt hingað til
lands frá Spáni og Frakklandi. Að
sögn Magnúsar er kísillinn svo not-
aður í ýmsar vörur, svo sem tann-
krem, sjampó, dekk, ýmis kíttiefni
og fleira. Þá er kísill einnig notaður
í sólarrafhlöður og segir Magnús
það eina helstu ástæðu fyrir vexti
markaðarins í samanburði við aðrar
tegundir málma.
Hefja framleiðslu eftir mánuð
●● Byggingaframkvæmdum●við●kísilver●að●ljúka
■ Ungir ofurhugar hættu sér inn á heimili kríanna við Fitjar í Njarðvík í vikunni. Strákarnir voru allir vopnaðir
hjálmum á hausnum og læddust að hreiðrum kríanna sem sveimuðu yfir þeim í hundraðatali og gerðu einstaka loftá-
rásir að strákunum.
Ofurhugarnir stoppuðu stutt við, tóku eflaust nokkur snöpp á símann og hlupu svo eins og fætur toguðu aftur á öruggt
svæði eins og sjá má á eftirfarandi myndum sem blaðamaður Víkurfrétta tók.
Hættu sér inn á heimili kríunnar