Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Grindvíkingurinn Kári Guðmunds- son hafði verið með þann draum í maganum í áratug að opna mat- sölustað. Hann hafði gegnt ýmsum störfum og meðal annars starfað sem kokkur á sjó um nokkurt skeið. Hann hefur nú tekið við rekstrinum á Kant- inum í Grindavík ásamt konu sinni Ölmu Guðmundsdóttur og Arnari syni sínum. Þau Kári og Alma höfðu enga reynslu af veitingarekstri áður en stukku á tækifærið þegar það gafst nú skömmu fyrir sjómannahelgina. Kári var kokkur á sjó í nokkur ár og hefur alltaf unað sér vel við eldamennsku. Hann segist hafa mjög gaman af því að bjóða fólki heim og elda góðan mat. „Bróðir minn lærði meistarakokkinn og ég hef fylgst vel með honum. Ég er alveg búinn að vera með það í maganum síðustu tíu ár að opna veitingastað,“ segir Kári sem hefur síðustu ár starfað sem trésmiður. Fyrrum eigandinn, Björn Haraldsson, eða Bangsi eins og hann er kallaður, var ekki alveg á því að selja reksturinn frá sér enda hefur hann verið með verslun af einhverju tagi á staðnum síðustu 46 árin. Tækifærið kom þó fyrir hjónin skömmu fyrir þessa stóru helgi, sjómannahelgina. Þau þurftu þá að setjast niður að taka ákvörðun með hraði í samvinnu við fjölskylduna. Ákveðið var að stökkva beint í djúpu laugina. Ferðamennirnir elska ferska fiskinn Þau ákváðu að leggja áherslu á ís- lenskan fisk og lambakjöt þegar kom að matnum. Það hefur mælst vel fyrir hjá ferðamönnum sem mæta á staðinn og hafa margir orð á því að djúpsteikti fiskurinn sé einn sá besti sem þeir hafa smakkað. Kári segist ætla að reyna að sinna heimafólki vel með því að bjóða upp á viðburði af ýmsu tagi á barnum. Allt frá árinu 1989 hefur verið bar á staðnum en þá tók til starfa Hafur- björninn. „Allir Grindvíkingar muna eftir húsnæðinu sem djammstað. Hér á árum áður var alltaf troðfullt hverja helgi. Það er draumurinn að vekja upp þá gömlu stemningu.“ Það er mikil vinna að reka svona stað en þau hjónin eru ýmsu vön og kalla ekki allt ömmu sína. „Þetta er þannig rekstur að það þarf að vera hægt að treysta á fjölskylduna því þetta er mjög bindandi. Frá því að við opnuðum þá er ég búinn að eiga heima hérna meira og minna,“ segir Kári og hlær. Kári segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá heimafólki og er hann fullur bjartsýni. Kári var með trillu á sínum tíma þar sem hann sótti sjóinn stíft. „Ég get bara lýst þessu þannig að maður er að sækja á miðin hérna. Maður veit svo ekkert hvað maður fiskar.“ SÆKJA Á MATSÖLU MIÐIN ●● Nýjir●eigendur●taka●við●Kantinum●í●Grindavík Kári Guðmundsson, Alma S. Guðmundsdóttir og Arnar Geir sonur Kára, reka núna Kantinn veitingastað í Grindavík. „Það er fullt að gera og alltaf nýir garðar að bætast við,“ segir Daníel Dagur Árnason, 12 ára en hann stofnaði á dögunum Sláttuvéla- gengið DAG ásamt vinum sínum, þeim Axel Gomez og Gabríel Mána Unnarssyni. Þeir voru allir að ljúka 7. bekk í vor. Drengirnir eru með sláttuvél, orf, hrífur og poka undir hey og fara á milli garða í Reykjanesbæ og slá. Það er misjafnt hversu mikið slátturinn kostar og fer eftir því hve stór garðurinn er. „Ef það er lítill garður og hundaskítur sem þarf að tína upp eru þetta 4.000 krónur,“ segja þeir en mikilvægt er að tína upp eftir hundana því stykkin þeirra geta farið illa með sláttuvélina. Vinnan við sláttinn er fyrsta vinnan þeirra en Daníel Dagur hafði aðstoðað pabba sinn sem er málari. Þeir eru of ungir til að fá vinnu hjá vinnuskólanum en segjast heldur ekki mjög spenntir fyrir því að reyta arfa. „Svo er líka miklu meira upp úr þessu að hafa,“ segja þeir, hæst ánægðir með sláttuvélastarfið. Nánari upplýsingar um Sláttuvélagengið má nálgast á Facebook-síðunni Garðsláttur hjá sláttuvéla- genginu DAG. Nóg að gera hjá Sláttuvélagenginu ●● 12●ára●drengir●með●sinn●eigin●rekstur Axel og Gabríel að raka í blíðunni á dögunum. VF-mynd/dagnyhulda Daníel, Axel og Gabríel hjá Sláttuvélagenginu DAG. ATVINNA STARFSKRAFTUR ÓSKAST TIL AÐ RÆSTISTARFA Í HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Í REYKJANESBÆ Vinnutímar eru frá kl. 08:00 - 13:30 einnig er unnið aðra hvora helgi. Leitað er að konu 25 ára eða eldri. Íslenskukunnátta æskileg. Áhugasamir sendið tölvupóst á netfangið halldor@allthreint.is Nokkrir íbúar Reykjanesbæjar hafa kvartað, bæði til bæjaryfirvalda og Isavia, vegna hávaða frá flugum- ferð við Keflavíkurflugvöll en vegna framkvæmda við norður-suður braut vallarins hafa vélar flogið tíðar yfir byggð í Njarðvík en áður. Brautin verður lokuð í allt sumar vegna mal- bikunarframkvæmda. Á meðan mun öll flugumferð fara um flugbrautina sem liggur austur-vestur. Flugvélar sem taka á loft í austur eða koma til lendingar úr austri fara yfir byggð í Njarðvík í meira mæli en þegar báðar brautirnar eru í notkun. Af því til- efni áttu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Guðlaugur Helgi Sigur- jónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, fund með fulltrúum Isavia, þar sem þessi mál voru rædd. Niðurstaða fundarins var sú að reynt verður að lámarka ónæði vegna flugs yfir byggðir Reykjanesbæjar með því að notast við flugtaksferla til að minnka hávaðamengun sem og að beina flugumferð sem mest út yfir Hvalsnes. Reynt verður að lágmarka ónæði vegna flugs, meðal annars með því að notast við flugtaksferla sem miða að því að hreyflum sé beitt þannig að þeir valdi sem minnstum hávaða. Í öðru lagi á að beina flugumferð sem mest um vestari enda flugbrautarinnar, sem liggur út af Hvalsnesi, þegar það er hægt en því tengjast margir aðrir þættir svo sem eldsneytisnotkun, flug- tími og fleira. Einnig á að leggja sér- staka áherslu á notkun vestari enda brautarinnar á tímabilinu 23:00 til 07:00 þegar aðstæður leyfa. Einn- ig stendur til í haust að koma upp mælitækjum þar sem hægt verður, í gegnum heimasíðu Isavia, að nálgast lifandi hávaðamælingar í rauntíma. REYNA AÐ LÁGMARKA ÓNÆÐI FRÁ FLUGUMFERÐ ●● Flugumferð●yfir●Njarðvík●hefur●verið●tíðari●en●áður● vegna●framkvæmda●við●norður-suðurbraut

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.