Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi ÁÁÁfram Íslaaaand! S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Sex kettlingar fundust síðasta laugar- dag innan um garðaúrgang við Fitja- bakka í Reykjanesbæ. Þeir dvelja nú hjá félagi sem annast villiketti þar til ný heimili fyrir þá finnast. Kett- lingarnir komu úr tveimur gotum. Þorbjörg Björgvinsdóttir er virkur sjálfboðaliði hjá Villiköttum í Reykja- nesbæ og nágrenni og var haft sam- band þangað þegar kettlingarnir fundust. Hún segir ljóst að eigendur kettlinganna hafi losað sig við þá með þessum hætti. „Kettlingarnir höfðu verið auglýstir gefins á netinu fyrir mánuði síðan svo það var ekki flókið að finna eigendurna,“ segir hún en félagið hefur tilkynnt um málið til Matvælastofnunar. Þorbjörg segir með ólíkindum að fólk komi fram við gæludýr sín með þessum hætti. „Það er í rauninni verið að henda köttum eins og hverju öðru rusli. Það er brýn þörf á vitundarvakningu um tilfinn- ingar dýra. Þegar gæludýr eru skilin eftir á víðavangi er mikil hætta á að þau verði veik,“ segir hún. Sektir geta orðið háar Samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnun er ekki heimilt að losa sig við gæludýr út í náttúruna. Verði umráðamaður gæludýra uppvís af því og málið telst upplýst getur Mat- vælastofnun til dæmis beitt stjórn- valdssektum vegna brotsins. Slíkar sektir geta orðið háar en það fer eftir aðstæðum hverju sinni. Að sögn Konráðs Konráðssonar, héraðsdýra- læknis Suðvesturumdæmis, er afar sjaldgæft að Matvælastofnun berist ábendingar um að fólk losi sig við dýr á þennan hátt. Þegar stofnuninni berast ábendingar er réttmæti þeirra kannað og brugðist við þegar í ljós kemur að illa er farið með dýr eða þeim ekki sinnt eins og kveðið er á um samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerðum sem settar eru sam- kvæmt lögunum. Ábending um kett- lingana sem fundust í Reykjanesbæ um síðustu helgi verður rannsökuð af stofnuninni. Segir ógrynni villikatta á Suðurnesjum Félagið Villikettir í Reykjanesbæ og nágrenni á í góðu samstarfi við sams konar félög í Reykjavík og Hafnarfirði og við Kisukot. Þorbjörg segir ógrynni af villiköttum á Suðurnesjum en að fé- lagsmenn hafi verið virkir og fækkað þeim. Á síðasta ári tóku félögin inn um 150 kettlinga. „Ég er satt best að segja búin að missa töluna á því hve margir þeir hafa verið á Suðurnesjum á þessu ári,“ segir hún. Félagsmenn gefa villiköttum á sjö stöðum á Suður- nesjum að borða daglega og hafa einn- ig unnið að því að gelda högna meðal þeirra til að hægja á fjölgun í hóp- unum. Reynt að finna heimili fyrir yngstu kettina. Kettlingar skildir eftir í garðaúrgangi ●● Þörf●á●vitundarvakningu,●segir●kattavinur ●● Ábending●til●rannsóknar●hjá●MAST Kettlingarnir dvelja nú í góðu yfirlæti og bíða eftir að flytja á ný framtíðarheimili. ■ Þingmaðurinn hárprúði, Óttarr Proppé, gerði sér ferð til Suðurnesja á dögunum til að fara í klipp- ingu á hárgreiðslustofunni Háráttu við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Stofan var opnuð á dögunum og er í eigu Evu Bjarkar Sigfúsdóttur. Hún starfaði áður á stofu í miðbæ Reykjavíkur þar sem þingmaðurinn var fastagestur. Þingmaður í klippingu til Keflavíkur TÍMABÓKANIR Í RANNSÓKN Á HSS Fyrirkomulag rannsókna á HSS mun breytast frá og með 1. júlí næstkomandi þegar farið verður að bjóða upp á tíma- bókanir fyrir blóðsýnatökur á rannsóknastofu. Sýnatökur eftir bókunum hefjast svo 11. júlí. Bókað verður í tíma frá kl. 08:00 til 11:00. Þeir sem eiga að vera fastandi fyrir prufur bókast milli kl. 08:00 og 09:00 og fólk í blóðþynningarmælingu milli kl. 10:00 og 11:00. Móttaka annarra sýna verður eins og verið hefur. Móttöku- ritarar taka niður tímapantanir í síma 422-0500 á milli kl. 8:00 og 16:00 virka daga. Mæðgurnar Þóranna Þórarins- dóttir og Brynja Kristmannsdóttir reka saman Brælubakaríið í húsnæði gömlu hafnarvigtarinnar í Vogum. Þar baka þær flatkökur sem notið hafa mikilla vinsælda. Þóranna er búin að standa í bakstri í um þrjátíu ár og byrjaði heima og þá með ann- arri vinnu. Nýlega lét hún af störfum hjá Þorbirninum eftir 37 ára starf og ætlar núna að einbeita sér alfarið að bakstrinum. Brynja dóttir hennar er líka nýhætt í sinni vinnu vegna anna við baksturinn. Að sögn Þórönnu er eftirspurnin eftir flatkökunum mikil og alltaf að aukast. Þær hafa aldrei auglýst enda spyrst það út hversu góðar flatkök- urnar eru. Flatkökurnar eru seldar í verslun í flugstöðinni og í Góðum kosti í Njarðvík. Á næstunni má svo búast við flatkökunum í fleiri versl- unum. Þá eru flatkökurnar einnig vinsælar hjá íþróttafélögum til að selja til fjáröflunar. Þóranna er úr Keflavík en hefur búið í Vogum í 45 ár og segist því vera orðin meiri Vogamaður en Kefl- víkingur. Gamla hafnarvigtin er að- eins 20 fermetrar og sú stærð dugar þeim mæðgum enn sem komið er. Hver dagur byrjar á því að hnoða deigið í flatkökurnar. Þær hnoða allt deigið í höndum og notast aldrei við hrærivélar. „Þær eru líka betri kök- urnar sem hnoðaðar eru í höndum en í vél,“ segir Þóranna að lokum, önnum kafinn við baksturinn. Baka flatkökur í gömlu hafnarvigtinni ●● Vinsælar●flatkökur●hjá●mæðgum●í●Vogum Mæðgurnar hafa aldrei auglýst flatkökurnar enda ekki verið þörf á því. Á myndinni má sjá Þórönnu Þórarinsdóttur við baksturinn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.