Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Hvernig verður sumarfríið hjá þér í ár? Sumarfríið í ár verður fyrsta heila sumarfríið okkar hjóna saman og erum við bara að verða nokkuð spennt að getað slakað á með börnunum. Við fengum lánað tengdamömmubox og getum því komið hundi, börnum, tjaldi og öðrum farangri í bílinn. Við ætlum að fara norður á Akureyri en þar á ég nokkrar góðar vinkonur sem gaman verður að hitta. Það er líka alltaf svo gaman að fara á Akureyri en ég bjó þar á háskólaárunum og þykir voðalega vænt um bæinn. Við ætlum líka að fara í sumarbústað og heim- sækja fjölskylduna mína eitthvað en flestir eru á Selfossi og í Hveragerði. Einnig gefum við okkur tíma í fjall- göngur, jóga og mögulega eitthvað golf ef meirihluti fjölskyldunnar fær að ráða! Eftirminnilegasta fríið? Minnið mætti nú mögulega vera betra en ég nefni sumarfríið í fyrra. Þá fórum við fjölskyldan með tjald norður í land og gistum meðal annars í Ásbyrgi. Það þótti mér vera magnað, alveg heiðskýr himinn, náttúrufeg- urðin engu lík og svo var svo gaman að ferðast aðeins um svæðið. Ég bara elska Ísland! Hvert væri draumasumarfríið? Draumasumarfríið er sennilega að hafa nægan tíma og fara umhverfis landið, helst á húsbíl. Ég hugsa að það sé heppilegt. Svo hefur mig alltaf langað til Ítalíu og væri mjög til í að fara með fjölskyldunni minni þangað að borða góðan mat og njóta menn- ingar beint í æð. Mesti draumurinn við sumarfrí, sem sérhver manneskja skapar sér sjálf, er að njóta! Teygja makindalega úr sér á hverjum morgni, fá sér kaffi í rúmið, lesa góðar bækur, hreyfa sig, fara í sund og njóta alls þess góða sem hver staður hefur upp á að bjóða. Magnað að gista í Ásbyrgi ●● Búin●að●fá●tengdamömmubox●lánað●fyrir●sumarfríið Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Bókasafni Reykjanesbæjar og jógakennari, ætlar að ferðast um landið með fjölskyldunni í sumar. Drauma- sumarfríið væri að keyra í rólegheitum í kringum landið, á húsbíl. Anna Margrét ásamt eiginmanni sínum Inga Þór Ingibergssyni og börnum þeirra, þeim Bergrúnu Írisi og Skarphéðni Óla. Á myndinni má líka sjá tíkina Mýru. Myndin var tekin í Lystigarðinum á Akureyri síðasta sumar. SUMARFRÍIÐ ERTU MEÐ MEIRAPRÓF? Óska eftir bifreiðastjóra með meiraprófsréttindi. Upplýsingar í síma 820-2211, 899-2864. LÝSING Á STARFI: - Afhenting og móttaka bifreiða - Þrif bifreiða - Önnur tilfallandi verkefni HÆFNISKRÖFUR: - Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum - Góð enskukunnátta - Bílpróf - Jákvæðni og stundvísi ATVINNA Áhugasamir geta haft samband við Alexander í gegnum netfangið alexander@lotuscarrental.is eða í síma 848-1250 Lotus Car Rental óskar eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á starfstöð sína í Keflavík. LAUS STÖRF Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi /laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ LEIKSKÓLINN TJARNARSEL LEIKSKÓLINN TJARNARSEL FJÁRMÁLASVIÐ VELFERÐARSVIÐ Verkamaður Sérkennslustjóri Leikskólakennari Deildarstjóri launadeildar Starf á heimili fatlaðs fólks VIÐBURÐIR HEIMSKONUR HITTAST/WOMEN OF THE WORLD MEET Heimskonur, a group of international women in Reykja- nesbær, will meet at Ráðhúskaffi from 13:00 - 15:00 o´clock on Saturday the 2nd of July. New members welcome. Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima er opinn alla daga kl. 10:00 - 17:00. LANDNÁMSDÝRAGARÐURINN OPINN Nánari upplýsingar um viðburði á vegum Reykjanes- bæjar er að finna á vefnum www.reykjanesbaer.is. Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Handunnin leðurbelti Skóvinnustofa Sigga Kandídatar í tæknifræðinámi Há- skóla Íslands og Keilis voru útskrif- aðir síðasta föstudag. Námið heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræði- deild HÍ. Var þetta í fimmta sinn sem útskrifaðir voru nemendur í tækni- fræði frá Keili til BSc-gráðu við Há- skóla Íslands. Ellefu nemendur voru brautskráðir, sjö úr mekatróník há- tæknifræði og fjórir úr orku- og um- hverfistæknifræði. Brautskráningin fór fram við hátíðlega athöfn í aðal- byggingu Keilis á Ásbrú og hafa nú í allt 63 nemendur útskrifast úr náminu frá upphafi. Sverrir Guðmundsson forstöðumaður tæknifræðinámsins flutti ávarp og afhenti prófskírteini ásamt Helga Þorbergssyni, dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Ís- lands. Jóhannes Benediktsson, for- maður tæknifræðingafélagsins, flutti ávarp og veitti gjafir fyrir vel unnin og áhugaverð verkefni. Viðurkenn- ingar hlutu Helgi Valur Gunnarsson fyrir verkefnið „Pökkunarbúnaður fyrir bláskel“ og Jón Þór Guðbjörns- son fyrir verkefnið „Miðlægur orku- stýribúnaður með gagnaflutning um raflagnir“. Þá hlaut Skarphéðinn Þór Gunnarsson viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, með 8,3 í meðal- einkunn. Ellert Arason flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ræðu og stjórnaði athöfninni. Gjafir veittu Tæknifræðingafélag Íslands og HS- Orka. Í tilkynningu frá Keili segir að næst verði tekið við nemendum í tækni- fræðinám Háskóla Íslands og Keilis í janúar 2017. Um er að ræða hagnýtt nám sem hentar sérstaklega vel fyrir frumkvöðla og þá sem hafa áhuga á verklegri nálgun í námi og starfi. Tæknifræðinemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.