Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2016, Page 14

Víkurfréttir - 30.06.2016, Page 14
14 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR LESANDI VIKUNNAR Hvaða bók ertu að lesa núna? Bókin heitir Handan minninga og er eftir Sally Magnusson. Bókin fjallar um Alzheimer sjúkdóminn og hvernig það breytir öllu þegar náinn ættingi fær sjúkdóminn. Hver er þín eftirlætis bók? Þær eru nokkrar; Birtingur eftir Voltaire, Aulabandalagið eftir John Kenny Toole, Vinur minn prófessorinn eftir Lucilla Andrews. Það er ástarsaga sem til var heima hjá mér þegar ég var ung og var lesin aftur og aftur og aftur. Einnig verð ég að nefna Lastafans og lausar skrúfur eftir Diddu. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Sigurlaug Didda Jónsdóttir Hvernig bækur lestu helst? Ljóðabækur og skáldsögur Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er bókin Kvennaklósettið eftir Marilyn French. Hún kveikti á femínistanum í mér. Einnig verð ég að nefna bókina Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, ég grét svo mikið. Hvaða bók ættu allir að lesa? Það eru tvær bækur sem mér dettur í hug. 100 ára einsemd eftir Gabriel García Márquez en sú bók bjargaði dvöl minni á Tálknafirði þegar ég vann þar í fiski 19 ára gömul. Vin- kona mín sendi mér bókina og bjargaði einsemd minni, sem var auðvitað eins og 100 ár! Einnig verð ég að nefna bókina Salka Valka eftir Halldór Kiljan Laxness. Hvar finnst þér best að lesa? Upp í rúmi – að sofna ofan í bókina er klassískt! Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Frøken Smillas fornemmelse for sne eftir Peter Høeg, Skólaljóðin gömlu, ljóðasafn Þórarins Eldjárns og allt efni eftir Lindu Vilhjálms, Sigurlaugu Diddu Jónsdóttur og Elísabetu Jökuls. Við þökkum Kikku kærlega fyrir og bendum á heimasíðu bókasafnsins þar sem hægt er að skrá sig eða mæla með Lesanda vikunnar! KLASSÍSKT AÐ SOFNA OFAN Í BÓKINA Rithöfundurinn og framleiðandinn Kikka Kr. M. Sigurðardóttir er Lesandi vikunnar þessa vikuna. Bókin sem bjargaði henni úr einsemd var 100 ára einsemd eftir Gabriel García Márquez en henni finnst að allir ættu að lesa hana. Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkurf- réttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safnsins:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn Það var líf og fjör við leikskólann Garðasel í Keflavík í gær. Þar var haldin mikil sumarhátíð þar sem börnin fengu andlitsmálningu og grillaðar voru pulsur fyrir alla. Þá kom Polla Pönk og tók lagið og reif upp stemmninguna hjá börnum og fullorðnum fyrir landsleikinn á EM sem fór fram síðdegis í gær. Úrslit úr leiknum lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Vonandi eru þau í anda myndanna hér á síðunni. Vf-myndir: Hilmar Bragi SUMARGLEÐI Á GARÐASELI Elskulegur eiginmaður og faðir, Axel Þorberg Ingvarsson, Heiðarholti 7, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum 24. júní 2016. Fyrir hönd aðstandanda, Elsa Björk Kjartansdóttir, Þorgeir Axelsson, Guðjón M. Axelsson og Soffía I. Axelsdóttir. Vilhjálmur Nikulásson, Jóhanna Símonardóttir, Don Herwick, Christine Herwick, Rebecca Herwick, Jón Björn Vilhjálmsson, Margret Elimarsdóttir. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, Hildur (Día) Vilhjálmsdóttir, frá Brautarhóli Höfnum, 679 Land O Lakes Belleville, lést laugardaginn 25. júní sl. í Bandaríkjunum. Sigurður Arnar Pálsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Hulda Björk Pálsdóttir, Guðlaugur Jóhann Snorrason, Heiðar Örn Vilhjálmsson, Birgitta Jóna Fanndal, barnabörn og systkyni hins látna. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,   Páll S. Árnason, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,   lést þann 10 júní sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Selma Jónsdóttir, Elín Þóra Albertsdóttir, Björn Rúnar Albertsson, Sólveig Anna Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, afi, langafi og bróðir, Sigurður Vilberg Egilsson, Hólagötu 1, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, föstudaginn 1. júlí. kl. 13:00. LÁTUM RÖDD OKKAR HEYRAST Framundan eru spennandi tímar og fólk er að kalla á eftir breytingum hér á landi, þjóðfélagsbreytingum. En hvernig breytingar eru það sem fólkið í landinu vill sjá? Til þess að finna út úr því þarf þjóðin að eiga samtal sín á milli, það er að segja samtal á milli ráðamanna þjóðarinnar og hins almenna borgara þessa lands. Þjóðin þarf líka að vilja, þora og hafa kjark til þess að láta rödd sína heyrast. Pí- rötur (konur innan Pírata) boðuðu til fundar hér í Reykjanesbæ og svo í Grindavík til þess að heyra hvað konur hér á svæðinu vildu tjá sig um, hvaða sýn þær hefðu á framtíðina. Um hvaða hugsjónir, breytingar og framtíðarsýn þær sjá fyrir sjálfar sig, börn sín og barnabörn. Þessi fundur var óháður því hvort þú tengdist eða tengdist ekki Pírötum eða öðrum samtökum eða félögum. Það var ekki margmennt á þessum fundum hvort sem nýliðnum forsetakosningum, fótbolta eða öðru er um að kenna, veit ég ekki. En það sem ég vil segja og tilgangurinn með þessum pistli mínum er sá, að ef þér er boðið upp á samtal þar sem þú getur látið rödd þína, skoðanir og framtíðar- sýn í ljós þá mættu og taktu þátt í sam- talinu. Hvort það séu stjórnmálasam- tök, kvenfélagið eða íþróttahreyfingar sem vilja hlusta á þína sýn hvað varðar framtíðina, þá mættu. Við erum öll mikilvæg, við höfum raddir og við höfum skoðanir. Við höfum fram- tíðarsýn fyrir okkur, börn okkar og barnabörn, um hvernig við viljum að þjóðfélagið okkar sé næstu árin. Hvort sem þú ert karl, kona, eldri borgari, öryrki eða ungmenni, þá tjáðu þig um þína sýn og hugsjónir. Við höfum kannski búið við þöggun of lengi og ekki þorað að tjá okkur en núna er þjóðin að kalla á breytingar svo látum rödd okkar og skoðanir hljóma. Því þannig virkar lýðræðið, þannig gerum við breytingar og þannig viljum við eiga samtal. Margrét Sigrún Þórólfsdóttir Pírati

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.