Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 30. júní 2016 VÍKURFRÉTTIR ÍÞRÓTTIR Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Aldur/félag? 12 ára / Keflavík. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Frá tveggja ára aldri. Hvaða stöðu spilar þú? Sóknarmaður. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Að verða atvinnumaður. Hversu oft æfir þú á viku? Fjórum sinnum í viku á sumrin en þrisvar á veturna auk þess að vera í liðleika æfingum og metabolic. Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona? Neymar/Gylfi Sigurðsson. Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Gylfi Sigurðsson. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Já, nokkrum sinnum. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 67 sinnum. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Arsenal. Alexander Aron Smárason er fótboltasnillingur vikunnar VERIÐ Í FÓTBOLTA FRÁ ÞVÍ AÐ HANN VAR TVEGGJA ÁRA Alexander Aron Smárason er 12 ára sóknarmaður hjá Keflavík. Hann hefur æft fót- bolta allt frá því hann var tveggja ára. Hann stefnir hátt í fótboltanum og ætlar sér að verða atvinnumaður. Draumurinn væri þá líklega að spila fyrir Arsenal í enska boltanum, en það er uppáhaldsliðið. ■ Njarðvíkingar voru sigursælir á Orkumóti 6. flokks í fótbolta um helgina. Njarðvík sendi tvö lið til leiks en Njarð- víkurliði 1 tókst að vinna einn af þeim bikurum sem voru í boði á mótinu, svokallaðan Álfseyjarbikar. Sigurinn kom eftir mikla baráttu við FH í úrslitaleik og var það Tómas Ingi Oddsson fyrirliði liðsins sem tók við bikarnum í leiks- lok. Að venju fór fram úrvalsleikur milli landsliðsins og pressuliðs á föstudeginum og átti Njarðvík fulltrúa í báðum liðum. Alexander Freyr Sigvaldason spilaði með pressuliðinu og Jón Garðar Arnarsson var markvörður landsliðsins. Alexander Freyr Sigvaldason og Jón Garðar Arnarsson í pressu- liði og landsliði. Tómas Ingi Oddsson fyrir- liði Njarðvíkinga með bikarinn. Njarðvíkingar sóttu bikar til Eyja ●● Flottir●peyjar●í●6.●flokki●í●fótboltanum Sundlið ÍRB varð Aldursflokkameistari liða á AMÍ 2016 sjötta árið í röð um liðna helgi. ÍRB vann nokkuð öruggan sigur, náði að landa 576 stigum, en í öðru sæti varð Sundfélag Hafnar- fjarðar með 418 stig. Aldursflokkaverðlaun einstaklinga eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri í sínum stigahæstu greinum í samræmi við stigatöflu FINA í flokki pilta og stúlkna og í flokkum drengja og telpna. Sunneva Dögg Frið- riksdóttir úr ÍRB, varð Aldursflokkameistari og stigahæsta stúlkan á mótinu í flokki stúlkna með samtals 1379 stig fyrir 400 og 100 metra skriðsund. Már Gunnarsson hjá ÍRB hlaut svo sérstakan styrk fyrir afrek sín á mótinu. Sjötta árið í röð eru ÍRB Aldursflokkameistarar Helgi Þór Jónsson hefur verið sjóð- heitur með Víðismönnum það sem af er sumri í 3. deildinni í fótbolta. Hann hefur skoraði nánast í hverjum leik og eru mörkin þegar orðin átta talsins í jafn mörgum leikjum. Viðismenn eru gjörsamlega eldheitir þessa stundina og hafa unnið alla fimm deildarleiki sina til þessa. Helgi er Víðismaður að upplagi en hefur þó leikið með 2. og 3. flokki hjá Keflavík síðustu ár. Hann leitaði aftur í heimahagana og varð leikmaður árs- ins hjá Víðisliðinu á síðasta tímabili. Það sem er merkilegt við það er að Helgi lék þá sem bakvörður hjá liðinu. Nú er hann orðinn framherji og kann heldur betur við sig á þeim slóðum. „Ég veit ekki hver er mín staða, ég hef verið út um allan völl,“ segir þessi 21 árs gamli leikmaður. Helgi segist vera búinn að finna sína stöðu frammi og þar kemur hann til með að leika fram- vegis að eigin sögn. Fer í háskólaboltann í haust Víðismaðurinn hyggst leggja land undir fót og hefja hákskólanám í Bandaríkjunm næsta haust. Helgi mun þar leika fótbolta og nema við Campbell University í Norður Kar- olínu fylki, en skólinn er í efstu deild háskólaboltans. „Þetta er mjög spenn- andi og markmiðið er að setja nokkur mörk í háskólaboltanum í vetur,“ segir markaskorarinn ungi sem þó nær lík- lega ekki að klára tímabilið með Víði- smönnum. „Við stefnum klárlega að því að komast upp um deild. Það er gaman af því hvað það er mikið af heimamönnum í liðinu,“ bætir hann við. Víðismenn hafa farið gríðarlega vel af stað eins og áður segir og það er stemning í hópnum. „Þetta er hörku hópur. Það er samkeppni um allar stöður og menn eru því á tánum,“ segir Helgi. Úr bakverði í markamaskínu Helgi fagnar hér marki sínu gegn erkifjendunum í Reyni fyrr í sumar. Mynd: Guðmundur Sigurðsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.