Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.06.2016, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Sólseturshátíðin var haldin í Garði í síðustu viku og fór vel fram. Veðrið setti örlítið strik í reikninginn á föstudagskvöldinu og var hverfagrilli því aflýst. Há- punktur hátíðarinnar var á laugardaginn en þá var dagskrá nánast frá klukkan 14:00 til miðnættis, með fjölskylduskemmtun og tónlistarveislu. Dagana á undan voru ýmsir skemmtilegir viðburðir, svo sem karla- og konukvöld í sund- lauginni, golfmót, fróðleiksganga, heimatónleikar, strandblak, spinning, mið- næturmessa og fleira. Þetta var í 12. sinn sem Sólseturshátíðin var haldin í Garði. Lítið fór þó fyrir sólsetrinu þessa vikuna og er það í eitt af fáum skiptum sem það hendir á Sólseturshátíðinni. Yfir hundrað gestir mættu á tónleika við Melbraut 6 í Garði á Sólseturshátíðinni. Þar búa Jónína Magnúsdóttir og Guðni Ingimundarson ásamt börnum sínum. Bæjarfulltrúar boðuðu í sameiningu til tónleikanna en tilgangurinn með þeim var að að safna pening fyrir dreng í 6. bekk í Gerðaskóla sem hefur greinst með hvítblæði. Að sögn Jónínu var ánægjulegt hversu margir mættu á tónleikana en rúmlega 170.000 krónur söfnuðust. Allir tónlistarmennirnir sem komu fram á tónleik- unum eru úr Garði en það voru þau Kolfinna Jóna Baldursdóttir, Atli Reynir Baldursson, Íris Einarsdóttir, Íris Benediktsdóttir, Aðalheiður Lind Björnsdóttir, Víkingarnir, Vignir Bergmann og Sigurður Smári Hansson. FJÖR Á SÓLSETURS- HÁTÍÐINNI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.