Víkurfréttir - 07.07.2016, Síða 8
8 fimmtudagur 7. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR
„Sæll Chris, við sjáum flugdrekann
þinn. Þér verður bjargað. Við erum í
3,5 mílna fjarlægð en á leiðinni.“ Þessi
orð úr talstöð björgunarbáts Björg-
unarsveitarinnar Þorbjarnar í Grinda-
vík glöddu Chris meir en orð fá lýst, að
hans sögn. „Þeir kölluðu nafnið mitt í
talstöðina en ekki nafnið á bátnum og
það veitti mér svo mikinn kraft,“ segir
Chris. Á mánudaginn afhendi Chris
þeim svo ár sem var það eina sem
eftir var af bátnum hans, Northern
Reach, og var það hjartnæm stund.
Chris átti erfitt með að halda aftur
af tárunum og var björgunarsveitar-
mönnunum, þeim Smára Þorleifssyni,
Gunnari Jóhannssyni, Guðjóni Sig-
urðssyni og Helga Einarssyni þakklát-
ur fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann
var með nagandi samviskubit yfir því
að hafa kallað þá út. Að sama skapi
var hann orðlaus yfir fagmennskunni
og yfirveguninni sem þeir sýndu við
björgunina. Hann hafði óttast að þeir
myndu dæma hann fyrir að leggja á
hafið í litlum árabát en kveðst þakk-
látur fyrir að ekki hafi örlað á neinu
slíku. Þegar Chris var bjargað var lík-
amlegt ástand hans orðið slæmt og átti
hann erfitt með að halda meðvitund.
Á marga góða vini á Íslandi
Blaðamaður Víkurfrétta hitti Chris
rétt áður en hann hélt úr höfn í
Grindavík miðvikudaginn 29. júní og
svo aftur fimm dögum síðar eftir að
honum var bjargað úr sjávarháska.
Daginn þegar Chris lagði í hann var
hann spenntur fyrir ferðinni sem átti
að vera einn leggur af lengra ferða-
lagi. Hann sigldi frá Skotlandi áleiðis
til Kanada við viðkomu á nokkrum
stöðum árið 2011. Árið 2014 sigldi
hann frá Færeyjum til Breiðdalsvíkur
og skildi bátinn eftir þar hjá vinum
sínum sem svo keyrði bátinn þaðan til
Grindavíkur fyrr í sumar. Frá Græn-
landi hafði Chris svo ætlað sér að sigla
til Kanada. „Ég á marga góða vini á
Íslandi. Það er fólk sem ég hef kynnst
þegar ég hef verið að sigla,“ segir
hann. Þeirra á meðal eru Hermann
Ólafsson og Margrét Þóra Benedikts-
dóttir, jafnan kennd við fiskvinnslu-
og útgerðarfélagið Stakkavík ehf. í
Grindavík. Þeim kynntist Chris árið
2003 þegar hann fór á kajak í kring-
um landið með tveimur vinum sínum
og stoppaði í Grindavík. „Þá kom ég
til landsins með Norrænu. Á leiðinni
kynntist ég frábæru fólki. Við lentum
í háska við suðurströndina og vorum
mjög fegnir að komast í land í Grinda-
vík. Þar hittum við Hermann fyrir til-
viljun og hann og Margrét báru okkur
á höndum sér, sýndu okkur kindurn-
ar sínar, æðarvarpið, fiskverkunina,
buðu okkur í mat og hjálpuðu okkur
því við höfðum ætlað að gista í tjaldi
en veðrið leyfði það eiginlega ekki.“
Með Chris og hjónunum tókust góð
kynni en þau höfðu ekki verið í nein-
um samskiptum síðan þegar Chris
svo birtist allt í einu á dögunum, og
þá á leiðinni til Grænlands á árabát.
„Þegar ég er að sigla hugsa ég mikið
um allt þetta fólk sem ég hef kynnst
á ferðalögum mínum. Ég veit að þau
fylgjast með í tölvunni og senda mér
góðar hugsanir. Þegar ég er í bátnum
mínum er ég einn með sjálfum mér en
finn að ég er studdur af mörgum. Alls
staðar þar sem ég kem hitti ég dásam-
legt fólk,“ segir Chris sem segir gaman
að hvað fólk verður forvitið þegar lítill
bátur kemur á landi í bænum þeirra.
„Ef við förum tvær kynslóðir aftur, þá
þekkti fólk þetta vel, að róa út á sjó.
Mér líður alltaf eins og ég sé velkom-
inn og það hlýjar mér um hjartaræt-
urnar. Það er svo margt slæmt í gangi
í heiminum en á siglingunum mínum
er ég heldur betur búinn að komast að
því að mikill meirihluti jarðarbúa er
einstaklega gott fólk. Þá líður mér eins
og það verði allt í lagi. Ætli það megi
ekki segja að ferðalögin mín hafi að
mestu leiti snúist um að hitta fólk og
ÞAKKLÁTUR EFTIR EINSTAKT
björgunarafrek
Það eina sem eftir af bátnum Northern Reach er þessi ár sem Chris afhenti björgunarsveitarmönnunum á mánudag. Chris er lengst til hægri, við hlið hans Smári Þorleifsson,
þá Guðjón Sigurðsson, Helgi Einarsson og Gunnar Jóhannesson. VF-mynd/dagnyhulda
l Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík bjargaði siglingakappa á árabát l Hann er nú hættur siglingum
Það var hjartnæm stund þegar félagar úr Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hittu banda-
ríska siglingakappann Chris Duff í mötuneyti Stakkavíkur á mánudag og þakkaði þeim fyrir að
bjarga lífi sínu. Chris er þaulreyndur siglingakappi og lagði af stað á litlum árabát með seglum
miðvikudaginn 29. júní. Ferðinni var heitið frá Grindavík til austurstrandar Grænlands og
áætlaði Chris að ferðin myndi taka um tíu daga. Veðrið leit vel út en það breyttist og eftir að hafa
róið við góðar aðstæður í þrjá daga fór róðurinn að þyngjast hjá Chris, í orðsins fyllstu merk-
ingu. Veðrið varð verra og straumar úr norðri báru hann af leið. Hann brá á það ráð að dvelja í
svefnplássi fremst í bátnum og hafði verið þar í yfir 30 klukkustundir þegar björgunarsveitar-
menn úr Grindavík nálguðust á björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni.
Viðtal og myndir: Dagný Hulda Erlendsdóttir // dagnyhulda@vf.is
Báturinn Northern Reach var ekki stór
í sniðum. Fremst í bátnum var pláss til
að sofa. Þar dvaldi Chris á meðan
hann beið eftir því að veðrið myndi
ganga niður. Þegar ljóst var að
það myndi ekki gerast ákvað
hann að óska eftir hjálp. Áfram
beið hann svo í svefnplássinu
litla þar til hjálpin barst, samtals
í um 30 klukkustundir. Mjög var
farið að draga af honum
þegar hjálpin barst.
Þessa dagana dvelur Chris hjá Margréti Þóru Benediktsdóttur og Hermanni Ólafs-
syni í Grindavík. Hann kynntist þeim fyrir 13 árum síðan þegar hann sigldi hringinn í
kringum Ísland ásamt tveimur vinum sínum á sjókajak.
Þeir kölluðu
nafnið mitt í tal-
stöðina en ekki
nafnið á bátnum
og það veitti mér
svo mikinn kraft