Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 11
11fimmtudagur 6. október 2016 VÍKURFRÉTTIR „Í lok mars mánaðar 2006 hafði öllum íslenskum starfsmönnum Varnarliðs- ins verið sagt upp störfum og aðeins 6 mánuðum síðar, þann 30. september, flaug síðasta flugvélin með hermenn frá yfirgefinni herstöð á Miðnesheiði. Varnarstöðin á Miðnesheiði, þar sem fjögur þúsund manns bjuggu og störfuðu, varð á aðeins sex mánuðum yfirgefinn bær – „draugabær“, sögðu sumir,“ segir Árni Sigfússon en hann var bæjarstjóri Reykjanesbæjar þegar Varnarliðið fór frá Keflavík, - með manni og mús. Og Árni segir: „Um 2800 hermenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið íbúabyggðina á Keflavikurflugvelli á þessum sex mánuðum. Nú ríkti þögn á heimilum, í leikskólum, skemmti- stöðum, kvikmyndahúsi, grunnskóla, framhaldsskóla og verslununum. Engin störf í skrifstofu,- byggingar,- og viðhaldsstörfum, hvað þá flókinni öryggis- og tækniþjónustu við flug- herinn. 1100 íslenskir starfsmenn misstu störf sín. Þeir voru fyrirvinnur fjölskyldna, höfðu margir starfað áratugum saman í þjónustu við Varnarliðið og tengda aðila því þetta hafði verið góður og öruggur vinnustaður. Af þessum fjölda voru tæplega 600 íslenskir starfsmenn beint undir Varnarliðinu. Flestir þeirra voru á aldrinum 40 til 60 ára. Að auki misstu um 300 starfs- menn íslenskra verktakafyrirtækja og annarra þjónustufyrirtækja störf sín. Viðskipti fjölskyldna og stofnana af Vellinum voru tíð í bænum okkar. Um 150 til 200 margvísleg tengd þjónustu- störf hurfu eitt af öðru á skömmum tíma. Þetta var því meira áfall gagnvart atvinnu en nokkurt sveitarfélag á Ís- landi hafði upplifað, allavega frá því að síldin hvarf á 7. áratug síðustu aldar. Um 900 rúmgóðar fjölskylduíbúðir, með amerísku ísskápana og öll stóru heimilistækin, auk 1100 fullbúinna einstaklingsíbúða, stóðu auðar. Alls 210 þúsund fermetrar af íbúðarhús- næði. Það atvinnuhúsnæði sem nú stóð autt á varnarsvæðinu samsvaraði í fer- metrum allri verslunarmiðstöðinni Smáralind og að auki Hörpu, menn- ingarhúsi þjóðarinnar. Hvað var til ráða? Áttum við að leggja hendur í skaut og lýsa yfir neyðar- ástandi? Áttum við að líta á brotthvarf hersins sem áhugavert nýsköpunar- tækifæri í íslensku samfélagi? Við völdum síðari kostinn. Plógjárn skyldu smíðuð úr sverðunum! Nú, 10 árum síðar, hefur herstöð verið breytt í nýsköpunar- og skólasamfélag. Hér búa um 2000 manns og yfir 700 manns starfa að Ásbrú. Í sprengjugeymslum æfa ungir Íslend- ingar ballett og danslist. Í gömlum flugskýlum og viðgerðarverkstæðum hafa verið gerðar kvikmyndir og haldnar tónlistarhátíðir. Þau hýsa einnig vélbúnað Landhelgisgæslu og nýjan flugskóla Keilis, þar sem nem- endur frá mörgum þjóðum sækja nám. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, undir nafni Keilis. Reykja- nesbær endurvakti grunnskólann og gaf honum heitið Háaleitisskóli. Tveir leikskólar eru reknir á svæðinu, Háa- leiti og Völlur. Íbúðarhúsnæði hersins hefur einnig verið breytt í gististaði og hótel af bestu gerð. Vöruhús hersins hýsa nú m.a. rafræn gagnaver. Hér er risið þörungagróðurhús og um 50 frumkvöðlafyrirtæki eiga nú athvarf á svæðinu. Uppgangur þessa svæðis er erlendis tekinn sem dæmi um vel heppnaða umbreytingu á varnarstöð, þar sem mörg önnur samfélög hafa staðið ráð- þrota í sömu sporum. Við getum verið stolt af þessu nýjasta hverfi í Reykja- nesbæ.“ „Það var líkt og það hefði komið stór jarðskjálfti. Fólk var auðvitað skelf- ingu lostið,“ segir Guðbrandur Ein- arsson, formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja um stemminguna í loftinu á Suðurnesjum þegar tilkynnt var um brotthvarf hersins í mars árið 2006. „Þegar fólk sér fram á að vera að missa framfæri og vinnu sem það er búið að ástunda áratugum saman, þá er það auðvitað mikið áfall. Það var allt undirlagt á sínum tíma og ég skil það vel að það fólk sem missti vinnuna sína skyldi eiga erfitt næstu vikur og mánuði á eftir,“ segir hann. Um síðustu aldamót unnu um 1500 Íslendingar fyrir varnarliðið og Guð- brandur segir veru þess hér á landi því hafa skipt verulegu máli fyrir þjóðar- búið í heild sinni. Vera varnarliðsins hafði mikla þýð- ingu fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og segir Guðbrandur það ekki síst hafa verið vegna þess að þá voru ekki margir stórir vinnuveitendur á svæð- inu, minnkandi kvóti og ekki nándar nærri eins mikil starfsemi á Kefla- víkurflugvelli og í dag þó að hún hafi verið talsverð. Laun flestra lækkuðu Samfélagið fékk ákveðinn aðdraganda að brotthvarfi varnarliðsins og segir Guðbrandur uppsögn 100 starfs- manna varnarliðsins árið 2003 hafa markað upphafið. „Við fengum skell þá og það var vísbending um það sem koma skyldi.“ Starfsmönnum varnar- liðsins gekk mis vel að finna ný störf og segir hann elsta fólkið hafa átt í hvað mestum vandræðum. Þó hafi stéttarfélögin verið sæmileg undir- búin. „Það var gripið til ráðstafana strax þegar þetta gerðist. Sveitarfélagið Reykjanesbær var öflugt og stéttar- félögin settu upp vinnumiðlun til við- bótar við það sem Vinnumálastofnun var að gera, til að auka möguleika á að útvega fólki vinnu. Ég held að það hafi tekist bærilega.“ Flestir fengu vinnu en Guðbrandur segir launin í fæstum tilvikum hafa verið jafn góð og fólk hafði fengið hjá varnarliðinu sem greiddi hærri laun en viðgengst á þeim tíma og var eftirsóttur vinnu- veitandi. „Launakjör á svæðinu lækk- uðu verulega þegar varnarliðið fór. Til dæmis voru félagsmenn í Verslunar- mannafélagi Suðurnesja ekkert langt á eftir félagsmönnum í VR á meðan varnarliðsins naut við en það breyttist þegar það fór.“ Vill að Ásbrú tengist Reykjanesbæ betur Gamla varnarsvæðinu á Keflavíkur- flugvelli hefur nú verið umbreytt og er kallað Ásbrú. Guðbrandur segir sumt við breytingarnar hafa tekist vel en annað ekki. Ánægjulegt sé að sjá sprotafyrirtæki dafna þar, gagnaverin og fleiri fyrirtæki, sem og skólann Keili sem hafi lyft grettistaki. „Það sem miður fór var að menn fóru í ævintýramennsku og ætluðu sér að kaupa upp nánast heilt byggðarlag en gátu svo ekki staðið undir því. Hús sem voru seld þurfti ríkið að leysa til sín aftur og það tafði uppbyggingu.“ Guðbrandur segir einnig miður að ríkisvaldið hafi leyft sér að setja sér lög fyrir sjálft sig til að sleppa við að greiða fasteignaskatta af byggingum á Ásbrú. „Reykjanesbær fékk því ekki þær tekjur af fasteignum sem honum bar og ber í raun og veru. Þetta er svona hægt og rólega að breytast. Við skulum vona að flest þessi hús komist í notkun mjög fljótlega svo þetta verði stórt og öflugt samfélag til framtíðar.“ Þá segir hann mikil- vægt að tengja gamla varnarsvæðið betur við Reykjanesbæ svo það verði ekki aðeins sveitarfélag sem kallað er Ásbrú heldur eitt af hverfum Reykja- nesbæjar. „Fyrir marga starfsmenn varnarliðsins var uppsögnin áfall,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um lok starfsemi Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli haustið 2006. Hann bendir á að sumir starfs- manna varnarliðsins hafi unnið þar nær alla sína tíð og því hafi uppsögnin ef til vill verið meira áfall fyrir þann hóp en aðra. Hjá varnarliðinu störfuðu tæplega 600 manns í byrjun árs 2006 en hafði þá fækkað nokkuð, til að mynda voru þeir um 760 í árslok 2003. Þá eru ótaldir hundruðir starfsmanna hjá ýmsum verktakafyrirtækjum. Kristján segir áhrifin af veru varnarliðsins á at- vinnulífið í nærsamfélaginu hafa verið mikil. „Hér voru þvottahús, veitinga- hús og ýmis þjónusta. Ég færi ekkert á límingunum þó að herinn kæmi aftur. Í því myndu felast atvinnutækifæri á Suðurnesjum enda var hann eins og stóriðja.“ Þegar tilkynnt var um brottför hersins í mars 2006 var á vegum stéttarfélag- anna í Reykjanesbæ, í samvinnu við bæjarfélagið, haft samband við alla þá sem fengu uppsagnarbréf og boðin fram aðstoð við atvinnuleit. Þar fékk fólk til að mynda leiðbeiningar um gerð starfsferilskrár. Kristján segir það hafa aukið sjálfstraustið hjá mörgum að setja alla sína reynslu niður á blað; öll námskeið og réttindi sem það hafði öðlast. „Þetta hjálpaði fólki svo í at- vinnuleitinni.“ Aðstoðin var óformleg og búin til á staðnum en Kristján segir hana engu að síður hafa gangast fólki. Það orðspor fór af varnarliðinu að það væri góður vinnuveitandi og segir Kristján svo hafa verið enda eftirsótt að vinna þar. „Það þurfti aldrei að inn- heimta stéttarfélagsgjöld eða annað frá varnarliðinu fyrir dómstólum. Herinn fór í einu og öllu eftir samningum. Þar að auki greiddu þeir góð laun og hærri en almennt tíðkaðist á vinnumarkaði hér á Suðurnesjum.“ Þá segir Krist- ján að fólk sem vann hjá varnarliðinu hafi margt upplifað í fyrsta sinn að geta lifað af því að vinna átta stunda vinnudag en það þekktu fæstir. „Hjá varnarliðinu fékk fólk líka boðlegri vinnuaðstæður en víða annars staðar. TIl dæmis hvað varðaði hreinlæti og öryggismál. Það var því margt sem gerði varnarliðið að góðum vinnuveit- anda og fólk talaði um muninn þegar það fór svo að vinna annars staðar eftir að herinn fór.“ Nokkrum árum áður en herinn fór var umræða á Suðurnesjum um að sú staða gæti komið upp. Kristján fór þá ásamt Jóhanni Geirdal, þáverandi formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja, á fund Steingríms Her- mannssonar, þáverandi forsætisráð- herra til að ræða um undirbúning ef til þess kæmi. Kristján segir fólk utan Suðurnesja almennt ekki hafa deilt áhyggjum þeirra. „Það var horft á okkur eins og við værum eitthvað skrítnir því brottför varnarliðsins þótti svo fjarstæðukennd.“ Hann segir að verkalýðsforkólfar um landið hafi heldur ekki haft mikla samúð með Suðurnesjamönnum þegar varnar- liðið fór og að ríkið hafi ekki á neinn hátt veitt byggðaaðstoð til að takst á við atvinnumissi svo margra. Kristján segir að þrátt fyrir allt þá hafi brottför varnarliðsins borið upp á góðum tíma því nokkur uppgangur hafi verið árið 2006. Flestir félags- manna VSFK fengu því önnur störf fljótlega og segir hann að innan við tíu af þeim hafi verið í atvinnuleit um lengri tíma. „Þegar maður lítur um öxl sér maður hvað brottför hersins var risavaxið verkefni og líka hvað við fórum vel í gegnum það og ég er kátur með að ekki hafi farið verr.“ Þegar hrunið kom svo árið 2008 voru margir fyrrum starfsmenn varnarliðsins ný- byrjaðir í nýjum störfum og segir Kristján þann hóp hafa verið veikari fyrir en aðra. Margir hverjir höfðu skipt um vettvang og því ekki verið með langan starfstíma á nýja staðnum og því hafi hrunið ef til vill komið verr niður á einhverjum úr þeim hópi en ella. ●● Segir●launakjör●á●Suðurnesjum●hafa●versnað●á●Suðurnesjum●eftir●að●varnar- liðið●fór● Áfall●fyrir●fólk●að●missa●starfið●eftir●áratugi●á●sama●stað ●● Uppgangur●á●þeim●tíma●þegar●varnarliðið●fór●svo●flestir●fengu●fljótlega●nýja● vinnu● Betri●laun●og●vinnuaðstæður●hjá●varnarliðinu●en●almennt●á●vinnumarkaði Brotthvarf hersins líkt og jarðskjálfti Varnarliðið var góður vinnuveitandi ●● segir●Árni●Sigfússon,●bæjarstjóri●Reykjanesbæjar● um●það●þegar●Varnarliðið●fór●frá●Keflavíkurflugvelli● fyrir●áratug●síðan Meira áfall gagnvart atvinnu en nokkurt sveitarfélag á Íslandi hafði upplifað Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis Árni Sigfússon

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.