Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR Hvernig voru síðustu daga hersins og aðdragandi brotthvarfs Varnar liðsins? Aðdragandinn var náttúrulega langur og hófst í raun strax við lok kalda stríðsins í kringum 1990. Þá fóru strax að heyrast raddir um samdrátt sem fljótlega var hrint í framkvæmd af skiljanlegum ástæðum en svo gekk þetta í bylgjum næstu fimmtán árin, allt eftir því hve mikla athygli þetta fékk í bandaríska stjórnkerfinu. Eftir á að hyggja var þetta óumflýjanlegt og ég er viss um að ef þetta hefði ekki gerst árið 2006 þá hefði þetta gerst á árunum eftir, sama hvað hefði verið samið um. Einfaldlega vegna þeirra stríða og athafna sem Bandaríkja- stjórn stóð í víða um heim. Orsök þess var einfaldlega að það var ekki lengur hægt að verja þetta úthald á Íslandi að því er virtist engum til gagns, á meðan Bandaríkjamenn stóðu blóðugir upp yfir axlir í styrjöldum útí heimi og þurftu á peningum, mannafla og bún- aði að halda. Við Íslendingar héngum á þessu varnarliði eins og hundur á roði og gáfum lítið eftir í samningaviðræðum hvað það varðar, - á pólitíska sviðinu, er það ekki? Íslendingar skiptust í mörg horn alla tíð hvað veru varnarliðsins hér varðaði. En íslensk stjórnvöld tóku snemma þá ákvörðun að vera ekki að reyna að kljást við NATO eða Banda- ríkjamenn á grundvelli einhverrar herfræði því sérþekking þeirra var ekki þar. Þeir voru hins vegar vel að sér í pólitík. Og nálgunin frá Íslandi var alltaf á pólitískum nótum. Sam- skiptin fóru fram meðal ríkisstjórn- anna. Þegar kom að því að herinn vildi breytingar þá tóku menn í þá taktík sem þeir þekktu og notuðu hana eins og þeir höfðu gert áður fyrr. Nú hef ég heimildir fyrir því að það séu margir sem telja að ef Íslendingar hefðu reynt að fara frekari samnings- leiðir um að halda varnarliðinu hér í einhverri mynd þá hefðu það ekki farið í öllu sínu veldi, heldur skilið eftir eitthvað af sinni starfsemi. Hvað segir þú við því? Þetta er mjög skiljanleg afstaða og dá- lítið sem ég hef verið að rannsaka. Ég var nú vitni að ýmsu í þessu sambandi á árunum sérstaklega eftir 2001 þar til loka og ég er nú þátttakandi í sjón- varsþáttagerð um sögu varnarliðsins þar sem við komum til með að taka á þessu, meðal annars með viðtölum við menn sem komu þarna nærri og vonumst til að leiða það í ljós á hvorn veginn þetta var. Þó það hefði tekist að semja um einhvern samdrátt þá hefði hann í fyrsta lagi verið verulegur og alltaf falið í sér að orrustuþoturnar hefðu farið. Á endanum hefði liðið alltaf verið kallað allt til baka. Nú þegar þú lítur til baka tíu árum síðar, þekkjandi söguna svona vel og hafandi verið í hringiðunni, hvernig er þín sýn á þetta núna? Ég hef nú eiginlega horft svolítið til þeirrar umræðu sem hefur verið uppá síðkastið að það virðist vera einhver óskhyggja hjá sumum að bandaríkja- her komi aftur til Keflavíkurflug- vallar. Þessa spurningu hef ég fengið reglulega því ég hef unnið að þessum málum áfram hjá Isavia en því er nú til að svara að svo er áreiðanlega ekki. Bandaríkjamenn voru hér fyrst og fremst á eigin vegum eins og hvert annað ríki sem er ekki í neinni góð- gerðarstarfsemi. Og það vildi bara svo til að hagsmunir Íslendinga fóru vel saman með hagsmunum Bandaríkj- anna og annarra landa á árum kalda stríðsins. Komi þeir aftur hér með ein- hverjum hætti þá verður það bara í hagræðingarskyni eins og hefur alltaf verið gert, miðað við þau verkefni sem upp kunna að koma eða fyrir liggja á hverjum tíma. Nú ferð þú, eftir störf hjá Varnar liðinu, til starfa hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar, síðar Isavia. Hvernig gekk svo Íslendingum að taka við stórum verkefnum frá Varn- arliðinu, eins og t.d. slökkviliði og fleiru tengdum fluginu? Aðdragandinn var mjög skammur því að menn trúðu því ekki, eða allavega voru engin merki um það að þessi gríðarlega breyting yrði með eins skjótum hætti og raunin varð. Og mér finnst með ólíkindum hve klárir menn voru að vinna úr þeirri þröngu stöðu sem upp kom strax og ákveðið var að Varnarliðið færi þarna í mars 2006. Markmiðið var að halda Keflavíkur- flugvelli áfram í starfsemi. Allur reksturinn á flugvallarþjónustunni og flugvellinum sjálfum var í höndum Varnarliðsins. Þetta þurfti að færa yfir og ekki síst fjármagn. Íslenska ríkið þurfti skyndilega að punga út 1,7 milljarði strax árið eftir til að halda úti rekstrinum. Tækjabúnaðurinn var allur eign Bandaríkjaflota og það varð að semja um að halda honum þann- ig þeir færu ekki bara með allt sitt einn daginn og það var ekkert hlaupið að því að útvega ný og dýr tæki og tók líka langan tíma. Þetta tókst með ágætum, að semja um áframhaldandi afnot af tækjum hersins. Svona var með marga fleiri þætti, og mér finnst með ólíkindum hvað tókst að gera með samstilltu átaki allra sem komu að þessu, stjórnvalda, starfsmanna og stjórnenda flugvallarins. Finnst þér þá ekki ánægjulegt að sjá hve blómleg starfsemin er orðin hér víða á Vellinum, nú Ásbrú? Jú, hér hefur gríðarlega miklu verið áorkað og margir sem hafa komið með góðar hugmyndir og hefur tekist ágætlega til. En þegar ég fer aftur til gamla tímans, á 8. og 9. áratugnum með tilheyrandi umsvifum hjá Varn- arliðinu þá erum við náttúrulega að tala um hernaðarumsvif sem í engu tilliti eru í raun æskileg. Þó það hafi verið gaman að taka þátt í þessu þá var þetta í hæsta máta óeðlilegt ástand sem hér ríkti. Hér var erlendur her í stórum stíl í landinu. En núna er þetta allt með miklu eðlilegri og skynsam- legri ásýnd. Ertu með skoðun á því hvernig ríkið kom að þessu og hvað Suðurnesin, sem næsti nágranni veitti með þjón- ustu og starfsfólki, hefði átt að fá fyrir hálfrar aldrar þjónustu og tryggð? Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér skoðun á því en það er auðvitað þekkt klisja að það var alltaf sagt að Suður- nesin hafi haft varnarliðið og flugvöll- inn þegar átti að deila út landsgæðum eða efnahagsgæðum á vegum ríkisins. Sem betur fer hefur orðið gríðarleg umbylting í umsvifum í tengslum við flugið á Keflavíkurflugvelli ekki síst nú á allra síðustu árum. Þá náttúrulega skiptir það algjörlega sköpum. Það er ekki langt síðan hér var nánast margt í kalda koli, atvinnuleysi og margt annað hér á Suðurnesjum sem virðist nú vera komið í betra horf. Hvernig upplifðir þú andrúmslofið daginn sem tilkynnt var um brott- hvarf hersins og dagana þar á eftir? Ég hafði náttúrulega fylgst með þessu öll þessi ár og sá vel í hvað stefndi þótt ég hafi ekki búist við því að þessi ákvörðun kæmi með þessum hætti á þessum tíma. En þá verð ég að bæta því við að strax um áramót var okkur ljóst í aðalstöðvum Varnar- liðsins hvað til stæði þótt að tíma- setningin lægi ekki alveg fyrir. Það sást í fjárveitingum til Varnarliðsins fyrir árið 2007, sem voru engar. Það gat í raun ekki þýtt nema eitt, hvað sem mönnum aftur á móti tækist að teygja lopann og semja um, var auð- vitað ekki vitað á þeim tíma. En í mars 2006 kemur þessi ákvörðun. Banda- ríkjamenn voru margir jafn hissa á þessu og Íslendingarnir og ekki laust við að þeir væru margir hálf skömm- ustulegir yfir þessu, sérstaklega að viðskilnaðurinn yrði að vera svona óvæntur og framkvæmdur með svona skjótum hætti. Það að það liðu ekki nema 6 mánuðir frá því að skipunin er gefin og þangað til hún hefur verið framkvæmd til fulls, er umtalsvert afrek. Bæði hjá Bandaríkjamönnum sjálfum og svo íslensku starfsmönn- unum. Þetta var svolítið sérstök upp- lifun en svo tók bara við þetta verk- efni, að loka herstöðinni, koma mann- skapnum á brott, flytja á brott það sem ákveðið var að taka með sér og það tók bara hug allra alveg fram á síðasta dag. Síðan má eiginlega segja að menn hafi bara andað léttar daginn eftir og sagt „ja, nú er þetta búið“. Nýr kafli í lífinu er að taka við. Þetta er bara eins og þegar menn skipta um vinnu- vettvang eftir mjög langan tíma eins og var í mínu tilviki og ekki síst hjá mörgum öðrum sem höfðu verið hér mikið lengur en ég. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins segir að brotthvarf Bandaríkja- hers á Keflavíkurflugvelli hafi verið óumflýjanlegt í kjölfar þess að kalda stríðinu lauk. Hann segir ástandið á gamla varnarsvæðinu, nú Ásbrú, miklu eðlilegra og með skynsamlegri ásýnd en þegar bandarískur her var á Vellinum. ÓUMFLÝJANLEG BROTTFÖR ●● segir●Friðþór●Eydal,●fyrrverandi●upplýsingafulltrúi●Varnarliðsins. Friðþór Eydal gegndi starfi upplýsinga- fulltrúa Varnarliðsins í langan tíma.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.