Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ hlaut á dögunum gæðamerki frá Rannís, landskrifstofu eTwinning á Íslandi. Tólf önnur verkefni á Íslandi fengu einnig gæðamerki. Leikskólinn Holt hlaut gæðamerkið fyrir verkefnið Four headed dragon. Verkefnið var hluti af stærra Eras- mus+ verkefni sem tengist lýðræði og læsi. Í eTwinning verkefninu bjuggu leikskólabörnin til sögur um dreka sem voru notaðar til þess að kanna ýmis málefni sem tengdust náttúru, samfélagi og tækni. Samstarfslöndin voru fjögur. Hrefna Sigurðardóttir og Anna Sofia Wahlström eru verkefnis- stjórar. eTwinning er aðgengilegt skólasam- félag á netinu þar sem hægt er að kom- ast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum sam- starfsverkefnum og sækja sér endur- menntun á vinnustofum og nám- skeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. eTwinning er hluti af Erasmus+ menntaáætlun ESB og var hleypt af stokkunum árið 2005. Í hverju landi er landskrifstofa sem styður þátttakendur endurgjaldslaust. Hér á landi gegnir Rannís því hlut- verki. Yfir þúsund íslenskir kennarar hafa tekið þátt í eTwinning á einn eða annan hátt og telja samstarfsverkefnin brátt sjö hundruð. Holt hlýtur gæðamerki eTwinning Verkefnisstjórar ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, sviðsstjóra mennta- og menn- ingarsviðs Rannís, og Guðmundi Inga Markússyni, sérfræðingi á mennta- og menningarsviði Rannís. Nýlega hlotnaðist mér sá heiður að taka þriðja sæti á lista Pírata í Suður- kjördæmi. Í aðdraganda kosninga fær frambjóðandi eins og ég ótal spurningar á hverjum degi, sem er alveg frábært. Ég reyni að svara öllum persónulega en stundum læðist ein og ein spurn- ing framhjá. Oftast er maður spurður um almenn stefnumál en líka hvað við ætlum að gera fyrir fólk sem lifir undir framfærsluviðmiðum, fólk sem er í hús- næðisvandræðum, fólk sem á ekki fyrir lyfjakostnaði og margt fleira. Svörin við þessum spuringum er að finna í grunn- stefnu Pírata. Við viljum virkja beint lýðræði, opnari stjórnsýslu og þannig opna innviði Al- þingis fyrir almenningi. Það eykur að- hald í þeirri vinnu sem þar fer fram í nefndum og ráðum. Píratar vilja líka að það sé hægt að setja mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu til að þjóðin komi að ákvarðanatöku í fleiri málum. Þess vegna viljum við nýja stjórnarskrá þar sem tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar og að auðlindir íslendinga verði í eigu okkar allra. Við viljum að fólk geti lifað mannsæm- andi lífi af launum sínum og þar horfum við til langtíma lausnar í formi borgara- launa. Þá hverfur hugtakið „bótakerfi“ og í staðinn kemur hugtakið „launa- kerfi“. En þangað til þarf að laga það kerfi sem er í dag með því að rétta hlut aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda. Það besta við okkur Pírata er að við erum venjulegt fólk sem hefur reynt á eigin skinni hvernig það er að lifa undir fátækramörkum, að missa heimilið sitt á uppboði, að eiga ekki fyrir lyfjum og lækniskostnaði. Við erum þverskurður af þjóðinni, frambjóðendur koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Það er þess vegna sem við viljum breytingar. Svo við öll getum lifað með reisn á þessu landi. Þórólfur Júlían Dagsson Þjóðin á þing Stjórnstöð ferðamála og Ferðamála- stofa boða til kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætl- ana, Destination Management Plans - DMP, um landið og verður fundur á Reykjanesi haldinn á fimmtudaginn í næstu viku, 13. október klukkan 9:30. Á fundunum munu fulltrúar Ferða- málastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kynna verkþætti og tímalínu verk- efnisins auk þess sem skoski ráð- gjafinn Tom Buncle mun fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst inn í framtíðarskipulag og þróun svæða. Fundirnir eru öllum opnir en þeir eru meðal annars ætlaðir fulltrúum sveitarfélaga, markaðsstofum, at- vinnuþróunarfélögum, ferðaþjónum, upplýsingamiðstöðvum og öðrum þjónustuaðilum, svo sem öryggis- og viðbragðsaðilum, íbúum og fleirum. Skráning fer fram á vef ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is Kynningarfundur um stefnumótandi stjórnunaráætlanir í ferðaþjónustu LAUS STÖRF Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. LEIKSKÓLINN HOLT AKURSKÓLI LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Leikskólakennari/starfsmaður Skólaliðar Starfsmaður í afleysingar VIÐBURÐIR FORNSÖGUNÁMSKEIÐ Þriðjudaginn 11. október kl. 19:30 hefst námskeið í Hrafnkels sögu og Gunnlaugs sögu í Bókasafni Reykjanesbæjar undir stjórn Þorvaldar Sigurðssonar. Skráning í afgreiðslu safnsins eða á heimasíðu þess sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn HLJÓMAHÖLL - TRÚBROT FLYTUR LIFUN Tónlist hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Trúbrot verður flutt í Stapa þann 7. október kl. 21:00 - 23:30. Hljómsveitin mun m.a. flytja Lifun í heild sinni. Miðasala og nánari upplýsingar á hljomaholl.is JÓLIN, JÓLIN, JÓLIN KOMA BRÁTT Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir skemmtilegum hugmyndum frá bæjarbúum að viðburðum sem lífgað gætu upp á skammdegið í aðdraganda jóla. Sendið hugmyndir á menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6700. Alls eru 207 nemendur í 1.-10. bekk í Gerðaskóla. Sjá nánar um skólann á www.gerdaskoli.is. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. Gildi skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun, ábyrgð og lögð er áhersla á þau í starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 100% starf, umsjónarkennslu á yngsta stigi Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2016 Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal skólastjóri, johann@gerdaskoli.is og Ragnhildur Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri ragnhildur@gerdaskoli.is. ATVINNA GERÐASKÓLI ÓSKAR EFTIR KENNARA TIL AÐ KENNA Á YNGSTA STIGI Auglýsingasíminn er 421 0001 Samkaup hf. óskar eftir starfsmanni á starfsmannasvið félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í krefjandi umhverfi á skrifstofu félagsins í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um starfið veitir Falur J. Harðarson starfsmannastjóri. Umsóknir berist fyrir 16. október á netfangið umsokn@samkaup.is Samkaup hf. reka um 50 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverslunum til þægindaverslana. Starfsmenn félagsins eru um 1.000 talsins. Háskólamenntun sem nýtist í starfi Starfsreynsla á sviði starfsmannamála kostur Þekking á kjarasamningum og réttindum Skipulagshæfni og samskiptahæfileikar Sjálfstæði og frumkvæði - - - - - Umsjón með Kaupmannsskóla Samkaupa Ráðgjöf og stuðningur við verslanir í starfsmannamálum Meðferð kjarasamninga Ráðgjöf varðandi vinnurétt Önnur tilfallandi verkefni - - - - - HELSTU VERKEFNI: MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR STARFSMANNAFULLTRÚI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.