Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR Fólk öskraði og aðrir grétu í geðshrær- ingu yfir norðurljósasýningu á Garð- skaga í síðustu viku. Mikil virkni var í norðurljósum fyrri part síðustu viku og kalt og heiðskírt veður, sem eru kjöraðstæður til að njóta norðurljósa. Fjölmargir söfnuðust saman á Garð- skaga þar sem öll ljós, önnur en í vitanum, höfðu verið slökkt. Þannig voru skapaðar kjöraðstæður. Í gamla vitanum á Garðskaga var kaffihúsið opið langt fram á kvöld, þar sem hægt var að fá rjúkandi kaffi og nýbakaðar kleinur með ljósasýningunni. Garðskagi er einn besti staðurinn á landinu til að fylgjast með norður- ljósum og þegar horfur eru á því að ljósin séu kröftug eru öll ljós slökkt utandyra á Garðskaga. Á næstunni verður staðarhöldurum á Garðskaga einnig gert kleift að slökkva á götu- lýsingu á skaganum, sem eykur enn á upplifun í norðurljósaskoðuninni. Talsvert var af erlendu ferðafólki á Garðskaga í síðustu viku þegar ljósa- dýrðin var upp á sitt besta, auk þess sem Íslendingar fjölmenntu einnig. Margir ferðamenn gista enn í ferða- bílum á tjaldstæðinu á Garðskaga þrátt fyrir að október sé genginn í garð. Myndirnar með fréttinni voru teknar á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þá var spáð miklum og flottum ljósa- gangi. Það er hins vegar með náttúru- öflin að þau hlusta ekki alltaf á spár, þennig að kvöldið endaði með ljósa- gangi sem fengi tvær stjörnur af fimm mögulegum. Vf-myndir: Hilmar Bragi Nutu NORÐURLJÓSA í geðshræringu Af hverju stafa norður- og suðurljósin? ■ Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum frá svo að þær streyma umhverfis hana eins og vatn um kjöl. Undantekning frá þessu er kringum segulpólana en það eru pólarnir sem segulnál vísar á, annar á norðurhveli og hinn á suðurhveli jarðar, gagnstætt við hinn. Á svæðum kringum þessa póla sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar. Svæðið þar sem flestar agnirnar sleppa inn myndar kraga utan um segul- pólana. Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hraða eftir gormlaga brautum kringum segul- sviðslínurnar milli segulskautanna. Rafeindir og róteindir streyma þannig í átt að segulpólunum og þegar nær dregur pólunum rekast eindirnar á lofthjúpinn, oftast í á milli 100 og 250 km hæð. Orkan í rafeindunum og róteindunum örvar sameindir og frumeindir í lofthjúpnum en þær senda aftur á móti frá sér orkuna sem sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós eða suðurljós eftir því við hvorn pólinn þau sjást. Litirnir sem við sjáum oftast eru grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá örvuðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni eða nitri hins vegar. Eins og áður sagði eru áhrif sólvindsins mest á kraga kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi. Á Íslandi erum við svo heppin að vera í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddar- gráðum. Sem dæmi um þess konar breytingar má nefna að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sólstróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi er um að orðið hafi vart við ljósaganginn á sjálfum miðbaugnum. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Kynningarfundur Slysavarnadeildarinnr Dagbjargar verður 10 október kl. 20:00 að Holtsgötu 51. Kynning á deildinni og gestur kvöldsinns verður Sigga Dögg kynlífsfræðingur. Vonumst eftir hlátrasköllum út á götu þega hún segir okkur allt um sexý slysavarnir. Allir velkomnir Kynningarfundur Slysavarnadeildarinar Spennandi starf verkefnastjóra ölskylduverndar hjá félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Laus er til umsóknar 100% staða verkefnisstjóra á sviði ölskylduverndar. Verkefnastjóri hefur umsjón með þróun og framkvæmd þjónustu sem miðar að því að ea foreldrafærni og forvarnir barna og ölskyldna sveitarfélögunum. Hann sinnir meðferðaríhlutun inni á heimilum, utanumhaldi um stuðningsúrræði barnaverndar og uppeldislegri ráðgjöf. Menntun- og hæfnikröfur: • Háskólagráða í félagsráðgjöf, sálfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfun eða önnur menntun sem nýtist í star. • PMTO grunnmenntun og/eða meðferðarmenntun er æskileg. • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklinga og ölskyldur. • Góð samskiptahæfni, þjálfun í viðtalstækni og áhugi á teymisvinnu. • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsókn ásamt kynningarbré og ferilskrá skal berast eigi síðar en 21. október 2016 á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar að Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði eða á netfangið gudrun@sandgerdi.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að geta hað störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starð veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri (gudrun@sandgerdi.is /420-7500). Atvinna VÖRÐUNNI MIÐNESTORGI 3 – 24 SANDGERÐI – SÍMI 420 7500 FÉLAGSÞJÓNUSTA SANDGERÐISBÆJAR, SVEITARFÉLAGSINS GARÐS OG SVEITARFÉLAGSINS VOGA ALLT FASTEIGNIR - FASTEIGNASALA SUÐURNESJA ALLT FASTEIGNIR - FASTEIGNASALAN Í GRINDAVÍK Hafnargata 91 - Reykjanesbær - sími 560-5515 sudurnes@alltfasteignir.is Víkurbraut 46 - Grindavík - sími 426-8890 - grindavik@alltfasteignir.is RB Þórarinn Kópsson Löggiltur fasteignasali Sími: 615-3343 RB Páll Þorbjörnsson Aðstoðarmaður Sími: 698-6655 RB Arnar Hólm Aðstoðarmaður Sími: 892-4445 RB Elínborg Jensdóttir Aðstoðarmaður Sími: 823-1334 RB Þorbjörn Pálsson Löggiltur fasteignasali Sími: 898-1233 GR Dagbjartur Willardsson Aðstoðarmaður Sími: 861-7507 GR GR SELUR ALLTHEIÐARLEIKI - FAGMENNSKA - METNAÐUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.