Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 19
19fimmtudagur 6. október 2016 VÍKURFRÉTTIR Bækur Eins og ég les mikið af vísindagreinum bæði í vinnunni og heima þá skilgreinist það almennt ekki sem yndisauka lestur. Ég reyni ávallt að bendla mig við eina eða fleiri bækur, á hverjum tímapunkti, en vegna anna bíður engin bók á náttborðinu eftir mér, tilbúin til að draga mig úr raunveruleikanum og fylla hugann af ævintýrum, rómantík og almennri vitleysu. Í sumar las ég einstaklega vel skrifaða ævintýraseríu, The Kingkiller Chronicle eftir Patrick Rot- hfuss. Síðasta bókin er enn óútkomin en ég mæli sterklega með þeim við bókaorma af öllum tegundum. Nýverið las ég einnig Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason og Tiplað með Einstein eftir Joshua Foer. Báðar bækurnar eru hnyttnar og nokkuð áhugaverðar í ljósi líðandi tíma og málefna. Tónlist Í stað þess að telja upp lista af hljómsveitum á lengd við símaskrána, einblíni ég frekar á ólíka listamenn sem ég hlusta almennt mikið á. Alt-J eru töframenn sem galdra fram tóna og tilfinningar í takt við hvort annað. Ludovico Einaudi er annar töframaður sem semur lög sín á píanó, án texta, enda er hann óþarfur í slíkum tónverkum. Mitt uppá- halds lag heitir Fly og kom það meðal annars fram í The Intouchebles. Ég kemst ekki hjá því að nefna Major Lazer en þeir hafa verið með mér á hlaupabrettinu frá árinu 2009. Síðan þá hefur mikið vatn og plast runnið til sjávar og eru vinsældir þeirra að sprengja alla helstu vinsældalista heims. Í stað þess að viðhalda fjölbreytileikanum þá verð ég að minnast á Ólaf Arnalds en þessi strákur er með ólíkindum hæfileikaríkur. Mamma hans má að vera stolt. Sjónvarpsþættir Það hefur átt sér stað ákveðin þróun (góð eða slæm) hjá mér í sjónvarpsglápi. Eitt sinn var setið í bíósal og horft á 3 klukkustunda bíómynd án þess að blikka auga. Sjón- varpsþættirnir tóku við af bíómyndunum og bíósalurinn breyttist í tölvuskjá og sófann heima. Í dag horfi ég aðallega á stutt myndbönd, í símanum, á ferð. Óháð því þá hefur lítið verið um efnilega sjónvarpsþætti undanfarið, að mínu mati, og ég sé fram á heldur daufa vetrardagskrá. Í sumar seríu-gleypti ég Netflix þættina Stranger Things, sem þarf líklega ekki að kynna fyrir landsmönnum, og einnig horfði ég nýlega á Black Mirror eftir Charlie Brooker en þeir eru virkilega vandaðir. Afþreying: Ástrós Skúladóttir „MAMMA ÓLAFS ARNALDS MÁ VERA STOLT” Öldungarráðs Suðurnesja verður haldin 8. október á Nesvöllum og hefst hann kl. 13:00. Erindi flytur Halldór Jónsson forstjóri Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þjónusta við aldraða, staða og horfur Allir velkomnir Eyjólfur Eysteinsson formaður stjórnar Öldungarráðs Suðurnesja. Ö L D U N G A R Á Ð S U Ð U R N E S J A AÐALFUNDUR Óskar eftir að ráða duglega og ábyrga manneskju til að þrífa sameign í Njarðvík Verður að tala íslensku. Upp- lýsingar í síma 848-3359 eftir kl 18. Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is SMÁAUGLÝSINGAR SJÓNVARP V ÍKURFRÉTTA NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV Ástrós Skúladóttir er ungur og fráfluttur Keflvíkingur sem býr í Vesturbænum. Aðspurð segist hún ekki láta á sig fá að vera umkringd KR-veldinu og er ófeimin að fara í Keflavíkur peysunni út í ísbúð. Ástrós hefur starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu síðastliðin 2 ár og stundar samhliða framhaldsnám í Líf- og læknavísindum, nánar tiltekið tölvulegri erfðafræði. Tímann aflögu nýtir hún í jóga, ferðalög, myndlist og handritaskrif.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.