Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
Tvöfaldan klór í
vatni, engan ís takk!
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Vendipunktar eru vanmetnir. Hvort
sem þeir eru planaðir eða ekki.
Ég stend á tímamótum, það hefur
orðið vendipunktur í mínu lífi. Ég
kannski bjóst ekki við því, bjó mig
kannski ekki undir það...en það
breytir ekki því að tímamótin eru að
verða staðreynd. Breytingar geta verið
fyrirkvíðanlegar, stundum ógnvekj-
andi og eitthvað sem menn reyna að
forðast í lengstu lög. Það er mannlegt
- við vitum hvað við höfum og það
sem við þekkjum er yfirleitt öruggara
en ókannaðar slóðir.
Ég hef starfað í stjórnmálum í tæpa
tvo áratugi, lifað og hrærst í því dá-
samlega umhverfi sem stjórnmálin
eru með öllum þeim kostum og
göllum sem þeim fylgja. Sannarlega
í heildina miklu fleiri kostir - en þó
nokkrir gallar. Ég hef haft áhrif á
samfélagið sem ég bý í en stundum
á kostnað þeirra sem ég bý með. Ég
hef verið beinn þátttakandi í stærstu
viðburðum Íslandssögunnar á undan-
förnum áratugum, en stundum þann-
ig að ég hef ekki haft tækifæri til að
vera þátttakandi í mikilvægum stór-
viðburðum hjá mínum allra nánustu.
Þannig að í vendipunktum felast tæki-
færi. Þar eru ýmsar áskoranir, óvissa
og áhætta um það sem koma skal. En
vendipunktum fylgir líka frelsi. Frelsi
til að forgangsraða. Frelsi til að horfa
til framtíðar með bjartsýni og krafti.
Frelsi til að hafa reynsluna að leiðar-
ljósi, og nota sama frelsið til að horfa
til fortíðar með þakklæti og gleði fyrir
það sem var.
Og vitið þið hvað - vendipunktar eru
vanmetnir. Þeir hrista upp í manni og
ef maður tekur þeim fagnandi verða
þeir bara til góðs. Og það er það sem
ég hef ákveðið að gera á þeim tíma-
mótum sem ég stend frammi fyrir.
Nú er autt blað fyrir framan mig og
mína, blað sem ég ætla mér að skrifa
með mínum nánustu.
Kærar þakkir fyrir mig - þessi vendi-
punktur skal nýttur til hins ítrasta.
Skoðanir pistlahöfunda eru þeirra eigin
og endurspegla ekki endilega skoðanir rit-
stjórnar Víkurfrétta.
LOKAORÐ
Ragnheiðar Elínar
Vendipunktur
ÓSKUM AÐ RÁÐA
ÖRYGGISVERÐI
GÆSLUDEILD SECURITAS Á REYKJANESI
sinnir fjölbreyttum verkefnum, m.a. staðbundinni gæslu,
verðmætaflutningum, farandgæslu, útkallsþjónustu og sér-
verkefnum.
Við erum á vaktinni allan sólarhringinn og við leitum að fólki
sem getur og vill vinna dag og nótt m.a. í gagnaveri Verne á
Ásbrú.
HÆFNISKRÖFUR:
Umsækjendur skulu hafa hreint sakarvottorð.
Að standast bakgrunnsskoðun í FLE er forsenda ráðningar.
· Hreint sakavottorð
· Rík þjónustulund
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Stundvísi og snyrtimennska
· Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður að gera vel
· 20 ára aldurstakmark
· Tölvu- og enskukunnátta kostur
· Bílpróf nauðsynlegt fyrir öryggisverði
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Securitas Reykjanesi, sími 5807200,
netfang reykjanes@securitas.is.
Umsóknir berist í gegnum heimasíðu okkar
www.securitas.rada.is, fyrir 18. október 2016.
SECURITAS REYKJANESI
IÐAVELLIR 13, 230 REYKJANESBÆ, S. 580 7200
ATVINNA
Frisbee golf og fót-
bolta golf í Voga?
■ Frístunda- og menningarnefnd
Sveitarfélagsins Voga tók frisbee
golf til umfjöllunar á síðasta fundi
sínum en einn nefndarmaður óskaði
eftir að fá að taka upp umræðuna.
Slíkir vellir hafa notið aukinna vin-
sælda og finnast æ víðar.
Nefndin tók jákvætt í erindið og telur
æskilegt að skoða jafnframt mögu-
leika á að koma upp fótboltagolfvelli
samhliða.
Frístunda- og menningarfulltrúa
er falið að afla frekari upplýsinga
og vinna málið áfram. Afgreiðsla
nefndarinnar hefur jafnframt verið
afgreidd frá bæjarstjórn Voga með
öllum greiddum atkvæðum.