Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 23
23fimmtudagur 6. október 2016 VÍKURFRÉTTIR Þegar unnið var að rannsóknum á há­ hitasvæðum Reykjanesskagans fyrir áratugum síðan kom ég þar við sögu. Gekk meðal annars um hornpunkta í ótrúlega þéttu mælineti á sjálfu Reykjanesinu, háhitasvæðinu þar. Ég átti líka þátt í að mæla og greina á milli ónothæfs jarðhitasvæðis austan Grindavíkurvegar, þar sem er hið eiginlega Svartsengi, og svæðisins sem virkjað var vestan vegar, frammi fyrir hlíðum Þorbjarnarfells, og er oftast kennt við Svartsengi. Þá grunaði mig ekki að ég skipaði lista VG í landshlut­ anum í þingkosningum á næstu öld. En svo fór og nú stendur upp á mig að gera almenningi og umhverfinu gagn. Náttúruauðlindir nýtum við með skynsemi og sjálfbærni að leiðar­ ljósi. Þær helstu eru í raun ekki mjög margar hér á landi: Jarðvarmi, vatns­ afl, jarðvegur og gróður, kalt neyslu­ vatn, lífríki hafsins og fáein jarðefni, aðallega byggingaefni. Og nú síðustu ár til viðbótar og í meira mæli en nokkurn grunaði: Náttúrufyrirbæri og landslag í sem fjölbreyttastri mynd. Þjónusta við erlenda ferðamenn er orðin að eins konar stóriðju en við náum ekki að fylgja þróuninni eftir og bregðast við þannig að fjármagn og uppbygging tryggi sjálfbæra og við­ ráðanlega starfsemi í greininni. Ég gæti romsað upp verkefnum og viðrað hugmyndir um stjórnun ferðaálags rétt eins og veiðiálags í sjávarútvegi en læt ógert. Fyrsta kastið verð ég að hlusta á ykkur Suðurnesjabúa: Hvað brennur helst á fólki; fyrir hverju á hreyfing með félagslegar lausnir og umhverfisvæna stefnu að standa í vesturhluta kjördæmisins? Ari Trausti Guðmundsson er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi Í upphafi skal endirinn skoða V I Ð E R U M H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sif er flugumferðarstjóri í flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Í daglegu starfi veitir hún tugum flugvéla heimildir til flugtaks- og lendingar og starf hennar tryggir að flugumferð gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum. Þannig er Sif hluti af góðu ferðalagi fjölda farþega á hverjum degi. Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl- skylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur í því að vera hluti af góðu ferðalagi. isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf Einar er arkitekt sem er á leið til Frakklands í vinnuferð. Hann er vanur því að fá sér morgunverð á Keflavíkurflugvelli og treystir á að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum. Flug fé lag Íslands hef ur beint inn an­ lands flug milli Kefla vík ur og Ak ur­ eyr ar á næsta ári í tengsl um við milli­ landa flug í Kefla vík. Flogið verður all an árs ins hring á milli Kefla vík ur og Ak ur eyr ar, en auk þess hagræðis sem þetta hef ur í för með sér fyr ir íbúa á Norður landi sem vilja nýta sér milli landa flug, er gert ráð fyr ir að þetta verði til þess að fjölga enn frek­ ar ferðamönn um á lands byggðinni. Fyrsta flug milli Kefla vík ur og Ak ur­ eyr ar verður þann 24. fe brú ar 2017, segir í tilkynningu frá Flugfélagi Ís­ lands. Flogið verður sex sinn um í viku milli Ak ur eyr ar og Kefla vík ur yfir vetr ar­ tím ann og þris var sinn um í viku yfir sum ar tím ann. Í til kynn ing unni kem­ ur fram að á þessu stigi verði þetta flug ein göngu í boði fyr ir farþega sem eru á leið í eða úr milli landa flugi í Kefla­ vík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjón ustu ferðast alla leið frá Ak ur eyri til end an legs áfangastaðar í Evr ópu eða Norður Am er íku. Fljúga milli Keflavíkur og Akureyrar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.