Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR V I Ð E R U M H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sif er flugumferðarstjóri í flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Í daglegu starfi veitir hún tugum flugvéla heimildir til flugtaks- og lendingar og starf hennar tryggir að flugumferð gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum. Þannig er Sif hluti af góðu ferðalagi fjölda farþega á hverjum degi. Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl- skylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur í því að vera hluti af góðu ferðalagi. isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf Einar er arkitekt sem er á leið til Frakklands í vinnuferð. Hann er vanur því að fá sér morgunverð á Keflavíkurflugvelli og treystir á að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum. Um helgina fór fram Íslandsmeistara- mót barna og unglinga í brasilískri glímu eða Brazilian jiu jitsu. Njarð- víkingar mættu með ellefu keppendur til leiks og unnu þau Stefán Elías, Jana Lind, Daníel Dagur og Ingólfur Rögn- valdsson öll til bronsverðlauna eftir margar erfiðar viðureignir. Ægir Már Baldvinsson keppti í elsta flokki undir 65 kg. Hann sigraði fyrsta bardagann á hengingu sem og undan- úrslitabardagann. Í úrslitabardag- anum var hann yfir allan tíman vegna öflugra sókna. Þegar 30 sekúndur voru eftir af viðureigninni skoraði andstæðingur hans stig og varð Ægir því annar í sínum flokki. Í -79kg flokki sigraði Bjarni Darri Sigfússon örugglega. Hann stjórnaði öllum sínum viðureignum hvort sem það var standandi eða í gólfinu og sigraði alla sína bardaga á uppgjafar- tökum. Í flokki unglinga sem eru þyngri en 80 kg sigraði svo ungstirnið Halldór Matthías Ingvarsson. Hann stimplaði sig inn í BJJ samfélagið á þessu móti með því að sigra einn öflugasta BJJ glímumann landsins í fyrstu viðureign með armlás. Í úrslitaglímunni barðist hann við glímumann sem einnig er brúnbeltingur í júdó. Halldór stjórn- aði þeirri glímu sem byrjaði með fal- legu kasti og endaði með uppgjafar- taki. Bjarni Darri Sigfússon keppti svo í opnum flokki sem er erfiðasti flokkur- inn því þar er keppt óháð þyngd. Bjarni hélt uppteknum hætti og sigr- aði flokkinn með yfirburðum. Annar Íslandsmeistaratitill Halldórs og fjórði Íslandsmeistaratitill Bjarna á þessu ári. Halldór og Bjarni Íslands- meistarar í brasilískri glímu Harpa Þorvaldsdóttir, Björk Birgisdóttir, Guðni Vignir Sveinsson, Sóley Birgisdóttir, Ingólfur H. Matthíasson, Börkur Birgisson, Hafdís Hafsteinsdóttir, Ösp Birgisdóttir, Rúnar Ingi Hannah, Burkni Birgisson, Rakel Lind Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa Birgis Guðnasonar, málarameistara, Keflavík, Blessuð sé minning hans. Guð veri með ykkur. Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Áshildur Linnet, Vignir Sveinbjörnsson, Guðný Helga Kristjánsdóttir Eva Sveinbjörnsdóttir, Torfi Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,   Sveinbjörn Egilsson Aragerði 15, Vogum,   lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 1. október. Útför hans fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 7. október kl. 15:00.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.