Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 06.10.2016, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagurinn 6. október 2016 • 39. tölublað • 37. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Klór blandaðist neysluvatni í Reykja- nesbæ þegar unnið var við að þrífa vatnstank ofan við Eyjabyggð í Reykjanesbæ á mánudag. Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ tjáðu sig um sterka klórlykt af kalda vatninu á samfélagsmiðlum þá um kvöldiuið og lýstu ástandinu þannig að vatnið væri ekki drykkjarhæft og húsnæðið angaði af klórlykt eftir að vatn hafði verið látið renna. Á vef HS Veitna er greint frá því að á mánudag hafi starfsmenn fyrirtækis- ins þrifið „Staupið“ sem er varatankur, staðsettur fyrir ofan Eyjabyggð. Við þrifin var notuð klórblanda, 15 pró- sent klór blandaður við vatn. Þrifin voru hluti af undirbúningi fyrr noktun á tankinum en hann verður notaður þegar vatnsstopp verður í næstu viku vegna breytinga á stofnæð fyrir gerð undirganga við Hafnaveg. Á mánudagsmorgun kom elding sem varð þess valdandi að skynjari í aðal- vatnstank við Grænás fraus og stjórn- stöð HS Orku í Svartsengi fékk ekki réttar upplýsingar um stöðu sem gerði það að verkum að þrýstingur féll án þess að stjórnstöð yrði þess vör. Starfs- menn HS Veitna hleyptu vatni inn á varatankinn til þrifa í góðri trú um að aðaltankur við Grænás væri fullur eins og skynjari sagði til um. Síðar kom í ljós að skynjari sýndi ekki rétta stöðu og tankurinn var því næst tómur. Við þetta myndaðist sog sem varð til þess að klórblanda úr varatanki komst inn á kerfið. Sýni voru tekin og verða send til frekari rannsókna en frumathugun starfsmanna HS Veitna leiddi í ljós að styrkur var vel innan hættumarka. Klór blandaðist neyslu- vatni í Reykjanesbæ ●● Elding●truflaði●skynjara●og●klórblanda●úr● vatnstanki●fór●inn●á●kerfið ■ Hömlur ehf. auglýstu í vikunni til sölu allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf. Það er fjárfestinga- og fasteignafélag sem stofnað var árið 1979 og hefur fjár- fest í landi á Neðra-Nikkel svæðinu í Reykjanesbæ. Eign félagsins er tvíþætt, annars vegar eignarland sem samtals er um 34 hektarar og er skipulagt undir byggingu á allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði (1,4 hektarar) og hins vegar samningur við Reykjanesbæ um að Miðland annist gatnagerð á svæðinu og hljóti tekjur af, segir í auglýsingu frá Hömlum sem er dótturfélag Landsbankans. Deiliskipulag fyrir hluta byggingarlandsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna- og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar. Söluferlið er öllum opið sem uppfylla hæfismat og geta sýnt fram á fjárfestingar- getu að fjárhæð 300 milljónir króna. ●● Opið●söluferli●á●Miðlandi●ehf.●í●Reykjanesbæ Hér er gert ráð fyrir allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði. Vatnstankurinn ofan við Eyjabyggð í Keflavík er kallaður Staupið. Þaðan fór klórblanda inn á neysluvatnskerfið í Reykjanesbæ. VF-mynd: hilmarbragi Missti framan af fingri í roðfléttivél ■ Starfsmaður hjá fiskvinnslunni KEF Seafood missti framan af vísi- fingri í roðfléttivél á dögunum. Starfsmaðurinn hafði verið að þrífa vélina þegar óhappið varð og fram- hluti fingursins skarst af. Starfs- maðurinn var fluttur með sjúkrabif- reið á Landspítalann í Fossvogi og tilkynnti lögregla málið til Vinnu- eftirlitsins. Á sunnudag var lögreglu tilkynnt um ökumann sem slasaðist á fjórhjóli í efnisnámum við Festarfjall, austan við Grindavík. Ökumaðurinn var með áverka á öxl og handlegg og var fluttur til læknis. Þriggja bíla árekstur í Reykjanesbæ ■ Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suður- nesjum fyrir og síðustu helgi. Í Reykjanesbæ lentu þrír bílar saman og voru skemmdir það miklar að fjarlægja þurfti þá með dráttar- bifreið af vettvangi. Einn þeirra var kyrrstæður en ökumenn hinna tveggja voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á Stapagötu lentu tveir bílar saman þegar þeir voru að mætast í sveigju sem er á veginum. Ökumenn beggja voru fluttir með sjúkrabifreið á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn. Þar að auki rákust tveir bílar saman á hringtorgi á Njarðarbraut. ■ Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Allt hreint við Holts- götu í Njarðvík, náði ótrúlegum myndum í eldingaveðrinu sem gekk yfir Reykjanesskagann á mánudags- morgun. Hann tók upp símann og hugðist taka videomyndir af eld- ingaveðrinu. Hann var nýbyrjaður að taka upp þegar TF-GAY, flugvél frá WOW, tók á loft frá Keflavíkur- flugvelli. Halldór beindi myndavélinni að flug- vélinni og örfáum sekúndum síðar varð flugvélin fyrir eldingu. Mynd- efnið vakti strax mikla athygli og hefur farið víða um heim. Á Youtube- rás Sjónvarps Víkurfrétta hefur mynd- skeiðið fengið um 100.000 áhorf og á fésbók Víkurfrétta var áhorfið komið í 55.000 spilanir síðdegis í gær. „Ég ætlaði nú bara að reyna að ná myndbandi af eldingunum. Svo sé ég flugvélina og beini upptökunni að henni og þá slær eldingum niður í flugvélina. Það er ótrúlegt að hafa náð þessu á myndband,“ segir Halldór í samtali við Víkurfréttir. Erlendir miðlar á borð við BBC, TV2 og Discovery hafa sett sig í samband við Halldór og beðið um að fá að sýna myndbandið. Einnig deildi flug-In- stagramsíðan „Megaplane“ mynd- bandinu þar sem það hefur nú fengið yfir 40.000 áhorf. „Mánudagurinn fór nú eiginlega bara allur í að svara spurningum fjölmiðla,“ segir Halldór Guðmundsson. Myndin hér að ofan er úr myndskeiðinu sem hann tók. Án efa ein af fréttamyndum ársins. WOW! ELDING Í FLUGVÉL YFIR NJARÐVÍK Komist verði að sameiginlegri niðurstöðu um DS ■ Bæjaryfirvöld í Vogum vilja að fundin verði varanleg lausn á málum Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum og að haldinn verði eigendafundur hið fyrsta þar sem valkostir verði ræddir og komist að sameiginlegri niðurstöðu um fram- tíð DS. Bæjarráð Voga tók málið til umfjöll- unar á dögunum en þar var kynnt greining KPMG á málum DS. Af- greiðsla bæjarráðs, sem greint er frá hér að framan, var samþykkt í bæjar- stjórn með öllum atkvæðum. Byggingaréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ til sölu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.