Læknablaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2017/103 173
lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein, krabbalíki),
stigun sjúkdóms við greiningu og meðferð. Allar breytur sem tekn-
ar voru með í líkanið stóðust kröfu um hlutfallsbil (proportionality).
Tölfræðileg marktækni miðaðist við p-gildi <0,05.
Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin frá framkvæmdastjóra
lækninga á Landspítala, vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Niðurstöður
Alls voru 550 sjúklingar rannsakaðir í greiningarferlinu á þeim 7
árum sem rannsóknin náði til. Konur voru 312 (57%) en karlar 238
(43%) (tafla I). Langflestir sjúklinganna höfðu sögu um reykingar
en 2,6% þeirra sem greindust með lungnakrabbamein í ferlinu
höfðu aldrei reykt. Aðeins 19 (3,5%) sjúklingar höfðu fyrri sögu
um lungnakrabbamein, 10 þeirra greindust meira en 5 árum fyrr
og fjórir árið fyrir greiningarferlið.
Greining lungnakrabbameins var staðfest hjá 426 sjúkling-
um (77,5%) á öllu rannsóknartímabilinu. Fjöldi sjúklinga sem
greindust með lungnakrabbamein sem hlutfall einstaklinga í
greiningarferlinu hélst svipað á milli ára, var lægst 70,4% árið 2011
og hæst 87,1% árið 2014 (p=0,2). Eins og sjá má í töflu I reyndust
346 (81,2%) þeirra hafa lungnakrabbamein af öðrum vefjaflokki en
smáfrumukrabbameini og 66 (15,5%) höfðu smáfrumukrabbamein.
Sjö sjúklingar (1,6%) greindust með krabbalíki og í öðrum 7 til-
fellum var greining lungnakrabbameins byggð eingöngu á niður-
stöðum myndrannsókna án sýnatöku, oftast vegna þess að þessir
sjúklingar voru ekki taldir þola inngrip til greiningar vegna lélegs
líkamlegs ástands.
Mynd 2 sýnir fjölda og hlutfall sjúklinga sem greindust með
lungnakrabbamein í greiningarferli á Landspítala borið saman
við alla sem greindust með lungnakrabbamein á Íslandi á rann-
sóknartímanum. Hlutfallið hækkaði úr 23,3% árið 2008 í 47,9% allra
lungnakrabbameinsgreininga á Íslandi árið 2014 (p<0,001).
Greining lungnakrabbameins fékkst með rannsóknum í grein-
ingarferli hjá 72,5% sjúklinga. Í 27,5% tilfella þurfti að gera frekari
rannsóknir í framhaldi af greiningarferlinu til þess að staðfesta
greininguna. Í 16,5% tifella reyndust lungnabreytingar góðkynja,
sem í flestum tilfellum voru sýkingar, svo sem af völdum ódæmi-
gerðra berklabaktería, eða vegna örmyndunar, trefjavefslungna-
bólgu eða smárra æxlishnúða (<3 cm) í lunga af óþekktum toga.
Lungnakrabbamein var greint með sýnum sem fengust við
berkjuspeglun hjá 199 sjúklingum (46,9%) og með ástungunálar-
sýnum þar sem notast var við tölvusneiðmyndir hjá 181 þeirra
(42,7%). Hjá 33 sjúklingum (7,7%) var gerð skurðaðgerð án þess að
klár greining lungnakrabbameins lægi fyrir en þá var æxlið skoð-
að með frystiskurði í aðgerðinni og í framhaldi gerð viðeigandi
aðgerð (fleygskurður, blaðnám eða lungnabrottnám) ef um lungna-
krabbamein var að ræða. Hjá 8 sjúklingum (1,9%) greindist lungna-
krabbamein með sýnatöku frá fjarmeinvörpum. Yfirlit yfir stigun
og meðferð þeirra 426 sjúklinga sem greindust með lungnakrabba-
mein í greiningarferli er sýnt í töflu l.
Tími frá tilvísun til greiningar og meðferðar
Miðgildi frá tilvísun læknis í greiningarferlið þar til greining
lungnakrabbameins lá fyrir var 10 dagar (15,2 +/-19,1 að meðaltali;
bil 0-192) en 19 dagar frá því að greining lungnakrabbameins lá
Tafla l. Yfirlit yfir sjúklinga sem fóru í greiningarferli á Landspítala frá 1. febrúar
2008 til 31. janúar 2015.
n=550 %
Kyn
konur 312 57
Meðalaldur, ár (bil) 68,1 ± 9,4
(39-87)
Fyrri saga um krabbamein
Engin
Lungnakrabbamein
Önnur krabbamein
454
19
75
82,5
3,5
13,6
Tilvísandi læknir
Heilsugæslulæknir
Læknir á Landspítala
Læknir á öðrum stofnunum
Lungnalæknar
Óþekkt
206
143
55
119
29
37,5
26,0
10
21,6
5,3
Orsök lungnabreytinga
Lungnakrabbamein
Önnur en smáfrumukrabbamein
Smáfrumukrabbamein
Krabbalíki
Góðkynja orsök lungnabreytinga
Önnur illkynja æxli í lungum
426
346
66
7
91
33
77,5
62,9
12
1,3
16,5
6
Stigun lungnakrabbameins
Annarra en smáfrumukrabbameina
Stig l
Stig ll
Stig lll
Stig lV
Smáfrumukrabbamein
Takmarkaður sjúkdómur
Útbreiddur sjúkdómur
115
56
84
91
27
39
33,2*
16,2*
24,3*
26,3*
41**
59**
Meðferð lungnakrabbameins
Skurðmeðferð***
Önnur krabbameinsmeðferð
Eingöngu einkennameðferð
167
222
37
39,2
52,1
8,7
*af heildarfjölda sjúklinga með lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein.
**af heildarfjölda sjúklinga með smáfrumukrabbamein.
***skurðmeðferð sem hluti af meðferðinni með eða án viðbótar krabbameinsmeðferðar.
Mynd 2. Fjöldi og hlutfall sjúklinga sem greindist með lungnakrabbamein í grein-
ingarferli á Landspítala í samanburði við heildarhóp lungnakrabbameinsgreindra á
Íslandi árin 2008-2014 (Krabbameinsskrá).
23%
31%
34% 38%
41% 41%
48%
R A N N S Ó K N