Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 33
viljayfirlýsing fjögurra aðila um málefni Lækningaminjasafns Íslands. Þar voru áfram Seltjarnarnesbær, LÍ og LR en í stað Þjóðminjasafns og menntamálaráðuneytis- ins var nú komið Listasafn Íslands. Viljayfirlýsing Meginefni þeirrar yfirlýsingar er á þessa leið: „Það er einlægur vilji allra aðila yfirlýs- ingar þessarar að byggingarframkvæmd- um við húsið verði fram haldið en þær hafa legið niðri í nokkur ár. Sökum þess fagna aðilar því að viðræður standa nú yfir á milli Seltjarnarnesbæjar og ríkisins sem ganga út á kaup ríkisins á fasteigninni enda er markmið viðræðnanna að húsið verði klárað og þar verði menningar- og safnatengd starfsemi í framtíðinni. Tekið er fram í 7. gr. samningsins um safnahúsið [upphaflega samningsins frá 2007 – innskot] kemur fram að komi til þess að Seltjarnarnesbær óski eftir því að nýta safnabygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands skuli bærinn, nema um annað semjist, endurgreiða læknafélögunum tveimur stofnframlag þeirra að viðbættri vísitölu- hækkun miðað við byggingarvísitölu. Í ljósi þessa ákvæðis lýsa læknafélögin því yfir að kaupi ríkið eignina verður ekki um skilyrðislausa uppgreiðslu að ræða á stofnframlagi læknafélaganna, heldur séu læknafélögin þá til í viðræður um tak- markaða nýtingu á fasteigninni fyrir sýn- ingarhald sem tengist lækningaminjum og sögu læknisfræðinnar og einnig verði þar möguleiki á fyrirlestrahaldi og ráðstefnum á vegum læknafélaganna. Náist skriflegt samkomulag um slík afnot læknafélag- anna mun ekki koma til endurgreiðslu á stofnframlagi þeirra. Með undirritun sinni á yfirlýsingu þessari lýsir Listasafn Íslands því yfir að það hafi áhuga á að koma að uppbyggingu safnastarfs í byggingunni í samstarfi við ofangreinda aðila.“ Ekki eitt safn, heldur tvö Svo mörg voru þau orð í október, en hvað hefur gerst eftir að þau voru sett á blað? Högni Óskarsson sagði blaðamanni að ýmislegt hefði gerst bæði fyrir og eftir að yfirlýsingin varð til. – Þegar nefndin var skipuð lá þetta mál dautt, hafði rekið upp á sker. Svo gerist það að Oliver Luckett kemur til sögunnar. Hann er bandarískur nýsköpunarfröm- uður sem tengist bæði listaheiminum og þróun samfélagsmiðla en tók ástfóstri við Ísland. Hann kom ásamt sambýlis- manni sínum til að kaupa sér íbúðarhús og hafði meðal annars skoðað Lækninga- Nýjar hugmyndir gætu hleypt nýju lífi í hugmyndina sem virtist vera að deyja drottni sínum Aðalfundur LÍ 19. og 20. október 2017 Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) hefur ákveðið að aðalfundur félagsins verði haldinn í Kópavogi 19. og 20. október 2017 og hefur boðað formlega til fundarins með bréfi dags. 28. mars 2017, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga LÍ. Eftir breytingar sem gerðar voru á lögum LÍ á aðalfundi 2016 skal stjórn LÍ framvegis kosin í rafrænni allsherjarat- kvæðagreiðslu fyrir aðalfundinn og kjörnefnd taka til starfa strax og til aðalfundar hefur verið boðað. Öll samskipti við félagsmenn vegna stjórnarkjörs 2017 verða með tölvupósti. Það skiptir því miklu að LÍ hafi rétt netföng félagsmanna. Þess er farið á leit að félagsmenn leiðrétti netföng sín ef þörf er á. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2017/103 193

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.