Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2017, Side 11

Læknablaðið - 01.05.2017, Side 11
LÆKNAblaðið 2017/103 223 Inngangur Rúmlega 2000 manns deyja á Íslandi á hverju ári, 52% á sjúkrahúsum, 34% á hjúkrunarheimilum en 12% deyja heima.1 Helstu dánarorsakir eru langvinnir sjúkdómar og er yfirleitt nokkur aðdragandi að andláti. Þegar ljóst er að andlát sjúklings er yfirvofandi er megináhersla á að draga úr einkennum og þjáningu og tryggja að viðkomandi geti dáið með reisn.2 Ýmis einkenni sem fylgja banalegunni og eru eðlilegur hluti af henni getur verið erfitt að meðhöndla, svo sem þreytu og lystar- leysi, en önnur einkenni eins og verki og óróleika er hægt að með- höndla með markvissri umönnun og meðferð.3,4 Rannsóknir síð- ustu 20 ára sýna að allt að 2/3 deyjandi sjúklinga á síðustu viku lífs hafa verki, lystarleysi og þreytu og rúmlega þriðjungur mæði, óró- leika eða rugl.4,5 Verkir af ýmsum orsökum eru algengir hjá deyj- andi sjúklingum með útbreitt krabbamein á spítala (55-95%)6 og á hjúkrunarheimilum (37-60%)7 og og hjá þeim sem hafa aðra langt gengna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóm og lungnateppu (77%)8 og heilabilun (52%).9 Óróleika hefur verið lýst hjá 35%-88% sjúklinga á síðustu viku/dögum lífs9 og hryglu hjá 12-92%.5,10 Um helming- ur sjúklinga með krabbamein hefur mæði á síðustu viku lífs11 en um þriðjungur sjúklinga með heilabilun.9 Ógleði og uppköst eru mun óalgengari í öllum sjúklingahópum. Mælt er með notkun Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að meta tíðni 5 algengra ein- kenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á 11 lyflækningadeildum Landspítala og 7 hjúkrunarheimilum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað afturskyggnt úr skráningu í Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga í sjúkraskrá, af lyfjablöðum og úr lyfjafyrirmælakerfinu Therapy hjá 232 einstaklingum sem létust árið 2012. Niðurstöður: Um helmingur einstaklinganna lést á Landspítala (n=119) og var kynjahlutfall jafnt en 70% þeirra sem létust á hjúkrunarheimilum voru konur. Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga var tekið í notkun í 50% andláta á Landspítala og 58% á hjúkrunarheimilum. Í 45% tilvika var ferlið notað í sólarhring eða skemur fyrir andlát. Algengustu einkenni á síðasta sólarhring lífs voru verkir (51%), óróleiki (36%) og hrygla (36%). Tíðni ein- kenna var svipuð milli stofnana og sjúkdómahópa en marktækur munur var á óróleika hjá sjúklingum með krabbamein og sjúklingum með aðra sjúkdóma. Tæp 81% sjúklinga voru fast á morfínskyldum lyfjum, fastir morfínskammtar og skammtar gefnir eftir þörfum voru marktækt hærri hjá krabbameinssjúklingum og sjúklingum á Landspítala. Fastar lyfjagjafir við óróleika voru halóperidól (45%), díasepam (40%) og mídazólam (5%). Scopoderm-plástur var gefinn við hryglu hjá 70% sjúklinga. Ályktun: Töluverður fjöldi sjúklinga var með einkenni á síðasta sólarhring lífs, bæði á Landspítala og hjúkrunarheimilum. Niðurstöðurnar benda til þess að þörf sé á að yfirfara og bæta einkennameðferð, meðal annars með því að aðlaga betur morfínskammta að þörfum sjúklingsins, nota fasta skammta róandi lyfja við óróleika og nýta fleiri andkólínvirk lyf við hryglu. Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir2 hjúkrunarfræðingur, Valgerður Sigurðardóttir1,2,3 læknir morfínlyfja við verkjum og mæði, bensódíasepínum við kvíða og óróleika, halóperidóli við óráði og morfíntengdri ógleði, andkólín- virkum lyfjum við hryglu og metaklópramíði við ógleði.2,12 Að greina yfirvofandi andlát er bæði flókið og erfitt ferli en er fyrsta skrefið í að skipuleggja og veita góða meðferð við lok lífs. Lækni ber að meta og greina sjúkdómsástand sjúklings og hvort unnt sé að breyta því til hins betra. Ef sjúklingur er álitinn deyj- andi eru samskipti um yfirvofandi andlát mikilvæg, við sjúkling ef við á og fjölskyldu. Þetta getur gefið þeim tækifæri til að ganga frá málum, kveðja og undirbúa það sem koma skal. Mikilvægt er að teymið sem sinnir sjúklingi sé sammála um markmið meðferð- ar og þá meðferðaráætlun sem lagt er upp með.2 Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga Í Bretlandi var þróað og tekið í notkun árið 1998 skráningar- og leiðbeiningarform til að nota þegar sjúklingur er deyjandi. Til- gangurinn var að flytja vinnulag sem fram fer á líknarheimilum (hospice) yfir á aðrar stofnanir. Skráningar- og leiðbeiningarformið sem kallað hefur verið Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga (Liver- pool Care Pathway for the dying patient), hefur verið í notkun í fleiri löndum utan Bretlands, meðal annars í Ástralíu, Svíþjóð, Nor- egi og á Íslandi frá 2008. Framkvæmdastjórn Landspítala ákvað að innleiða ferlið árið 2010 og síðar hófst innleiðing á nokkrum hjúkr- unarheimilum. Tilgangur með notkun Meðferðarferlisins er að bæta umönnun og meðferð deyjandi sjúklinga á síðustu klukku- stundum/dögum lífs og efla stuðning við aðstandendur.3 Ferlið er tekið í notkun þegar sjúklingur er metinn deyjandi af þverfaglega R A N N S Ó K N Á G R I P 1Líknardeild, 2líknarráðgjafarteymi, 3heimahlynning Landspítala. Fyrirspurnum svarar Svandís Íris Hálfdánardóttir, svaniris@landspitali.is https://doi.org/10.17992/lbl.2017.05.135 Greinin barst blaðinu 12. apríl 2016, samþykkt til birtingar 27. mars 2017. Fagmenntað fólk í þína þágu Á heilbrigðissviði Eirbergs á Stórhöfða 25 starfar hópur fólks með sérþekkingu og mikla reynslu. Heilbrigðismenntað starfsfólk býr yfir víðtækri fagþekkingu á vörum og búnaði en metnaður er lagður í að greina þarfir viðskiptavina og koma til móts við óskir þeir- ra. Við veitum heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Við bjóðum fagfólki, og skjólstæðinga þeirra, velkomið í nýjan sýningarsal okkar stað- settan á Stórhöfða en þar eru til sýnis, og prófunar, mörg þau hjálpartæki og vörur sem heilbrigðissvið hefur upp á að bjóða. Sem áður bjóðum við einnig upp á að bóka tíma í lokuðum viðtalsherbergjum og í göngugreiningu sjúkraþjálfara í sérhönnuðu rými. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að vinnuvernd og hagræði. Heilbrigðissvið Eirbergs er staðsett að Stórhöfða 25 og er fagþjónusta veitt alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:30. Tímapantanir eru í síma 569 3100. Rakel Dögg sjúkraþjálfari Sigrún sjúkraþjálfari Arna Mekkín sjúkraþjálfari Elfa Björt þroskaþjálfi Edda hjúkrunar- fræðingur Jóhanna iðjuþjálfi Katrín Klara hjúkrunar- fræðingur Gígja hjúkrunar- fræðingur Magnea Freyja heilbrigðis- verkfræði Heilbrigðissvið Medical & Healthcare Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 • Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Sími 569 3100 • eirberg.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.