Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2017, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.05.2017, Qupperneq 20
232 LÆKNAblaðið 2017/103 að meðferð sem stendur lengur en þrjá mánuði telst ekki vera til- fallandi lyfjanotkun. Gera má ráð fyrir að meðferðin hafi áhrif á heilsufar og standi oft á tíðum lengur en þrjá mánuði. Með því að keyra saman ofangreind gagnasöfn var hægt að reikna sjúklingaár fyrir hvert lyf fyrir sig, með eða án beinbrota. Fyrir kom að sjúklingur brotnaði oftar en einu sinni á sama ári en þá var aðeins talið fyrsta brot. Ef lengri tími en eitt ár leið á milli brota, taldist það sitt hvort sjúklingaárið. Tölfræðilegar aðferðir Grunneining rannsóknarinnar er sjúklingaár. Að grunni til er um að ræða sjúklingaviðmiðarannsókn þar sem sjúklingar eru not- endur lyfja með beinbrot og viðmið eru notendur lyfja sem ekki brotnuðu. Við samanburð á aldri hópanna var notað t-próf fyrir óháð úrtök. Notað var Kí-kvaðrat próf til greiningar á hlutfallslegri áhættu á beinbrotum (Odds Ratio=OR) með 95% vikmörkum (Con- fidence Intervals=CI). Þetta var gert í pörum til að skoða muninn á milli tveggja lyfja í senn. Eftir hreinsun gagna var gerð lógistísk aðhvarfsgreining (logistic regression analysis) þar sem háða breytan var beinbrot. Hreinsun gagna fólst í því að þeir einstaklingar sem tóku ýmist ekkert eða fleiri en eitt af lyfjunum voru teknir út úr rannsókninni Áhrif aldurs og kyns voru höfð með í lógistísku að- hvarfsgreiningunni. Marktæknimörk voru alfa=0,05. Útreikningar voru gerðir með tölfræðiforritinu SPSS v.20. Siðfræði Rannsóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd (VSN 12-012), Persónuvernd (PV 2012030442) og Embætti landlæknis. Leitað var í rafrænni sjúkraskrá Landspítalans (Sögu) að einstaklingum með ICD-10 greiningum brota (tafla I). Á tímabil- inu var 7,7% sjúkraskráa ólokið og því ekki með í rannsókninni. Upplýsingar um lyfjanotkun voru fengnar úr Lyfjagagnagrunni landlæknis en þar má finna upplýsingar um allar lyfjaávísanir sem leystar eru út utan sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila frá 1. janúar 2002. Upplýsingar úr Sögu og Lyfjagagnagrunni voru samkeyrðar til að ná fram upplýsingum um tengsl beinbrota og lyfjanotkunar. Framkvæmd rannsóknarinnar Skoðað var hvort þeir sjúklingar, 40 ára og eldri, sem greindust með beinbrot á tímabilinu á bráðadeild Landspítala, hefðu leyst út 90 dagsskammta eða meira af ópíötum (ATC: N02A), PPI (ATC: A02BC), H2-andhistamínum (ATC: A02BA), gigtarlyfjum (ATC: M01A), beta-blokkum (ATC: C07A), statínum (ATC: C10AA) eða svefn- og róandi lyfjum (ATC: N05B eða N05C), allt að 12 mánuð- um fyrir beinbrot. Jafnframt voru skoðaðir allir einstaklingar (með eða án beinbrota) sem höfðu leyst út lyfjaávísanir fyrir 90 dagskammta á einu ári af sömu lyfjum á höfuðborgarsvæðinu á rannsóknartímabilinu. Hópurinn var flokkaður eftir aldri og kyni. Beta-blokkar, gigtarlyf og statín voru notuð sem viðmiðunarlyf (kontról). Ástæðan fyrir að miðað var við 90 dagsskammta var R A N N S Ó K N Tafla II. Fjöldi einstaklinga (n) með beinbrot. n Aldur (meðaltal ± sd*) t-próf (aldur) Karlar 9820 58,44 ± 13,93 Konur 13.071 66,80 ± 14,77 p<0,0005 Samtals 22.891 63,22 ± 15,00 *sd=standard deviation eða staðalfrávik Tafla I. Fjöldi og tegund brota miðað við aldur og kyn sjúklinganna. ICD-10 Fjöldi brota Aldur (meðaltal) Karlar Konur S02.0-S02.9: Brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum 1610 59 1003 607 S12.0-S12.9: Hálsbrot 165 61 110 55 S22.0-S22.9: Brot á rifi/rifjum, bringubeini og brjósthrygg 4939 61 3020 1919 S32.0-S32.9: Brot á lendahrygg og mjaðmargrind 1626 72 546 1080 S42.0-S42.9: Brot á öxl og upphandlegg 2860 66 1034 1826 S52.0-S52.9: Brot á framhandlegg 5784 64 1524 4260 S62.0-S62.9: Brot við úlnlið og hönd 3496 57 2083 1413 S72.0-S72.9: Brot á lærlegg 2994 79 968 2026 S82.0-S82.9: Brot á fótlegg, ökkli meðtalinn 3524 59 1376 2148 S92.0-S92.0: Brot á fæti, nema ökkla 2011 57 825 1186 T02.0-T02.9: Brot sem ná til margra líkamssvæða 10 69 4 6 T08: Hryggbrot, hæð ótilgreind 17 60 10 7 T10: Brot á efri útlim, hæð ótilgreind 7 71 2 5 T12: Brot á neðri útlim, hæð ótilgreind 9 70 5 4 T14.2: Brot á ótilgreindu líkamssvæði 4 85 0 4 Samtals: 29.056 62 12510 16546

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.