Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2017, Side 26

Læknablaðið - 01.05.2017, Side 26
238 LÆKNAblaðið 2017/103 sem trappaðir voru niður og útskrifaðist heim á methotrexat og prednisólón. Sjúklingur lagðist inn í þrígang næstu mánuði með sömu ein- kenni, það er hita, mæði og takverk. Einkenni versnuðu í hvert skipti sem steraskammtar voru minnkaðir. Endurteknar blóðpruf- ur sýndu eðlileg hvít blóðkorn en hækkun á sökki og CRP (tafla I). Myndrannsóknir af lungum sýndu grunna innöndun, fleiðru- vökva beggja vegna og lungnavanþenslu neðan til í báðum lung- um (mynd 1c). Öndunarpróf voru gerð og sýndu herpumynd með minnkuðum lungnarúmmálum og lækkun á loftdreifiprófi (tafla II). Framkvæmd var berkjuspeglun sem sýndi að stóru berkjurnar voru vel opnar, eðlilega slímhúð og enga slímtappa. Allar ræktanir voru neikvæðar. Gigtarpróf voru endurtekin í þriðju legu (tafla I) og var þá anti-CCP innan marka en RF, ANA, anti-dsDNA og anti- Ro áfram hækkuð. Sjúklingur fékk í þessum legum meðferð með háum skömmtum af sterum og á þeirri meðferð lagaðist mæðin og hún varð hitalaus en takverkurinn var áfram til staðar. Við eftirfylgd á göngudeild hjá gigtlækni og lungnalækni eftir þriðju sjúkrahúslegu voru sjúkdómsgangur og rannsóknarniður- stöður endurskoðaðar. Sjúklingur hafði upphaflega veikst með illvígri fjölliðabólgu í smáum og stórum útlimaliðum, dæmigert fyrir iktsýki. Hún reyndist hafa jákvæðan gigtarþátt af IgM gerð og væga hækkun á CCP mótefnum en kjarnamótefni höfðu ekki verið mæld í byrjun sjúkdómsins. Sjúklingur svaraði upphaflega vel meðferð með methotrexat og sterum en versnaði hálfu ári síðar og þá var hafin meðferð með infliximab. Eftir þrjá lyfjaskammta þegar búast hefði mátt við bata breyttist sjúkdómsmyndin og sjúklingi versnaði skyndilega með svæsnum lungnaeinkennum eins og lýst er að ofan. Hún fékk lungnavanþenslu og fleiðru- vökva beggja vegna, lungnarúmmál voru smækkuð og öndunar- próf staðfestu herpu en lungnavefur var eðlilegur og engin merki um trefjavefslungnabólgu (interstitial lung disease). Starfsemi þindarinnar var metin með skyggningu á þind, Sniff-rannsókn (diaphragm fluoroscopy), hún hreyfðist samhverft og ekki sáust nein merki um þindarlömun. Þá var framkvæmt svonefnt MIP-próf (maximal inspiratory pressure) sem endurspeglar styrk þindarinnar og annarra innöndunarvöðva og reyndist sú rannsókn vera eðli- leg. Endurtekin gigtarpróf bentu frekar til rauðra úlfa en iktsýki með háum títer af ANA, jákvæðu anti-dsDNA, jákvæðu anti-SSA og minnkaða virkni komplement-kerfisins (lækkað CH50 og C4) (tafla 1). Anti-CCP fór aftur á móti úr því að vera jákvætt yfir í að vera neikvætt. Anti-histón mótefni voru neikvæð. Sjúklingi batn- Tafla I. Blóðprufur; hvít blóðkorn, bólgumiðlar og gigtarpróf. Blóðrannsóknir (eðlileg viðmið) Koma á göngudeild (T0 + 8 mán.) Innlögn #1 (T0 + 8,5 mán.) Innlögn #3 (T0 + 14 mán.) Eftirlit (T0 + 31 mán.) Hbk (4,0-10,5 x10E9/L) 7,5 5,7 5,7 6,9 Sökk (<23 mm/klst) 38 … 64 22 CRP (<10 mg/L) 43 104 62 10 RF (<1:40) 1:160 … … RF ELÍSA (<4 U/mL) 30 … 21 Anti-CCP (<25 U/mL) 36 … <25 ANA (<1:40) >1:300 >1:300 >1:300 ENA (<1,0 ein) 6,1 6,2 6,5 Anti-dsDNA (<10 IU/mL) 43 13 55 Anti-Ro/SSA (<1,0 ein) 3,9 3,1 4,2 CH50 (60-124%) … 60 50 C3 (0,74-1,38 g/L) … 1,11 0,93 C4 (0,14-0,37 g/L) … 0,16 0,13 Hbk = hvít blóðkorn. CRP = C-reactive protein. RF = rheumatoid factor/ gigtarþáttur. Anti-CCP = anti-citrullinated protein antibody. ANA = anti-nuclear antibody/ kjarnamótefni. ENA = extractable nuclear antigen antibody. Anti-dsDNA = anti-double stranded DNA. CH50 = heildar komplement-virkni. C3 = complement component 3/ komplement 3. C4 = complement component 4/ komplement 4. T0 = fyrsta skoðun, tími núll. Tafla II. Öndunarpróf. Öndunarpróf Innlögn #2 (T0 + 10 mán.) Innlögn #3 (T0 + 14 mán.) Eftirlit (T0 + 31 mán.) FVC, L (% af áætluðu) 1,19 (36) 1,33 (40) 2,03 (62) FEV1, L (% af áætluðu) 0,99 (38) 1,09 (42) 1,54 (60) FEV1/FVC 0,83 0,82 0,76 TLC, L (% af áætluðu) 2,18 (46) RV, L (% af áætluðu) 1,0 (57) DLCOc, % af áætluðu 44 45 58 FVC = forced vital capacity (heildarfrámál). FEV1= forced expiratory volume in one second (fráblástur á fyrstu sekúndu útöndunar). TLC = total lung capacity (heildarþangeta lungna). RV = residual volume (loftleif). DLCO = diffusing capacity for carbon monoxide (loftdreifipróf). Mynd 1. Röntgenmyndir af lungum. a) Koma á göngudeild (T0 + 8 mánuðir): Lungnavanþensla (atelectasis) neðarlega hægra megin en að öðru leyti hrein lungnamynd. b) Fyrsta- innlögn (10 dögum eftir komu á göngudeild): Grynnri innöndun. Fleiðruvökvi beggja vegna og íferð neðan til vinstra megin. c) Þriðja innlögn (T0 + 14 mánuðir): Grunn innöndun, afmarkað vökvasafn í hægra lunga og vægur fleiðruvökvi vinstra megin. Á myndum b) og c) sést glögglega hve smækkuð lungun eru í samanburði við fyrstu myndina. d) Eftirlit (T0 + 31 mánuðir). Grunn innöndun en batnandi. Minni lungnavanþensla og enginn fleiðruvökvi. S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.